mánudagur, 25. febrúar 2008

Heimsóknartímar.

Nú er ég að hugsa um heimsóknartíma sem enn eru við lýði á sjúkrahúsum hér. Hef því miður persónulega reynslu af þessum málum því fársjúkur faðir minn hefur undanfarið verið á gjörgæsludeild þar sem umönnun er frábær og stöðug en fer nú á almenna deild þar sem ummönun er auðvitað frábær líka en ekki stöðug.



Á gjörgæsludeild háttar þannig til að heimsóknir eru frjálsar og óhætt að segja að það er eins og ég vill hafa það. Á almennum deildum er ætlast til þess að tveir tímar á dag nægi. Það skil ég engan veginn. Hver er tilgangurinn með því að meina ættingjum að heimsækja sjúka?



Er auðvitað ekki að tala um fólk sé æðandi um með háreysti og kannski með börn með sér. En á deildum sem sannarlega eru undirmannaðar og í tilfellum þar sem sjúklingar þurfa svo sannarlega mikið eftirlit þá bara skil ég ekki neitt í svona systemi.



Geri mér fulla grein fyrir því að hjúkrun er ekki á færi hvers sem er enda er ég alls ekki að tala um að aðstandendur komi í stað hjúkrunarfólks. Hins vegar er enginn vafi í mínum huga að þeir geta verið til góðs og ég sé reyndar ekki hvernig það gæti verið öðruvísi.



Það hlýtur að verða að vera einhver sveigjanleiki í þessu. Ég áskil mér fullan rétt til þess að reyna að fara á svig við stífustu reglur í þessu sambandi. Það er minn réttur. Og pabba líka.

Röggi.

Engin ummæli: