mánudagur, 24. nóvember 2008

Jón Ásgeir hótar málssókn.

það er þetta með Jón Ásgeir.

Hann er ekki feiminn við hlutina. Ég bara man ekki lengur hversu oft hann hótar málssókn. Nú er það umfjöllun um vafasöm viðskipti sem tengjast honum enda á hann ekki að venjast því að fjölmiðlar séu að fetta fingur út í hans bisness.

Nær væri að lögsækja þá menn sem hafa ekki fjallað um viðskipti hans í gegnum tíðina. Baugsmálið er hreint smámál þegar farið er ofan í saumana á því hvernig hann hefur mjólkað peninga út úr fyrirtækum sínum. En við erum bara sátt.

Horfum upp á ruglið og segjum fátt. Nú nýverið fór pilturinn í enn eitt trixið með fjölmiðlana sína. Þar afskrifaði hann ca 5 000 milljónir skulda. Þeim milljónum tapar einhver. Þær duttu ekki af himnum ofan frekar en allir hinir milljarðarnir sem hann skuldar en við borgum.

Þessu er fagnað enda verið að tryggja starfsfólkinu vinnu! Fyrst starfaði hann í pólitísku skjóli og svo þegar honum tókst að tryggja sér fjölmiðla landsins þá hefur hann starfað í skjóli þess sem ræður því hvað er til umræðu hér. Enda leggur hann allt upp úr því að eiga fjölmiðlana þó þeir tapi peningum hvert ár. Enda borgar hann hvort eð er ekki tapreksturinn eins og við vitum.

Árum saman hafa örfáir reynt að stympast við og skrifað um manninn. Þeir aðilar hafa mátt þola ótrúlegar svívirðingar frá fólki sem trúir öllu sem það sér skrifað í fjölmiðla. Eins og í Baugsmálinu var ráðist að persónu viðkomandi en alls ekki reynt að svara fyrir sig. það virkaði vel þar og verður reynt áfram.

Í stað þess að reyna nú að reka af sér slyðruorðið er reynt að sparka í menn. Það er aðferðin enda auðmýkt ekki til. Af hverju svarar hann ekki fyrir sig heldur hefur í hótunum sífellt?

Skilur hann ekki að nú hefur hann ekki sömu spil á hendi og áður? Fleiri og fleiri eru að vakna þó langflestir sofi enn vært. Og á meðan tekur hann eins og einn snúning til viðbótar á þjóðinni fyrir litlar 5 000 milljónir. það er reyndar vel sloppið í þetta skiptið. Hinir snúningarnir eru allir á gjalddaga með mig og þig sem greiðendur.

Kannski tekst honum svo að klína tapinu á Stoðum/Fl group á einhvern Hannes. Eða kannski Davíð sem væri mjög nærtækt. Umgengi hans í Íslensku viðskiptalífi er orðinn hreinn farsi og aðganseyrinn að farsanum hækkar stöðugt.

En þjóðin borgar sig samt enn inn. Hvernig á því stendur er bara eitthvað sem ég skil ekki og hef aldrei gert.

Og mun ekki skilja...

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hverjir eru það sem eru að afskrfifa skuldir í gríð og erg? Ég veit ekki betur en bankarnir séu ríkisreknir þessa dagana.... það skyldi þó ekki vera að ríkisstjórnin sé ekki starfi sínu vaxin

Unknown sagði...

joð

Já mullet-maðurinn virðist ekki vera að sligast undan of hárri greindarvísitölu.