þriðjudagur, 4. nóvember 2008

Rífa nú fram fjölmiðlafrumvarpið.

Margt er skrýtið í kýrhausnum. Mér hefur verið tíðrætt um það lengi að við verðum að passa upp á fjórða valdið, fjölmiðlana. Nú er kominn upp staða sem ekki má koma upp. Stórlega varasamur fýr hefur eignast allt heila klabbið. Allir virðast sjá að það er óhæfa.

Verulega er skemmtilegt að fylgjast með fólki sem barðist hér með oddi og egg gegn fjölmiðlafrumvarpinu á sinum tíma. Andstaðan gegn því þá snérist auðvitað ekki um neitt annað en pólitíska andúð á Davíð. Þingið var sátt og þverpólitíkst.

Málflutingur andstæðinganna snerist meðal annars um að frumvarpið væri sett til höfuðs Jóni Ásgeir. Líklega eitthvað til í þvi enda hann sá maður sem mest átti og á enn. Frumvarpið snérist um grundvallaratriði en ekki persónur. Persónurnar sem voru í yfirburðaaðstöðunni héldu öðru fram og kannski eðlilega. Hagsmunirnir lágu bara þannig. Frumvarpinu var ætlað að koma í veg fyrir slysið sem nú ríður yfir. Fikniefnainnflytendur gætu með sömu hundalógík kvartað yfir þvi að löggjöf um innflutning á eiturlyfjum snérist gegn þeim!

Rukkum nú forsetann og einkaþotufarþegann Ólaf Ragnar um hvernig honum lýst á stöðuna. því jafnvel þó kjölturakkar eins og Reynir Traustason telji það litlu máli skiptir hver á fjölmiðla þá fullyrði ég að það skiptir eiginlega öllu máli. Af hverju halda menn að þessir atvinnubraskarar telji sig þurfa að tapa þúsundum milljóna árlega á þessu eignarhaldi?

Við erum nú að drölsa þessu liði út úr bönkunum okkar og nú er kominn tími á að löggjafinn taki aftur upp fjölmiðlafrumvarpið og tryggi að þessir menn stjórni ekki allri umræðu hér áfram. kannski er einhver von til þess að fólkið sem taldi öllu fórnandi á sinum tíma til að koma höggi á Davíð geti látið þetta þjóðþrifamál ganga fram.

Einhverjir munu nú, eins og síðast, rjúka til og minna mig á að hér hafi Mogginn verið með yfirburðastöðu lengi og ekkert hafi verið gert þá. Röksemdin um að óréttlætið hafi verið lengi við lýði og því sé eðlilegt að viðhalda því fellur kylliflöt hvernig svo sem hún verður krydduð pólitískt og snædd.

Hugsanlega dettur ábúandanum á Bessastöðum ekki lengur í hug að þjónusta vini sína aftur eins og síðast. þetta mál hefur aldrei snúist um stjórnmál þó embættisfærsla Ólafs hafi svo sannarlega gert það. þann blett þvær hann ekki af sér héðan af.

Skaðinn ætti að vera öllum ljós...

Röggi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nennti ekki að lesa bullið þitt en hefur þú glóru mu hvers vegna ekki var gengið til samninga við þessa sem eru hissa á sölunni?

Nafnlaus sagði...

Þú ert gott dæmi þess að Jón Ásgeir stjórnar ekki öllum fjölmiðlum. Hversu margar heimsóknir hefur bloggið þitt fengið?

-Davíð þolir ekki Jón Ásgeir. Það er augljóst. Fjölmiðlafrumvarpið var keyrt í gegn, leiftursnöggt, án umræðu, og jafnvel gegn vilja Framsóknarflokksins. Léleg stjórnsýsla, og pólitík. Ólafur gerði það fáheyrða, skrifaði ekki undir (eins og stimpill), lét eins og forseti en ekki jólaskraut. Endurskoðað fjölmiðlafrumvarp mun fljúga í gegn, án athugasemda (eignarhlutfall í því gamla var fáránlegt) , og allir ánægðir.

Nafnlaus sagði...

Eigum við AFTUR að láta stjórnmálamenn ákveða hverjir mega kaupa banka eða fjölmiðla. Á Björgvin að úthluta fyrirtækinu til einhvers sem er vel til þess fallin að reka það?
Ég sem hélt að þeim, stjórnmálamönnum, kæmi það ekki við og þeir ættu alls ekki að skipta sér almennt af einkarekstri nema það bryti á bága við Samkeppnislög.

Annars er þetta bráðfyndið. Einkareknir fjölmiðlar ramba allir á barmi gjaldþrots en samt á ríkið að vera vasast í þvi hver á hvað. Helsti ráðgjafi Þorgerðar Katrínar, menntamálaráðherra, er Páll Magnússon yfirmaður RÚV, sem er með mestu einokunaraðstöðu sem um getur á byggðu bóli og drepur alla raunverulega samkeppni ef hann vill og þegar hann vill (eins og dæmin sanna).

Skrýtið hvað menn eru tilbúnir að gagnrýna Jón Ásgeir og spyrða hann og fyrirtæki hans við Samfylkinguna. Jón Ásgeir hefur margoft lýst því yfir að hann sé Sjálfstæðismaður (faðir hans líka) þó hann þoli ekki Davíð frekar en nær öll þjóðin. Er hann minni Sjálfstæðismaður við það. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálson, er ritstjóri Fréttablaðsins, flaggskips 365! Er það Samfylkingartengingin?

Það má færa mun fleiri og sterkari rök fyrir því, en öllum öðrum tengingum/samsæriskenningum, að Sjálfstæðismenn myndu ná fullkomnri einokun á einkarekna fjölmiðlamarkaðnum ef þessi samruni gengur eftir.

Best er bara að menn viðurkenni það upphátt að þeir vilji bara hafa RÚV og ekkert annað því það hafa þeir gert óbeint hingað til með því að leyfa þeim að spila frítt á auglýsingarmarkaði og hindra hér eðlilegt viðskiptaumhverfi og raunverulega samkeppni.

Nafnlaus sagði...

Þú ætlar ekki að gefast upp á að blanda forsetanum í málið. Lestu ræðu Geirs frá síðasta landsfundi Flokksins, hann er nú ekki mjög á móti útrásinni þar. Stjórnmálamenn tala mikið um að leggja málin í dóm kjósenda þá yfirleitt mál sem eru mjög vafasöm og þeir treysta að kjósendur verði búnir að gleyma í kosningum. Ólafur situr enn sem forseti ekki gleyma því. Ef þið sjálfstæðismenn bæði hræðist hann og fyrirlítið svona óskaplega afhverju í ósköpunum hafið þið ekki komið ykkar mann að? Er það kannski vegna þess að hann var bara að standa sig fjári vel í að kynna landið og útrásarvíkingana þegar það passaði ykkur?

Nafnlaus sagði...

Sósíalistar hefðu verið stoltir af þeim stjórnarháttum sem hver Sjálfstæðismaðurinn á fætur öðrum hvetur til að sé beitt.
Það er kominn til að sparka þessu ömurlega íhaldspakki út í hafsauga svo hægt sé að koma á eðlilegum stjórnarháttum hér á landi.