fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Græðgi og ónýtir stjórnmálamenn.

Flott frétt hjá Helga Sejan í kastljósi gærdagsins um REI ruglið. Var næstum búinn að skrifa skemmtileg uppryfjun en þetta er auðvitað ekki skemmtilegt. Sorglegt kemst nærri því.

Stjórnmálamenn gera skýrslu um sjálfa sig og komast að þeirri niðurstöðu að vondir kaupsýslumenn hafi í raun platað allt og alla. Enginn hafi gætt hagsmuna OR í málinu. Hagsmuna borgarbúa, skattgreiðendanna, kjósendanna.

Til þess að þessi tilgáta geti gengið upp þarf tvennt. Gráðuga og víðáttu óheiðarlega businessmenn. Og svo hitt. Handónýta stjórnmálamenn.

Í þessu tilfelli voru bæði þessi skilyrði uppfyllt rækilega.

Röggi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Búin að bíða síðan í gærkveldi eftir að þú kommenteraðir, geðjast oftast af kommentum þínum.
Gróðapungarnir hafa alltaf verið litnir óhýru auga hjá landanum og látum þá liggja milli hluta.Og þá er spurningin, hvað eigum við að gera við pólitíkusana? Gera Vilhjálm að dómsmálaráðherra?Mér finnst einsog ég hafi lesið það á einhverri bloggsíðunni.Er hinn þögli meirihluti algjörlega máttlaus? Mín skoðun er sú að forysta sjálfstæðisflokksins eigi að þrýsta Vilhjálmi brott úr pólitík með þeirri skömm sem hann á skilið og enginn úr núverandi borgarstjórnarliði sjálfstæðisflokksins eigi að taka við af Ólafi Eff..þegar og ef af því kemur að hann hættir sem borgarstjóri og að flekklaus maður setjist í þann valta stól, ef flekklaus maður finnst.Ljótleikinn ríður ekki við einteyming í þessari Rei atburðarrás og krafa okkar Reykvíkinga er sú að skilyrðislaust verði sannleikurinn birtur okkur.

Nafnlaus sagði...

Það er auðvitað hræðilegt að eiga von á trúgjörnum borgarstjóra aftur þar sem hann er ólæs á ensku og verður að treysta að samningar séu eins og honum er sagt. Ég var vansæl yfir borgarstjóraskiptunum. Er hundóánægð með Ólaf og það hefur ekkert með heilsu hans að gera heldur baklandið ef eitthvað er og síðan hefði ég verið sáttari ef sjallar hefðu kosið að láta Hönnu Birnu í valdastólinn til að sýna að það væri EKKI valdagræðgi Villa sem breytti öllu.

Röggi sagði...

Frá mínum bæjardyrum séð er leitun að þeim borgarfulltrúa sem stóð vaktina í REI málinu. Stýrihópurinn kemst að því að vondir menn út í bæ hafi gabbað borgarfulltrúana.

Það er ódýrt en alveg í takt við það þegar Villi rak Hauk fyrir að vinna vinnu sem hann bar sjálfur fulla ábyrgð á. Ekki benda á mig. Rekum embættismenn.

Það er upphaf að glæstu skipbroti sjálfstæðisflokksins að tefla Villa fram. Hann er í þeirri ótrúlega stöðu að njóta hvergi trausts.

það var ekki að ástæðulausu sem fyrri leiðtogar flokksins gengu framhjá honum áratugum saman nánast.

Þeir vissu eitthvað sem við vissum ekki.

Fyrr en nú.