þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Tvöþúsund og eitthvað.

2, eitthvað milljarðar. Við erum að verða ónæm fyrir orðinu, milljarður. Þetta þótti stór tala fyrir nokkrum árum áður en stórstjörnur viðskiptalífsins riðu hér húsum. Nú er þetta orð á allra vörum bara. Hversdagsleg tala.

Jón Ásgeir er formaður stjórnar fl group og hann skilur ekki bofs í þessari tölu. Lætur eins og hún komi honum í opna skjöldu og hann hafi bara ekki áttað sig á hvað Hannes væri að gera þegar hann þurfti þessa upphæð í annan kostnað óútskýrðann. Hver trúir svona þvaðri? Hann er bara hvítþveginn. Eins og oft áður.

Ég var að fatta að þetta eru tvö þúsund og eitthvað milljónir. 2 000 og eitthvað. Pæliði í því...

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var ekki sérfræðiaðstoð og lögfræðikostn. eittþúsundogþrjúhundruðmilljónir til viðbótar.
Ef það er rétt, þá hafa tapast um það bil tíumilljónir á degi hverjum ef þeir hafa unnið alla laugardaga á árinu. Sem ég reikna með að hafi verið gert.Menn tapa ekki svona peningum í dagvinnu.

SHIT STINKS!!!!!!!!!

Nafnlaus sagði...

ætli við verðum ekki bara að fara að tala um þessar upphæðir í aurum...??? :)
einu sinni var 10.000 krónur stjarnfræðileg upphæð... heyrist varla núna, nema það sé farið með börnin "út að borða" í staldrið...