miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Flottur forstjóri Landspítala.

Nú er fyrirsjáanlegur niðurskurður sem mun ná til allra með einum eða öðrum hætti. Ríkið verður líka að spara og þá byrjar venjulega mikill harmagrátur. Á sumum sviðum er sparnaður erfiðari en öðrum eins og gengur.

Í heilbrigðskerfinu hefur öllum sparnaðar og hagræðingartillögum verið tekið mjög illa. Forstjórar hafa farið mikinn venjulega og talið sparnað útilokaðann. Þess vegna var sérlega ánægjulegt að sjá lítið viðtal við nýráðinn forstjóra Landspítalans í gær.

Þar kvað við nýjan tón. Hún taldi þetta allt gerlegt og var jákvæð og bjartsýn. Með skynsemi og skipulagningu væri þetta mögulegt og það án þess að skerða þjónustu. Öðruvísi mér áður brá.

Ég efast ekki eitt augnablik um að þetta verður snúið i framkvæmd. Fitan sem safnast hefur utan á ríkisrekið heilbrigðiskerfið verður ekki svo auðveldega skorin af. Starfsfólkið mun líklega andmæla eins og vant er enda ekki í vinnu hjá rikinu heldur öfugt.

Svona finnst mér að forstjórar í vinnu hjá ríkinu eigi að vera. Rífast og berjast fyrir auknum fjárheimildum við ráðherra á réttum vetfangi en koma svo fram af fagmennsku út á við. það er jákvætt og býr til góða umgjörð um reksturinn og þær breytingar sem óhjákvæmilegt er að gera. Sjúklingum og starfsfólki mun bara líða betur í stað þess að selja fólki endalaust þá hugmynd að viðkomandi sjúkrahús sé sífellt í svelti og geti ekki staðið sig.

Fram til þessa hafa sjúkrahús forstjórar yfirleitt hlaupið í fjölmiðla og kvartað. Það er trúnaðarbrestur gagnvart yfirvöldum og ætti ef allt væri eðlilegt að reka slíka menn. Hvernig ætli yrði tekið á forstjóra í einkageiranum ef hann hlypi í fjölmiðla til að úthrópa vinnuveitendur sýna vegna ákvarðana sem þeir þurfa að taka?

Er harðánægður með þennan nýja forstjóra.

Röggi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geri ráð fyrir að þú hvorki hafir verið lagður a spítala né sért í sambandi við nokkurn í heilbrigðiskerfinu miðað við þessi skrif.

Vandlætting þín á heilbrigðisstarfsmönnum ætti að vera þér til skammar.

Nafnlaus sagði...

Þú ert greinilega úr stjórnmálaskóla Valhallar (stuttbuxnadeildinni). Virðing þín fyrir starfsfólki heilbryggðiskefrisinns sýnir það.

Depill sagði...

Hmm vegna þess að Röggi er að verja það að landsspítala forstjórinn kemur út og segist ætla að reyna í helstu mun að ekki fækka starfsfólki heldur að banna yfirvinnu ?

Vá skelfilegt, fólk fær ekki yfirvinnu og fleirra fólk fær að halda vinnunni ?

Mér lýst mjög vel á þessi skrif og nýja forstjórann. Landsspítalinn er ekkert annað enn fyrirtæki og þegar það verða miklar breytingar ( í rekstri fyrirtækja eða samfélags ) þá verða mótmæli, það er eðli þess. Ég er hins vegar ekki einu sinni xD maður þannig ekki hægt að saga mig um að vera frá Valhöll.

Nafnlaus sagði...

......eða forstjóra hjá einkafyrirtæki sem léti bara allt fara á hausinn og almenning borga brúsann, nú eða forstjóra fyrirtækis sem sæi um einkarekstur fyrir heilbrigðiskerfið og léti bara allt fara á hausinn án þess að bera nokkra ábyrgð.

Settu hlutina í samhengi Röggi.

Halldóra

Nafnlaus sagði...

Ég botna ekkert í þessum tveim fyrstu athugasemdum við færslu þinni - "vandlæting á heilbrigðisstarfsmönnum"o fl.?????
Ég hef hvergi annarsstaðar unnið en í heilbrigðisgeiranum og lengst af á LSH og ég er þér algjörlega sammála Röggi.
Ég fékk mjög mikla trausts tilfinningu á nýjum forstjóra.
Kv Doddi

Nafnlaus sagði...

Já, spurning hvernig að hagæræðingunni verði staðið. Sjálfur vinn ég hjá ríkisfyrtæki og það hefur hagræðing verið lykilorðið. Hef haft það á tilfinningunni frá því ég byrjaði að starfa þarna að ég væri að starfa hjá gjaldþrota fyritæki. En hagræðingin hefur aðalega verið á þann veginn að þeir sem lægst hafa launinn hefur fækkað,en yfirmönnum fjölgað. Spurning hvernig það verði hjá LSH?