fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Kúnninn borgar sektina.

Þá hefur hæstiréttur komist að því olíufélögunum beri að greiða skaðabætur vegna samráðs. 70 milljónir eða svo. Er það ekki bara gott myndu flestir segja. Ég veit það ekki.

Olíufélögin hafa áður greitt háar sektir vegna sama brots. Ég hef efasemdir um þá ákvörðun. Hvaða tilgangi þjónar það að leggja févíti á þessi fyrirtæki? Hvert halda menn að félögin sæki féð? Nú til viðskiptavina sinna auðvitað, hvert annað. Niðurstaðan er þá sú að kúnnarnir eru látnir borga fyrir svindl forstjóranna.

Virkar undarlega á mig. Hvaða réttlæti er í því að refsa kennitölunni og því fólki sem nú vinnur hjá olíufélögunum? Hefur þetta einhver fælingaráhrif. Kristinn Björnsson og félagar hafa án efa nákvæmlega engar áhyggjur af þessu.

Hér þarf að breyta löggjöfinni svo hægt sé að refsa þeim mönnum sem taka ákvarðanir um að hafa rangt við. Þá kannski hugsa menn sig um tvisvar. Mér vitanlega hafa þeir sem reka olíufélögin í dag ekki gert neitt af sér. Og ekki viðskiptavinir þeirra heldur.

Samt þurfum við að borga.

Röggi.

Engin ummæli: