þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Gjaldeyrinn heim.

Okkur vantar gjaldeyri. Og það snarlega því ef ég hef trausta heimildarmenn þá er gjaldeyrir seðlabankans hreinlega að verða uppurinn. Varla þarf að ræða hvað það þýðir ef rétt reynist.

Á meðan sitja útgerðarmenn og fleiri á gjaldeyri sínum erlendis og koma ekki með hann heim. Þrýstingur á að menn sýni ábyrgð og komi með þessa peninga heim hlýtur að fara að aukast.

Og kannski ekki alveg ólíklegt að þær raddir sem vilja hreinlega hætta að notast við kvótakerfið verði háværari og fleiri. Hugsanlega ætti bara að fara að hóta útgerðinni að það muni gerast ef þessi leikur heldur áfram. Öllu skipt upp og gefið upp á nýtt.

Ég þekki fólk sem hingað til hefur ekki mátt heyra á þetta minnst ræða þetta af alvöru nú þegar menn þykjast sjá þessar tilhneigingar....

Röggi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kem ekki með minn gjaldeyrir heim fyrr en einhverjir axla ábyrgð og stíga frá. Afhverju á ég að treysta krónunni frekar en erlendir aðilar. Afhverju á ég að fara að fyrirmælum ríkisstjórnarinnar. Þetta er ekki mín ríkisstjórn, ég afneita henni, og treysti henni ekki til þess að tryggja að krónurnar sem ég fæ fyrir gjaldeyrinn minn verði einhvers virði eftir nokkrar vikur. Auðvitað kem ég ekki með gjaldeyrinn minn fyrr en krónan er komin á flot - svo einfalt er það.

Nafnlaus sagði...

hvernig á að koma með gjaldeyrinn heim? Það tekur margar vikur og enga aðstoð að fá frá yfirvöldum. Yfirvöld vilja ekki einu sinni fresta eða gefa greiðslufrest á kröfum sínum, þó vitað sé um erfiðleika að koma peningum heim. Þannig taka þeir ekki gilda fullnaðargreiðslu sem lögð er inn á reikning Seðlabankans í Þýskalandi í evrum. Og svo ætlast menn til að það sé sérstakakur áhugi fyrir þvíað koma með meiri gjaldeyrinn heim.

Nafnlaus sagði...

Það er best að eiga gjaldeyririnn í banka erlendis.Bankar hér eru ekkert sérstaklega traustir,manstu.
Svo er betri aðgangur að aurunum þegar við flytjum úr landi.
Það verður gaman að hefja nýtt líf í einhverju lýðræðisríki
Bless

Nafnlaus sagði...

Röggi, fólk er að leita leið til þess að taka allt sitt ÚR landi, eins og staðan er.

Finnst þér líklegt að fólk hafi trú á núverandi valdhöfum eins og þeir hafa höndlað ástandið fram til þessa?

Hér er hver höndinn upp á móti annarri og menn koma sér ekki saman um eitt eða neitt. Bestu fyrirtæki eru á leið í gjaldþrot og nýjar óþekktar stærðir að verða atvinnulausar.

Nei, ég held að flest fólk sem getur séð að leita leiða til að koma sér og sínu úr landi, þeir sem geta það, til að geta byggt upp nýtt líf.

Mér finnst stundum eins og þú vanmetir illilega hversu slæmt ástandið er í raun og veru.

Wake up