þriðjudagur, 25. nóvember 2008

NRK lýgur upp á Jón Ásgeir!

Nú er það svart. NRK í Noregi er nú farið að ljúga upp á Jón Ásgeir. Hann á fullt í fangi með að leiðrétta vitleysuna í þeim. Þetta hlýtur að vera mjög pirrandi fyrir Jón enda á hann því ekki að venjast að fjölmiðlar fjalli um annað en hann segir þeim að fjalla um.

Merkileg þessi rógsherferð gegn þessum mesta fjárglæframanni landsins. Hún er bara orðin alþjóðleg. Nú er að útvega sér lánsfé og kaupa bara upp félagið. Hlýtur að fást keypt þó um ríkisfyrirtæki sé að ræða.

Og þó. Ætli sé til löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum í Noregi? Þá stofna menn bara margar kennitölur og eignarhaldsfélög....

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

joð

Ja ljótt er það. Eru þessir andskotans útlendingar líka farnir að ljúga upp á gullgrísinn með mulletið.

Þegar dóninn Dabbi laug að þjóðinni í ræðu að einn Íslendingur skuldaði ríkisbönkunum þremur 1000 miljarða, þá rauk vinurinn til og dældi út fréttatilkynningum og fullyrti að þarna ætti Dabbi við sig. Hann lýgi skuldina sína upp um 100 miljarða. Hvorki meira eða minna. Hann skuldaði bönkunum okkar bara 900 miljarða, og hefur sjálfsagt hótaði Dabba dóna lögsókn svona í bónus.

Núna fullyrðir gullgrísinn að Davíð hafi ekki átt við sig í enn einni skemmtilegri fréttatilkynningunni vegna þáttagerðar í norsku sjónvarpi NKR, sem örugglega er byggð á fyrri fréttatilkynningunni.

Og auðvitað ljúga fantarnir. Hvað annað?

Vonandi lögsækir hann þessa fanta sem ljúga því sem hann lýgur um að dónin Dabbi ljúgi og augljóslega eru í liði með Davíð og Jóni Gerald í samsæri gegn hans flekklausa nafni.

Það má hafa lúmskt gaman af ofurhetjunni mullet man.

Fékk hann nokkuð útflutningsverðlaunin frá forsetanum fyrir lygar?

Skyldi hann lögsækja " joð " ?

Nafnlaus sagði...

Sagði JÁJ ekki að í sumar hefði hann skuldað 900 milljarða, en hefði átt 1200 í eignum á móti.

Hann forðaðist auðvitað að tala um núverandi stöðu, enda hafa skuldir eflaust aukist (með hrapandi gengi) og eignir rýrnað (með hrapandi hlutabréfaverði).