Hvernig dettur Steingrími J í hug að Samfylkingin fari í stjórn með VG eftir kosningar? Eða að einhver fari yfirleitt í stjórn með VG. VG virðist helst vilja vera í andstöðu.
Í því ástandi sem nú er vill Steingrímur ekkert gera. Hann vill ekki taka erlend lán enda nýlega kominn á þá skoðun að skuldir ríkissins séu vont mál. Hann hefði betur haft þá skoðun þegar hann var sjálfur við kjötkatlana.
Ef þessari fáránlegu tillögu fylgdu einhverjar aðrar hugmyndir væri hægt að taka þetta alvarlega. En svo er ekki enda lausnin ekki auðfundin og allra síst ef ekki á að fá peninga að láni.
Auk þess telur VG að við séum ein í heiminum og þurfum ekki að axla ábyrgð á reikningum erlendis. Þar vill hann bara lemja höfðinu við steininn og verða bara harður. Gömul þjóðremba sem hljómar örugglega vel í einhverjum eyrum en skilar okkur engu. Nema kannski alþjóðlegri einagrun.
Ég held að hvorki þjóðin né Samfylking þurfi á slíku samstarfi að halda. VG ætlar sér ekki inn í ESB en þangað stefnir Samfylking hraðbyri með stuðningi þjóðarinnar. Þar mun ekki verða gefinn neinn afsláttur við næstu stjórnarmyndun.
Af þessum ástæðum og mörgum öðrum er langlíklegast að VG sitji um langa tíð á bekknum jafnvel þó fylgið færi í 30%. Ég held að málflutningur VG sé í raun lím þessarar ríkisstjórnar.
það er ekki í nein önnur hús að vernda.....
Röggi.
Röggi.
mánudagur, 24. nóvember 2008
Óskastjórn Steingríms.
ritaði Röggi kl 14:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli