mánudagur, 17. nóvember 2008

Enn og aftur um Steingrím....

það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að skrifa einn ganginn enn um Steingrím J og VG. Mér sýnist í fljótu bragði sem þessu tæplega 30% flokkur, ef marka má skoðanakannanir, sé að mestu algerlega liðónýtur þegar kemur að því að stunda stjórnsýslu.

Enn tuður æðstipresturinn yfir því að yfirvöld eru að reyna að koma undir okkur fótunum aftur. Blessaður maðurinn lætur eins og um fjölmargra góða kosti sé að ræða.

Við höfum vondan málsstaða að verja og höfðum allan tímann. það er auðvitað á mörkum þess siðlega að ætla að verja innistæður sumra en ekki annarra. Við bara föttuðum það ekki enda þjóðaríþrótt hér að gera þetta svona. Aðrar þjóðir tóku þetta ekki í mál.

Og þegar það gerðist áttum við enga kosti aðra en að standa okkar pligt. Þeir sem nú æpa hæst á aðild að ESB ættu að fagna, því ef við hefðum haldið því til streitu að standa okkur ekki hefði verið þrautin þyngri að komast í ESB ylinn enda regluverkið okkar ættað frá Brussel.

Hvernig væri nú að fjölmiðlar þessa lands settust nú niður með þessum óánægjumanni og bæðu hann að útlista fyrir okkur hvernig hann tæki á vandanum. Í þeirri stöðu sem nú er upp kominn skiptir akkúrat engu hvað honum hefur fundist um það sem gerðist undanfarin ár.

Núna þurfum við að fá að vita hvað hann vill gera. Ekki bara hvað hann vill ekki gera. Í þeirri stöðu sem við erum í núna er ekkigera stjórnmál nánast landráð. Kannski þurfum við annað fólk en núna er við stjórnvölinn.

En alveg er öruggt að það fólk er ekki Steingrímur J og félagar. Ég skora á fjölmiðla að pressa upp úr Steingrími hvað hans aðgerðaleysi myndi þýða fyrir heimilin í landinu og atvinnulífið til lengri tíma.

Röggi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist þetta blogg vera í harðri samkeppni við tuðið í Steingrími. Ég skal þola tuðið í ykkur báðum, ef ég og þjóðin þarf ekki að fara á hausinn. Einsog Þorgergður Katrín sagði á Föstudaginn, þá eru þetta skemmtilegir og spennandi tímar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En kannski viljum við frekar leiðinlegt tuð og "á móti öllu" fýlupokana eftir allt saman.
Doddi

Nafnlaus sagði...

Í þínum sporum hefði ég miklu meir áhyggjur af Geir Haarde sem á erfitt með að segja satt og stundar vægast sagt mjög vafasama stjórnsýslu.

Nafnlaus sagði...

Þú ert sú mesta kennara sleikja sem ég hef fyrir hitt á blogginu.
Ég renni yfir skrif þín annað slagið og ætla rétt að vona að þú hafir fengið enhverja bitlinga fyrir tuðið. En ef ekki þá haltu áfram á þessari braut hver veit nema Geir fari að taka eftir þessu hjá þér og þú uppskerir sem þú sáir.
steini

Nafnlaus sagði...

Steingrímur hefur sett fram sem kröfu að fá alla stöðuna upp á borðið og vill síðan fara í lýðræðislegar umræður um hvernig skuli bregðast við. Stjórnarliðar geta ekki sakað fólk sem engar upplýsingar fær um að hafa engin svör. Það er þitt fólk sem leynir löndum sínum upplýsingum um fjárhagstöðu þeirra og það er VG sem er að reyna að fá upplýsingar fyrir okkur svo við þurfum ekki endalaust að geta í eyðurnar. VG ætlar sér einmitt ekki að stýra þessu einn og óstuddur heldur veit hann að hann þarf 300.000 vinnandi manneskjur með sér ef eitthvað á að ganga. Þess vegna er það stefna VG að koma valdinu aftur til fólksins og endurvekja þannig trú almennings á framtíð hér á landi. Einræðisstefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur stýrt hérna öllu síðustu áratugi með mismunandi veikum hækjum er efnahagslega, siðferðislega og valdapólitískt gjaldþrota og það mun ekki breytast alveg sama hvað þú reynir að kenna stjórnarandstöðunni um vandann.
Héðinn Björnsson