laugardagur, 8. nóvember 2008

VG hendir reikningunum.

það er engu logið upp á VG. Steingrímur aðal birtist okkur grautfúll yfir því að stjórnvöld reyni að bjarga okkur frá hörmungum. Hann er á móti eins og alltaf og mun væntanlega minna okkur á það eftir 12 ár að hann hafi nú verið á móti skuldsetningu ríkissjóðs. þannig póltíkus er hann.

Eftir höfðinu dansa lirmirnir stundum og í dag ætla ungir VG liðar að bjóða til samkvæmisleiks. Fólki býðst nefnilega að henda reikningum sínum í ruslið fyrir framan þinghúsið. Sniðugt, og þá eru þeir væntanlega úr sögunni. Svo hjálpar svona auðvitað í þeirri uppbyggingu sem nauðsyn er. Í besta falli misheppnaður brandari.

Ef þetta er nauðsynlegt af hverju er þá ekki mótmælt við bankana? Þetta minnir á vörubíla mótmælin um daginn. Sökudólgar látnir í friði en nördast í stjórnvöldum. Það var ekki pólitísk ákvörðun að losa menn undan ábyrgðum.

Muna svo bara að eyða reikningunum út úr heimabankanum líka. Þá erum við orðin eins og fólkið sem við erum svo reið út í.

Ég kemst ekki.....

Röggi.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér finnst þú vitleysingur

Oddur Ólafsson sagði...

Mikið er gott að þú ert ekki í ríkisstjórn. Þá væri ástandið sennilega enn hörmulegra en það er....

Nafnlaus sagði...

Þetta mál, eftirlaunafrumvarpið fræga, er það sem menn eiga að fókusera á núna strax. Þar geta menn sýnt svart á hvítu hvar þeir standa.

Sjá greinina hér að neðan.

http://www.dv.is/frettir/2008/11/8/krefst-rettlaetis-i-eftirlaunum/

Röggi, skrifaðu um það.

Nafnlaus sagði...

Sjá einnig grein Guðmundar bloggara á eyjunni um sama efni.

Þetta á ekki snúast um pólitík heldur siðferði og sanngirni.

Nafnlaus sagði...

Það þarf ekki að mótmæla við bankana.
Þann þarf að svíða sem brókina bleytti.Það voru spilltir stjórnmálamenn sem gerðu afleitan ees samning, einkavinavæddu bankana og dönsuðu hrunadansinn til enda.
Sumir þeirra eru enn við völd
Burt með þá.

Nafnlaus sagði...

Röggi = Moron

Nafnlaus sagði...

Hvað á fólk að gera Röggi, þegar þínir menn eru búnir að klúðra öllu sem klúðrandi var?

ÁA fólk bara á kóa sig í gegnum þetta, á meðan Ingjaldsfíflin sem komu okkur í klípuna grafa okkur enn dýpra?

En eins og þú hefur sagt svo oft áður "Þetta eru mínir menn", eins og þetta sé einhver helvítis fótboltaleikur.

Kv Friðrik Tryggvason

Nafnlaus sagði...

Geta menn farið svona illa á því að skalla boltann?

Nafnlaus sagði...

Röggi= Fail
Þetta er að sjálfsögðu meint á táknrænan hátt...

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú líka vitleysingur

Nafnlaus sagði...

Mér finnst í raun ótrúlegt að maður sem hefur atvinnu af því að dæma kappleiki, skuli vera svona pikkfastur í því að halda með öðru liðinu.
Þú bara sérð ekki heildarmyndina fyrir fordómum.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú endalaus vitleysingur

Nafnlaus sagði...

Þú ritar nú ekki af mikilli visku Rögnvaldur.
Þessi söngur um að Steingrímur sé á móti fer nú að verða þreyttur.
Maðurinn aðhyllist aðra hugmynda- og aðferðafræði en þið D menn, þannig það er ofur eðlilegt að hann sé á móti mjög mörgu af því sem D hefur gert og stefnt að.

"Hann er á móti eins og alltaf og mun væntanlega minna okkur á það eftir 12 ár að hann hafi nú verið á móti skuldsetningu ríkissjóðs. þannig póltíkus er hann." segir þú Röggi.
Ef þetta verður að veruleika væri það þá ekki eðlilegt?
Væri virkilega ekki eðlilegt að íslenskir stjórmálamenn minntust á það í framtíðinni sem gerst hefur?
Við erum að tala um staðreyndir sem settar verða í kennslubækur í hagfræði og fjármálum, staðreyndir um það hvernig ekki skal gera hlutina.

Þið D menn eruð mjög margir sama markinu brenndir. Þið sjáið væntanlega eins og flestir aðrir að þjóðin er á andlitinu í drullunni en samt reynið þið að mæla hugmynda- og aðferðafræðinni bót, samt mest með því að reyna að skíta út aðra.

Úr því að þú spáir 12 ár fram í tímann þá ætla ég að spá viku fram í tímann.
Næstkomandi laugardag spái ég að Lögreglan muni að skipun Björns Bjarnasonar skjóta táragasi á Íslenskan almenning á Austurvelli og berja svo á honum með kylfum, því að þannig stjórnmálamaður er hann.

Góðar stundir
Páll Kristjánsson