mánudagur, 10. nóvember 2008

Er ESB með ofbeldi í okkar garð?

Nú les maður að ráðherrar ESB séu að reyna að kúga smáþjóðina til að borga skuldir einkafyrirtækja í löndum ESB. Reglur ESB gerður reyndar ekkert til að koma neinum böndum á bankana eins og við vitum öll.

Bretar og Hollendingar virðast vera með gjaldeyrissjóðinn í skrúfstykki. Stórþjóðirnar hika ekki við blanda málum sínum saman við faglega umsókn okkar um lán.

Nú gæti liðið hratt að ákvörðuninni. Um það hvort við látum vaða og reynum að fara í ESB eða snúum okkur annað eftir bandamönnum. Ég er ekki viss um þvinganir ESB og Breta og Hollendinga eigi eftir að verða vatn á myllu aðildarsinna.

Spennandi tímar...

Röggi.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Faglega umsókn" okkar um lán?
Þá á grundvelli faglegrar fjármálastjórnunar?

Nafnlaus sagði...

EES reglurnar segja að allir íbúar EES eigi sama réttinn í svona málum. Sem þýðir að ef Íslenska ríkið ætlar að ábyrgjast allar innistæður Íslenskra einstaklinga og fyrirtækja í bönkunum, þá eiga þeir að gera það sama fyrir alla aðila innan EES. Þar með talið icesave. Þetta er sjálfsagt og eðlilegt, en það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að strika út allar innistæður Íslendinga. Stjórnmálaferillinn yrði búinn.

Nafnlaus sagði...

Faglega umsókn? Heldur þú í alvöru að Icesave lánið sé annað mál en IMF lánið? Myndir þú lána fólki sem borgar ekki lánin sín til baka? Eða segir að þær séu "óskylt" mál þótt þarna séu að hluta til sömu aðilar að lána okkur?

Myndir þú lána fólki sem er með fjármálastefnuna "tökum erlend lán til að borga erlendu lánin sem komu okkur í klípu" ?

Helga

Nafnlaus sagði...

Þetta er hárrétt hjá Helgu.

Ef við borgum ekki það sem klárlega var í ríkisábyrg varðandi Ice Save þá erum við að gera það sama og V.G. hafa sagt okkur að gera: henda bara reikningunum.

Það lánar enginn skussum og það er enginn að beita okkur ofbeldi nema fjárglæframennirnir, stjórnmálamennirnir okkar og eftirlitsstofnanairnar sem brugðust okkur.

Við getum ekki sýnt fingurinn með hægri hendinn þeim sem við skuldum og biðlað til annarra með þeirri vinstri.

Við þurfum að semja um þær skuldir sem við erum klárlega ábyrg fyrir og láta reyna á hitt fyrir dómstólum ef annað dugar ekki.

Nafnlaus sagði...

Fara hingað og lesa Baldur. Þessi bloggfærsla hér hér að neðan útskýrir þetta mjög vel:

http://www.baldurmcqueen.com/

Nafnlaus sagði...

"......Nú gæti liðið hratt að ákvörðuninni. Um það hvort við látum vaða og reynum að fara í ESB eða snúum okkur annað eftir bandamönnum."

Að ganga í ESB er ekkert eins og að kaupa pop og kók í bíó. Ef menn ákveða að skoða þetta nánar, þá tekur það mörg ár. Svíar tóku sér t.d. 2-3 ár áður en þeir ákváðu að kjósa um hvort þeir ættu að taka upp evruna. Felldu það síðan með 50% mun. Þeir höfðu gefið sér amk 3-4 ár ef þetta yrði samþykkt og þangað til evran yrði tekin upp.

Hvaða rugludöllum dettur það í hug að Sjálfstæðisflokkurinn geti ákveðið á miðju kjörtímabili að breyta um kúrs í þessu máli, kvótamálinu, landbúnaðarstefnu, peningamálastefnu og öðrum mikilvægum málum án þess að rjúfa þing og boða til kosninga? það kemur ekki til greina.

Í stjórnarsáttmálanum stendur að ESB aðild sé ekki á dagskrá. Hún er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Svo einfalt er það.

Þeir sem þekkja þetta ESB telja að ef menn myndu byrja að vinna málin með inngöngu í huga, þá tæki það amk. sex ár að fara inn. Það þarf að samþykkja aðild með meirihluta þingmanna. Síðan að rjúfa þing, mynda nýja ríkisstjórn og aftur að samþykkja með meirihluta þingmanna. Þetta þarf að gera ætli menn að breyta stjórnarskránni.

