Ekki vantar að bloggarar og brandarakarlar ryðjist fram núna og benda á hversu fullkomlega fáránlegt er að fjárhættuspilarinn Björgúlfur Guðmundsson skuli láta blaðið sitt taka við sig viðtal sem snýst að mestu um að hvítþvo karlgarminn af óráðsíunni.
Við sem höfum reynt án árangurs að benda á það árum saman að lög um eignarhald á fjölmiðlum skipta miklu máli látum okkur fátt um finnast. Besti vinur fjárhættuspilaranna, Ólafur forseti, tók að sér að tryggja þessu fólki þessi sérkjör um leið og hann þáði far í fínu einkaþotunum forðum.
Af hverju það þykir frétt núna að Björgúflur gamli skuli nú misnota moggann sinn skil ég ekki. Hinn fjölmiðla eigandinn, Jón Ásgeir er rétt nýbúinn að svívirða og eyðileggja fyrir lífstíð blaðamanns heiður starfsmanna sinna á stöð 2. Af hverju nennti enginn að nefna það?
Getur verið að það sé vegna þess að margir trúa því að hér sé verið að fjalla um pólitík? Hún snýst eins og allir vita um að halda með sínum hvað sem tautar og raular og varla er ég betri eða verrri en aðrir í þeim efnum. Það að þessu fólki var tryggður rétturinn til að eiga fjölmiðla voru án efa einhver mestu mistök sem gerð hafa verið í nokkurri forsetatíð frá upphafi.
Létt hugsandi fólk bendir réttilega á að kolkrabbinn gamli hafi ráðið hér öllu í fjölmiðlun árum saman. Það var afleitt og algerlega fráleit röksemdarfærsla að halda því fram að vegna þess að reynslan kenni okkur að það hafi verið mistök sé algerlega eðlilegt að viðhalda því að peningamenn þjóðarinnar eigi alla fjölmiðla líka. Ítalía hvað...
Hættum að láta stjórnmál rugla okkur gersamlega í ríminu. Gerendurnir í þjóðargjaldþrotinu hafa haft beinan hag að því að gera glæpi sína að pólitísku bitbeini. Framferði þeirra hefur ekkert með stjórnmál að gera. það mál snýst eingöngu um græðgi. og sjúkt viðskiptasiðferði.
Stjórnmál voru einfaldlega notuð hugvitsamlega. Og fjölmiðlarnir lika í skjóli þeirra sem töldu sig hafa hag af því að koma höggi á sjálfstæðisflokkinn hvað sem tautaði og raulaði.
Þess vegna ætti enginn að vera hissa á því að Björgólfur kallinn skuli nú beita eigninni í sína þágu. það er alltaf gert...
Röggi.
sunnudagur, 26. október 2008
Misnotkun fjölmiðla.
ritaði Röggi kl 01:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Röggi litli
Þú lýsir sjálfum þér mjög vel í þessum pistli. Þú ert einn af þeim sem tekur íþróttapólinn alltaf þegar talið kemur að samfélagsmálum. Svona KR-Valur dæmi:)
Þú sérð skaðann sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ollið þjóðinni en reynir samt smjörklípuaðferðina. Það gengur ekki, Röggi litli.
Hvað varðar misnotkun á fjölmiðlum þá hefur það orðið ÖLLUM (nema kannski þér) ljóst að Morgunblaðið hefur í gegnum áratugina (taktu eftir: áratugina) verið eins og Sikileyska Mafína og beitt sér í þjóðmálum (gjarnan gegn lýðræðisvilja) og misnotað vald sitt til að þóknast einum flokki, Sjálfstæðisflokknum, og eigendum sínum.
Það verður ekki séð að það hafi gagnast þeim mikið, óvinum þínum og flokksins númer 1, að eiga fjölmiðla, en það virðis koma Björgólfi ansi vel núna... enda ekki vanþörf á eftir að átrúnargoð þitt: Davíð Oddson afhenti þeim bankana á spottprís fyrir 6 árum.
Röggi Litli, get a life eða vaknaðu drengur og hættu að gera þig að fífli með þessum skrifum þínum.
P.S. Óvinir Rögga og vina hans í náhirð Davíðs eru auðvitað Baugsfeðgar ef það hefur fram hjá einhverum af þessum snillingum...
Það skal ekki gleymast að 365 Miðlar eru nú einn stærsti ef ekki stærsti hluthafi í Árvakri, sjá.
Svona drottningarviðtal er auðvitað ekkert öðruvísi en drottningarviðtöl 365 Miðla við sinn eiganda, sjá þetta og þetta.
En að þessi dagblöð skuli skipta eigendum sínum svona á milli sín er aðeins til þess að viðhalda þeirri ímynd að Morgunblaðið sé "málgagn Sjálfstæðismanna" og Fréttablaðið "Baugstíðindi". Ef þeir beina athyglinni að því sem aðgreinir blöðin, þá haldast lesendur aðgreindir í sínum skotgröfum og karpa um gömlu flokkapólitíkina og hluti sem engu máli skipta, í stað þess að taka afstöðu gegn lyginni og algjörri einokun á fjölmiðlamarkaði.
Kommenta kerfið er nú einu sinni þannig hjá mér að ég hvorki nenni né vill koma í veg fyrir að menn geti skrifað þar og gert sig að athlægi.
Stundum alveg pínulitlir menn sem ekki þora að setja andlit eða nafn aftan við stóryrðin.
Og ótrúlega oft menn sem sjá Davíð í öllu sem skrifað er. Legg eindregið til að menn leiti sér aðstoðar við þessu.
Tek það skýrt fram að Davíð las þessa athugasemd ekki yfir með mér...
Það að Jón Ásgeir hafi farið í viðtal á Stöð 2 til Sindra er alveg jafn fráleitt og viðtalið við Björgólf í mogganum -
eg held að allir séu sammála um það..
Og aumingjarnir fela sig á bak við nafnleynd viðmælandanna þegar þeir geta ekki svarað þeim.
Stærstu gerendurnir eru þeir sem við kusum til að gæta hagsmuna okkar. Svo einfalt er það. Röggi og bjánaherinn sem kýs Sjálfstæðisflokkinn er á fullu að reyna að spinna einhverja aðra sögu.
Skrifa ummæli