laugardagur, 2. febrúar 2008

Óli Tynes.

Ég hef nú undanfarið velt því fyrir mér fyrir hvað 365 borgar Óla Tynes laun. Hvað gerir hann eiginlega? Jú hann dundar sér við lestur frétta á bylgjunni á klukkutíma fresti endrum og eins. Slappari og daufari lestur er hvergi annarsstaðar hægt að heyra.

Hann er kannski skemmtilegur á vinnustað. Kannski snilldarfréttir eins og ekki fréttin um þingflokksformann sjálfstæðisflokksins sé ástæða fyrir því að hann er fréttamaður en ekki eitthvað allt annað. Hann las hana í kvöld eins og hann væri að lesa ævintýri fyrir börn á leikskóla.

Getur verið gott að hafa svona mann þegar snarvantar að fylla fréttatímann. Klassískt atriði. Svona spaugstofu atriði eiginlega. Snilld. Samt sorglegt eitthvað....

Röggi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mogginn byrjaði! Er mér sagt - ég kaupi hann sko ekki lengur.

Nafnlaus sagði...

Það sem hann gerir mest allan daginn er að skrifa fréttir á Vísi. Athugaðu hvort þú finnur "undarlegar fréttir" á Vísi, helst um naktar konur og myndskreytta með nöktum konum, og þá máttu vera viss um að hann hefur skrifað hana.

Nafnlaus sagði...

Maður alinn upp í Hlíðunum og talar með gervinorðlenzku ???????

Nafnlaus sagði...

Eru afrek þín fallþyngri en Óla ?
Ískaldur samanburður á köppunum Óla og Rögga ? Veit ekki, en veðja ekki á Rögga !

Röggi sagði...

Ískaldur samanburður á þeim sem skrifa undir nafni og hinum.

Nafnleysið felur vissulega nafnið, en ekki hugleysið.