Þá er það skollið á óveðrið. Af fullum þunga og við finnum öll fyrir þunganum þó hann sé kannski ekki farinn að snerta okkur beint, ennþá. Nú er allt bara stopp. Tíminn hreyfist ekki og mig langar eiginlega ekkert í sundlaugina sem ég heimsæki á eftir. Fer samt...
Enda heldur lífið áfram. Glamúr og glæsilífið hjá Jóni Ásgeir og félögum sem hafa tekið þúsundir milljóna bæði úr bönkum og öðrum fyrirtækjum sem þeir hafa keypt og vélað með árum saman heldur væntanlega áfram líka eins og ekkert hafi í skorist.
Vonandi eru æ fleiri að kveikja á perunni. það að gagnrýna að þessir menn hafa farið eins og stormsveipur um allt þjóðfélagið og skuldsett okkur og bankana eins og þeir gerðu snérist aldrei um pólitík. Kannski kemur að því Jónína Ben fái uppreisn æru. Vonandi eru véfréttir um sjóði Glitnis alrangar þó ég bindi engar vonir við það.
Hrun Glitnis setti allt á annan endann endanlega. Hvenær kemur að því að menn hætta að hampa þessu liði og kenna Davíð um allt sem þessir aðilar hafa gert miður fallegt í sínum viðskiptum? Var ekki of miklu til fórnað?
Ef að líkum lætur mun fréttastofa stöðvar 2 tala um fleiri bankarán og þjóðin dansar bara með eins og undanfarin ár. Ruddaskapur stærsta eigandans í því máli verður aldrei toppuð. Ekki dettur mér í hug að eigendur Landsbankans munu haga sér þannig gangvart hluthöfum síns banka ef jafn illa fer fyrir þeim.
Hvar er nú fólkið sem vildi bara lána 48 000 milljónir til Glitnis með veðum í bílalánum? Hættum að hengja bakara fyrir smið og opnum augun. Þegar það tekst munu menn ekki sjá geðveikan seðlabankastjóra og spillta stjórnmálamenn.
Þá munu menn sjá hóp af mönnum sem gömbluðu með okkur öll. Sópuðu til sín peningum sem við þurfum síðan að borga fyrir þá. Þó er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þeirra velferð. Þær þúsundir milljóna sem höfðust upp úr krafsinu duga til að setja dropa á þotuna og fljúga á burt. Við hin sitjum eftir í skuldasúpunni og reynum að moka flórinn.
Röggi.
mánudagur, 6. október 2008
Arfleifð götustrákanna.
ritaði Röggi kl 17:35
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Það er bara alls ekki hægt að undanskilja pólitíkusana.
Þú hlýtur að sjá það (þó þú biljir kannski ekki viðurkenna það)
Hvernig væri að þið Sjálfstæðismenn axli ábyrð á fjármálastjórninni. Þið gerið örugglega ekki og sömu bjánarnir vera í Seðlabanka, Fjármála og forsætisráðuneyti.
Áttaðu þig á því Rögnvaldur að þessir "götustrákar" voru einfaldlega að nýta sér út í ystu æsar hugmyndafræðina að baki Frjálshyggjunni, sem þú og þínir aðhyllast.
Þetta er afleiðingin...það er ekki hægt að skammyrðast út í "götustrákana" án þess að stjórnmálamenn og þá sérstaklega Sjálfstæðismenn, fái sinn skerf líka.
Guðni
Götustrákagengið fékk nú heldur betur að leika sér í skjóli Davíðs og félaga.
Frekar ódýrt að taka bara atburði síðustu daga og hengja geislabaug á liðið
"Götustrákarnir" héldu sig innan þeirra reglna sem þeim voru settar. Það er í raun vafasamt að kenna þeim um hlutina, það voru aðrir sem áttu að fylgjast með þeim og halda aftur af þeim. Þeir aðilar brugðust.
Arfleifð Davíðs er ansi beiskur drykkur. Frelsið er yndislegt - er það ekki?
Röggi: Þetta gerðist allt á ykkar vakt!
"Hrun Glitnis setti allt á annan endann endanlega. Hvenær kemur að því að menn hætta að hampa þessu liði og kenna Davíð um allt sem þessir aðilar hafa gert miður fallegt í sínum viðskiptum?"
Hver olli hruni Glitnis og valdi þann kost sem "setti allt á annan endann"? Hann heitir Davíð Oddsson og það er mat erlendra, óháðra sérfræðinga að sú gjörð hafi ekki bara verið óheppileg heldur ummæli Davíðs um gjaldþrot Glitnis beinlínis "heimskuleg".
Veruleikaskyni þínu er greinilega verulega áfátt.
Það stendur ekki steinn yfir steini í fjarmálastjórninni.
Þetta tala menn sig ekki frá, það er til SKAMMAR ef ekki á að taka ábyrgð af glórulausri stjórn peningamála.
Hitt er rétt að "götustrákarnir" kveiktu eldana. En slökkvuliðið var með bensín í slökkvitækinu.
Tími Þorgerðar er kominn - Geir og Árni þurfa að taka ábyrgð á þessu klúðri - annað er til SKAMMAR.
Skrifa ummæli