fimmtudagur, 2. október 2008

Rausið í Davíð.

Fréttablaðið fullyrðir að Davíð Oddsson vilji þjóðstjórn hér. Ef rétt er þá ætla ég að láta það fara í taugarnar á mér. Fyrir mér er Davíð seðlabankastjóri en ekki stjórnmálamaður.

Hann hefur að vísu alltaf haft horn í síðu þessarar ríkisstjórnar og þetta því kannski kjörið tækifæri til að leggja þetta til. Er ekki í aðstöðu til að leggja mat á það hvort hugmyndir er góðra gjalda verð sem slík en finnst hreint ekki eðlilegt að Davíð sé að tjá sig um þetta.

Akkúrat núna þurfum við sterka og samheldna ríkisstjórn sem nýtur trausts. Að rjúka núna til og strá efasemdum með þessum hætti finnst mér afleitt og vanhugsað. Enda vandséð hvað þeir flokkar sem utan ríkisstjórnar standa hefðu til málanna að leggja. Hagsmunasamtök á vinnumarkaði gætu aftur á móti komið að með gagnlegum hætti en það efast ég ekki um muni gerast við núverandi skipan ef Guðmundur Gunnarsson fær ekki að ráða.

Hitt er svo annað að hugsanlega væri fínt að fá einhvern með Sjálfstæðisflokknum í baráttuna við efnahagsmálin því Samfylkingin er stikkfrí þar. Ekki mér að kenna er sagt. Ef ég réði værum við í Evrópusambandinu og allt í gúddí.. Og málið útrætt og Samfylkingin með fjarvistarsönnun.

Kannski veitir bara ekkert af utanðkomandi aðstoð. En Davíð á ekkert að skipta sér af því.

Röggi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg er ég sammála því að það vanti meira punch frá Samfó í efnahagsstjórnina. Held það sé fullreynt að Sjálfstæðisflokkurinn ræður engan veginn við verkefnið.

Nafnlaus sagði...

þegar göggi segir að dabbi er er þá ekki alt sagt sem segja þarf
kv. baddibæk

Nafnlaus sagði...

þegar Röggi segir að dabbi sé ruglaður er þá ekki alt sagt sem segja þarf

baddibæk

Nafnlaus sagði...

Röggi... ertu nú loksins farinn að sjá að Dabbi er ekki í lagi og vilji þessa stjórn feiga? Váá. Batnandi mönnum er best að lifa. Til lukku með þetta, að vera búinn að átta þig á því að Davíð O. er mesti skaðvaldur íslensks efnahagslífs, fyrr og síðar.

Samfylkingin hefur bent á lausnina en X-D hefur fylgt þvermóðsku og skapgerðarbrestum Davíðs- og þú líka fram til þessa.

Þetta er þó líklega of seint en vonandi sjáið þið þetta núna og horfðist í augu við ástandið og gerið ykkur grein fyrir ábyrgð ykkar, þín líka Röggi, á stöðu landsmála (fjármálahruninu) ekki síst eftir allt bullið sem þú hefur látið frá þér fara hér og víðar.

Fyrirsögnin ætti að vera Röggi er vaknaður!!!

Góðar stundir.