mánudagur, 6. október 2008

Sökin er bankanna.

Sökudólgurinn er fundinn! Einkavæðing bankanna er vandinn. það var kerfið sem bjó til vonda bankamenn eða óhæfa. Auðvitað getum við alltaf bætt í götin og lagað í ljósi reynslunnar. Reynslan kenndi okkur að ríkisbankar voru ferleg hugmynd. Þessir verða vonandi ekki lengi ríkisbankar.

Ef við þurfum að finna sökudólga þá finnast þeir örugglega báðu megin við klúðrið. En jafnvel þó kerfið sé bernskt og í einhverju ekki fullkomið þá er ekki þar með sagt að alger nauðsyn sé að misnota það eins og sumir hafa gert skefjalaust árum saman.

Málflutningur margra núna er eins og að kenna svívirtu konunni um nauðgunina af því að hún hafi ekki passað sig nægilega vel. Hún hafi eiginlega boðið upp á þetta. Þetta skrifast á þá sem ráku bankana og áttu eða eiga.

Ég nefni einn mann oftar en aðra í þessu samhengi og það er vegna þess að í mínum huga er mikill munur á þvi að gera heiðarleg mistök og hinum mistökunum. Mig grunar að þegar bækurnar verða aðgengilegar munu menn sjá að engar reglur halda aftur af mönnum með verulega einbeittan brotavilja.

Lærum lexíuna og byrgjum brunninn en gleymum ekki hverjir bera ábyrgð á þessu. Síðan hvenær varð allt skynsamlegt sem ekki er bannað?

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert í skotgröfum.

Hefði ekki verið betra að einkavæða með forsjá í stað þess að einkavinavæða eftir pólitískum leiðum eða henda banka bara á gjafverði til þeirra fyrstu sem sýndu áhuga?

Er það ekki eitt af því sem við ættum að læra af þessu?

Annars má vel færa rök fyrir því að væru bankarnir enn í eigu ríkisins þá stæðum við ekki í þessum vanda nú. Það eru nokkuð tilgangslaus rök e.t.v. en virðast fyllilega gild.

-DJ-

Nafnlaus sagði...

Bankarnir sem ríkið tekur nú yfir verða í framtíðinni notaðir sem hagtæki til að koma í veg fyrir að hagsveiflurnar verði ekki jafn yfirgengilegar og síðasta ártuginn.

Allt tal um einkavæðingu hefur nú þegar hjaðnað og er aðeins spurning hversu yfirgripsmikil þjóðnýtingin verður í þetta skiptið. Það liðu 50 ár frá síðust stórkreppu þar til farið var að einkavæða aftur. Þú getur búist við að annað eins sé framundan.

Hrunið hefur breytt valdahlutföllunum í heiminum og við erum því að keyra inn í undirbúning fyrir næstu heimsstyrjöld til að endurskipta auðlyndum heimsins. Eftir það kemur tími uppbyggingar og aðeins að lokinni þeim hagvexti sem fæst út úr því verður farið að tala um einkavæðingu. Þá stefnir svo aftur í hrun og ríkisvæðingu.

Það haustar að og vetur í vændum. Það lítur ekki út fyrir að við séum vel undirbúin undir hann.