mánudagur, 6. október 2008

Líkræða?

Ég vill hvorki né get dregið úr alvarleika þeirrar stöðu sem upp kom í dag og leiddi til þess að ríkisstjórnin þarf að taka bankana til sín meira og minna.

En mér fannst ræða Geirs áðan full dramatísk. Mér leið eins og um líkræðu væri að ræða. Fátt gefið upp og depurðin yfirgengileg. Núna þurfum við hreinskilni umfram allt og smá kraft.

Að okkur sé blásið í brjóst. Himnarnir eru ekki að hrynja yfir okkur. Geir átti að segja okkur að nú yrði tekið á málum af festu og öllu væri óhætt.

það gerði hann að nokkru leyti en fór svo að tala um að við ættum öll að halda utan um hvort annað og passa börnin okkar. Það var niðurdrepandi og erfitt að hlusta á Geir áðan en gat að vísu aldrei orðið skemmtiefni.

En það vantaði alla ástríðu og baráttu í kallinn. Það kemur dagur eftir þennan og nú er að bretta upp ermar. Veiða fisk og kannski virkja og byggja álver svo við getum haldið áfram að lesa bækur þegar betur árar.

Hann verður svo holur tónninn um að allt verði í lagi þegar boðskapurinn er fluttur eins og Geir flutti hann áðan.

Röggi.

Engin ummæli: