laugardagur, 9. febrúar 2008

Hvað kostar eitt stykki forseti?

Ég hef ekki humynd um hvað eitt stykki forseti í bandaríkjunum kostar. Sé það á fréttum að duglega þarf að safnast af peningum daglega til að halda út forkosningaslaginn. Hvaðan koma þeir?

Eru samkskotabaukarnir svona öflugir. Eru einhverjar líkur á því einn daginn að forseti bandaríkjanna verði algerlega frjáls og óháður. Eru þessir aðilar ekki meira og minna í vasanum á einhverjum auðmanninum eða mönnum? Í þessu tilliti sé ég ekki reginmun á flokkunum.

Stefnir ekki í þetta hjá okkur líka?

Röggi.

Engin ummæli: