Þjálfaramál HSÍ voru rædd af hita í þættinum utan vallar á sýn í kvöld. Fulltrúi HSÍ forn í skapi og hafði flest á hornum sér. Sló blaðamann moggans svo hressilega út af laginu að hann snarmóðgaðist og dró sig nánast í hlé. Þarna var líka nýdæmdur orðdólgur sem þjálfar stjörnuna í kvennahandbolta. Hann hélt upp heiðri sínum og kom sér upp þrasi. Kostulegt allt saman.
Málefnaleg umræða lögð til hliðar og engu líkara en menn hafi haldið að þeir væru á kaffistofu HSÍ en ekki í beinni. Slæm auglýsing fyrir handboltann.
Röggi.
fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Utan vallar.
ritaði Röggi kl 22:40
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þorbergur var bara í ruglinu. Hvað er maðurinn að meina með því að gefa uppi hvað átti sér stað í samningaviðræðum. Af hverju er hann að úthúða tveimur af þeim kandidötum sem komu til greina í starfið? Ívar gerði nákvæmlega það sem átti að gera í stöðunni, það þýðir ekkert að eiga orðastað við menn sem ekki hlusta, Ívar bað Þorberg að róa sig ... það var rétt hjá honum. Aðalsteinn reyndi að halda uppi rökræðum og fékk í staðin dónaskap og fyrirlitningu. Þorbergur var HSÍ ekki til sóma í þessum þætti.
Skrifa ummæli