mánudagur, 11. febrúar 2008

Fúll.

Segi ekki margt en segi þó þetta. Stundum er slagurinn tapaður og miklivægt að reyna að lágmarka skaðann. Nú má ekki staldra við aukaatriðin.

Stjórnmálamaður sem þarf að eyða megninu af sinni starfsorku í að verja stöðu sína og heiður á að vikja. Mér er nokk sama hvort formaður flokks getur ekki tæknilega séð vikið manni úr stólum.

Geir á, ef hann ætlar ekki að verða rola ársins, hreinlega að ganga þannig frá máli Villa að hann fari úr borgarstjórn. Sjálfstæðismenn sjálfir af öllum stærðum og gerðum krefjast þess.

Allt þetta bannsetta yfirklór mannsins er móðgun við vitsmuni mína. Ég nenni ekki lengur að hlusta á skýringar og tuð þegar öllum er ljóst að góður maður reynist einn daginn misheppnaður pólitíkus.

Varla er langvarandi pólitísk heilsa sjálfstæðisflokksins minna virði en einn maður. Kýs að líta svo á að nú sé einungis verið að leita að heppilegu augnabliki fyrir Villa til að stíga níður.

Ekki þýðir að bjóða mér neitt minna en það.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þó ég sé ekki Iðnaðarráðherra tel ég næsta víst að þú sért velkominn í Samfylkinguna, Röggi.