Það verður aldrei mynduð meirihlutastjórn sem myndi gera þetta. Af hverju? Af því meirihluti framsóknar er á móti. Meirihluti sjálfstæðisflokks er á móti og Vinstri grænir alveg á móti. Samfylking gæti myndað stjórn með einhverjum sparðatíningi úr framsókn og sjálfstæðisflokki. Hversu sterk stjórn yrði það? Myndi sú stjórn geta rofið þing, og myndað sömu stjórn aftur? Aldrei, aldrei nokkurn tíma.

Nú þarf að leysa mál bófanna. Reyna að komast í botn á þessum málum, hvað við skuldum, hverjum við skuldum og hvað mikið. Síðan þarf að finna einhverjar leiðir til að borga. Þetta er mikið og erfitt verkefni. ESB og Evran kemur því akkurat ekkert við.

Fréttablaðið er farið á hausinn. Næst fer stöð 2. Þá gæti nú farið að jafnasst aðeins þessi ESB manía sem hefur tröllriðið öllum fjölmiðlum undanfarið, og þá færi fólk að sjá að esb er ekkert hókus pókus tæki. Líklega værum við verr stödd þar inni í dag en fyrir utan.

Nafnlaus sagði...

Við skuldum ekkert í þessu Icesave hruni. Við settum á fót Tryggingarsjóð eins og reglur kveða á um og hann á að borga. Allt umfram það sem er í sjóðnum er því miður bara tap fyrir þá sem lögðu þarna inn. Ríkissjóður ber enga ábyrgð utan við þennan tryggingarsjóð.

Nafnlaus sagði...

Baldur Mcqueen er búinn að lofa fólki að hætta að blogga og svo heldur hann áfram. Það og Icesave. Hörmung íslenskrar þjóðar er mikil.

Nafnlaus sagði...

SMJÖÖÖÖRRRKLÍIIIPPPPAAAAA

Nafnlaus sagði...

Eins og Bismark sagði svo réttilega:
Þjóðir eiga ekki vini, aðeins hagsmuni!

Það er því ekki hægt að væla yfir því að illa sé farið með okkur, stjóŕnvöld okkar hafa trassað það að byggja upp nægjanlega gott samband við önnur ríki til að gera svona framkomu ómögulega fyrir þessi ríki.

Ef stjórnvöld telja að ríkisstjórnir þessara landa séu að hlunnfara okkur eða beita okkur fantabrögðum væri besti leikurinn að útskýra það fyrir almenningi í þessum löndum, t.d. með heilsíðuauglýsingum.

Héðinn Björnsson

Nafnlaus sagði...

Vandamálið er að það er engin þjóð í Evrópu með eins últra hægri sinnaða stjórn (svipaða og repúblíkanana í USA) og Íslendingar.
Allir eru með miðjuflokka eða jafnvel aðeins vinstra megin við miðju.
Þeir sjá auðvitað allir hver orsökin fyrir ástandinu er, óheft græðgi óhefts kapitalismanns.
Meðan stjórnin er við lýði sem olli þessu ástandi, gerir þjóðin sig meðseka.

Nafnlaus sagði...

Með inngöngu í ESB erum við að gefa frá okkur náttúruauðlindirnar og leyfa ESB að ráða okkur. Það mun koma miklu fleira fólk hingað til að búa og ísland mun spillast. Hvaða vald myndum við 300.000 manna þjóð hafa á ákvarðanir ESB sem milljónir manna búa í? Hvaða hjálp fengum við frá "vinum okkar" í ESB eða bandaríkjunum þegar á þurfti? Þeir gerðu bara allt verra.
þeir sem ennþá heimta að ganga í ESB eftir það hvernig þeir brugðust okkur, eru eitthvað léttir í kollinum eða föðurlandssvikarar!

Nafnlaus sagði...

Með inngöngu í ESB erum við að gefa frá okkur náttúruauðlindirnar og leyfa ESB að ráða okkur. Það mun koma miklu fleira fólk hingað til að búa og ísland mun spillast. Hvaða vald myndum við 300.000 manna þjóð hafa á ákvarðanir ESB sem milljónir manna búa í? Hvaða hjálp fengum við frá "vinum okkar" í ESB eða bandaríkjunum þegar á þurfti? Þeir gerðu bara allt verra.
þeir sem ennþá heimta að ganga í ESB eftir það hvernig þeir brugðust okkur, eru eitthvað léttir í kollinum eða föðurlandssvikarar!

Nafnlaus sagði...

nf. gjaldeyrir
þf. gjaldeyri
þgf. gjaldeyri
ef. gjaldeyris



Einar E.