Hvað ætli hafi orðið til þess að mínir menn í borginni kláruðu ekki að ganga frá sínum málum? kannski að skoðanakönnunin sem sýndi að flokkurinn hefur ekki tapað fylgi hafi gersamlega ruglað menn í ríminu.
þetta er að mínu mati kattarþottur og ég velti því fyrir mér fyrir hvern þetta er gert. Eru hagsmunir Villa einu hagsmunirnir sem skipta máli? Get með engu móti skilið að maðurinn geti verið oddviti fyrir hóp sem ekki vill gera hann að borgarstjóra.
Ekki er hægt að þröngva leiðtogum upp á fólk? Þeir verða ekki handvaldir. Hver trúir því að eindrægni og samhugur riki innan hópsins eins og látið er líta úr fyrir núna? Hef margoft sagt að ég skil ekki af hverju þarf sífellt að láta líta út fyrir að allt sé í góðu þegar allir sjá að svo er ekki. Hagsmunir heildarinnar vikja fyrir einstaklingsins. Þetta á reyndar við um alla flokka en fer eingöngu í taugarnar á mér þegar minn flokkur stundar þetta.
Það að tapa trausti er algerlega vonlaust fyrir fólk sem hefur atvinnu af því að vera stjórnmálamenn. Þá skiptir engu hvort menn eru góðir menn eða ekki góðir menn.
Öll eðlileg og siðferðileg rök hníga að því að menn sem tapa trausti með jafn afgerandi hætti og Villi verði ekki í forsvari fyrir flokkinn í borginni. Ég hlýt að álykta sem svo úr því að meirihluti borgarstjórnarflokksins getur ekki komið Villa úr forystusveitinni að þá hljóti önnur öfl að halda verndarhendi yfir honum.
Þau öfl ætla að fórna minni hagsmunum fyrir stærri.
Röggi.
sunnudagur, 24. febrúar 2008
Minni hagsmunir fyrir stærri.
ritaði Röggi kl 21:35
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli