þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Þursinn Þórður.

Get alls ekki útskýrt með afgerandi hætti hvers vegna ég fór ekki að sjá og heyra þursana í höllinni. Upptekinn eða annars hugar kannski heppilegar skýringar en samt léttvægar. Ekki síst í ljósi þess að þursar eru og voru mitt uppáhald.

Allir þekkja snilld Egils en upp hafa vaxið margar kynslóðir sem ekki hafa hugmynd um að í þursunum er einn besti gítarleikari sögunnar. Þórður Árnason er snillingur, þannig er það bara. Það hefur verið ferlegt hvernig búið er að vannýta hæfileika hans árum saman í bandinu hans Kobba.

Þar hefur hann vikið fyrir mis misheppnuðum hljóðgerfla sólóum, oftast frá stjóranum. Les það nú í umsögnum um tónleikana að Þórður hefur engu gleymt.

Mæti næst.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Enda er hann Borgfirðingur og sem slíkur hittir hann í mark...





...Guðni