Góðir menn héldu fund á NASA í gær. Þar var rætt um frammistöðu fjölmiðla undanfarið. Var ekki á staðnum en fékk sérvalið úrtak í fréttum áðan. Þar kenndi ýmissa grasa.
Auðvitað er hverjum manni ljóst að fjölmiðlar hafa brugðist. Flestir virðast hafa áhyggjur af því að stjórnvöldum hafi ekki verið veitt nægilegt aðhald. Eflaust má endalaus bæta það en mér finnst nú ekki minna mál að eignarhaldið á þeim hefur komið í veg fyrir að auðmennirnir okkar hafi fengið það aðhald sem þeir hefðu svo sannarlega þurft.
Upprifinn Sigmundur Ernir kvartaði yfir því að lygnir stjórnmálamenn fengju kosningu aftur og aftur. Sérlega magnað að heyra þetta frá manni sem er í vinnu hjá fyrirtæki sem hefur hlaðið undir eiganda sinn árum saman. Sá maður hefur verið í baráttu fyrir frelsinu og eftirlitsleysinu allan tímann til að geta stundað sín viðskipti. Verið í slag við bæði löggjafann og framkvæmdavaldið. Heimsku stjórnmálamennina sem létu plata sig. Stjórnmálamennina sem nú er sagt að hefðu átt að stoppa ósómann. Hvað hefðu þessir hlutlausu fjölmiðlar sagt ef það hefði verið reynt. Kannski talað um pólitískar hefndir og annað í þeim dúr. það er nefnilega vandlifað...
þeir sem halda því fram að fjölmiðlar hafi ekki reynt að veita stjórnvöldum aðhald hafa ekki fylgst með. Þeir hafa ekki gert neitt annað. Reyndar af sérstakri yfirborðsmennsku sem oftar en ekki hefur snúist það með hverjum er haldið. Og þegar þú færð laun frá einum þá heldurðu víst ekki með hinum.
þasð er mergurinn málsins þó vissulega megi endalaust deila á augljósan skort á fagmennsku og reynslu. Til þess að fjölmiðlun verði sjálfstæð og eðlileg verður að setja lög um eignarhald og tryggja viðgang einkarekinna fréttamiðla eins og þess ríkisrekna.
Hér eru bara til lög um einn miðil og það er rúv og þau ólög tryggja bara enn frekar í sessi yfirburði þess miðils. Það er engum hollt og allra síst rúv sem má svo búa við ásakanair um að vera handbendi stjórnvalda ofan í kaupið.
Kannski er ekki við því að búast að í okkar mjög svo ófullkomna þjóðfélagi séu fjölmiðlar í hæsta klassa. Það væri nánast stílbrot. Á þessum tímum hefðum við þurft öfluga og sjálfstæða fjölmiðla sem gætu veitt alvöru aðhald.
Ekki bara stjórnvöldum því ég bara veit ekki hvað ætti að hafa komið í veg fyrir að Sigmundur og félagar hefði veitt þeim aðhald, heldur líka viðskiptalífinu en ég veit vel af hverju þeir gátu ekki veitt þeim aðhaldið sem þeir ekki fengu.
Af hverju var Ólafur Ragnar ekki boðaður til þessa fundar? Hann hefði átt þarna fullt erindi enda stöðvaði hann lög um eignarhald á fjölmiðlum til að vernda hagsmuni....
Hverra?
Röggi.
þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Frammistaða fjölmiðla.
ritaði Röggi kl 12:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Í raun var það Davíð sem stoppaði fjölmiðlalögin Ólafur Ragnar setti málið í þjóðaratkvæði
"Upprifinn Sigmundur Ernir kvartaði yfir því að lygnir stjórnmálamenn fengju kosningu aftur og aftur"
Það er tómt mál að tala um að skipta stjónrmálamönnum út, það á að skipta út kjósendum. Þessum druslum sem kjósa yfir sig þessa vitleysu aftur og aftur.
Skrifa ummæli