sunnudagur, 12. október 2008

Hann er þolandi....

Sit hér og fylgist með silfri Egils. Egill reynir að þjarma að Jóni Ásgeir sem virkar óöruggur og deigur. Egill byrjaði ekki illa en missti svo gersamlega dampinn. Endurteknar spurningar hans um það hvort Jón ætlaði að fara að vinna í bónus eða pælingar um lífsstíl fyndust mér hallærislegar. Tap Jóns Ásgeirs snýst í engu um það að hann þurfi að breyta ym lífsstíl. Nokkrar þúsundir milljóna tryggja það í allra nánustu framtíð. Póker spilarinn þolir bara ekki að tapa neinu spili. Og það jafnvel þó hann útvegi ekki spilapeningana sjálfur..

Jón Ásgeir kom því skilmerkilega til skila að hann og hans fólk hefur tapað peningum. Ég fann reyndar ekki til vorkunnar en Jóni svíður þetta augljóslega. Ekkert var honum að kenna eins og áður. Fyrirtæki í hans eigu öll í skilum og allt í dúddí. Hann finnur ekki til sektarkennadar eins og ég vissi. Það var ekkert fals hjá honum. Meira þarf varla að segja um hans karakter...

Auðvitað fengust engin svör. Sumpart vegna þess að Jón Ásgeir svarar engu og sumpart vegna þess að Egill var ekki nógu góður. Kannski hefði verið betra að Ragnar Önundarsson hefði rætt við Jón. Þá hefði hann ekki sloppið undan svíðandi spurningum.

En Jón er ekki að baki dottinn. Nú hefur hann sett pressu á að Björgvin viðskiptaráðherra selji sér skuldirnar sem við eigum inni hjá honum á niðursettu verði. Mr Green flaug með honum til landsins og hefur gefið okkur nokkra klukkutíma til að ganga að tilboðinu.

Þetta segist Jón vera að gera okkur öllum til heilla. Björgvin er að mínu viti nánast vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Stutt er síðan hann ók um nótt langveg til að láta Jón lesa sér pistilinn enda tengdur Sigurði G fjölskylduböndum svo hann munaði ekki um að skultast þetta. Björgvin ætti að segja sig frá þessari ákvörðun.

Fólkið sem tapar öllu sínu fékk ekki það sem það vildi út úr þessum þætti. Milljarðamæringurinn alsaklausi hefur nefnilega tapað líka. Það er niðurstaðan. Hann er nefnilega þolandi líka gott fólk eins og við hin. Góðir menn verða að setjast niður og endurskrifa kaflann um siðleysi..

Röggi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Röggi,

Sumpart sammála mati þínu en þó ekki að öllu leyti. Egill Helgason tapaði sér gjörsamlega, varð sjálfum sér og fréttamiðlinum til skammar. Varð rauður og þrútinn og virkaði nánast móðursjúkur. Ómálefnalegar og endurteknar árásir í viðtalinu opinberuðu faglega vankunnáttu og hvernig svona fjölmiðlamaður (sem annars á stundum góða spretti),en þegar á reynir veldur ekki starfi sínu og verður óttalega smáborgaralegur á örskotsstundu. Þegar hann gjörsamlega missir dómgreindina. Takk fyrir pistlana les þá oft.

Kv.
Kristinn
Danmörku

Nafnlaus sagði...

Af hverju er Björgvin vanhæfur?
Er hann einhverju vanhæfari núna en íhaldsmennirnir sem þú ert vanur að verja í pistlunum hérna?
Björgvin átti þó ekki þátt í að koma okkur í þetta kviksyndi eins og Davíð, Geir og allir hinir.
Varðandi Jón Ásgeir:
Hann er ekkert verri eða betri en allir hinir sem auðguðust fáránlega á síðustu árum - don't hate the player hate the game

PM

Nafnlaus sagði...

Jón Ásgeir mætti og rústaði Agli sem réð ekki við sitt hlutverk.

En Röggi, boy, hvar eru hetjurnar þínar: Björgólfsfeðgar? Davíð?

Jón Ásgeir mætti og stóð fyrir sínu, nýkominn úr réttarsalnum!

Hvar eru þínir menn, kjáninn þinn? Lestu bloggið þitt og sjáðu hvað þú ert arfavitlaus í flest öllu sem þú hefur verið að tjá þig um síðustu misseri.

Góðar stundir.