mánudagur, 4. febrúar 2008

Kuldakast hjá Eiði Smára.

Þá er Eiður Smári dottinn aftar á merina en undanfarið. Góður dagur í hans fótboltalífi þýða 10 leikmínútur. Ef hann fær þá að klæða sig. Og það þrátt fyrir að stórstjörnur sú fjarverandi við skyldustörf í Afríku.

Mín kenning er að Barcelona hafi ákveðið að reyna að stilla honum út í janúar gluggann og því notað hann óhóflega mikið frá miðjum desember og út janúar. Hafa hann til sýnis ef ské kynni að einhverjum dytti í hug að bjóða í gripinn.

Hann sýndi að mínu mati akkúrat ekkert á þessum tíma sem gerir hann að eftirsóknarverðri söluvöru. Reyndar tárast fréttamenn hér yfir hverri sendingu sem hann á en betur má ef duga skal.

Hann getur þetta allt saman. En bara gerir það ekki.

Röggi.

Engin ummæli: