þriðjudagur, 7. október 2008

Reisn.

Þá er Landsbankinn fallinn. FME tók hann barasta yfir í nótt og stjórnin hætt að reka bankann. Þetta gerðist allt í fullri sátt og samvinnu. Hagsmunir heildarinnar skipta öllu og eigendur bankans greiða götu þeirra sem koma að rústunum og reyna að bjarga því sem bjargað verður.

Auðvitað er litil reisn yfir því að reka bankann svona kylliflatan en þeir Landsbankamenn hafa allavega ekki enn ráðist á yfirvöld með stóryrðum og ásökunum. Kannski kunna þeir að skammast sín og biðjast fyrirgefningar. Sýna auðmýkt og iðrun. Þannig mönnum er auðveldara að fyrirgefa...

Ólíkt hafast mennirnir að í þesum efnum. Munurinn á því hvernig eigendur Landsbankans og Glitnis bregðast við er ótrúlegur. En kemur ekki á óvart...

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún er lárétt þessi Landsbankareisn.

Nafnlaus sagði...

Það er alltafa sama sagan hjá heittrúðum Davíðsmönnum, góðu og vondu auðmennirnir.

En við venjulega fólkið sjáum það sama hvort sem það er Bjöggi eða Jón Ásgeir. Það er enginn munur á kúk og skít