.....og auk þess mæli ég með því að fólk kaupi sér diskinn með Hjaltalín.
Þvílík ropandi snilld.
miðvikudagur, 30. desember 2009
Hjaltalín
ritaði Röggi kl 21:02 1 comments
Svavar svívirðir löggjafarþingið
það er borin von að erlend ríki og þjóðarleiðtogar beri virðingu fyrir stjórnskipan hér landi þegar embættismenn eins og félagi Svavar Gestsson gerir það ekki. Gamli pólitíkusinn bara mætir ekki þegar honum ber að mæta til fundar við fjárlaganefnd. Er þessi embætismaður ekki á fullum launum hjá mér og þér og hefur hann ekki unnið sér það til frægðar á þessu ári að semja um Icesave? Í siðuðu þjóðfélagi þyrfti þessi karl nú að leita sér að annarri vinnu en hjá almenningi.
En kannski er gamla kommanum vorkun. Hann er því auðvitað ekki vanur að eitthvert lið niðri á þingi sé með moðreyk eða eftirgrenslan. Svavar er auðvitað í vinnu fyrir framkvæmdavaldið og því valdi kemur nú lítið við hvað löggjafanum finnst.
Við sjáum svona tilburði æ ofan í æ og erum flest bara hætt að taka eftir því eða er kannski bara alveg sléttsama. En okkur má ekki vera sama. Nú er rétti tíminn til að breyta þessu eins og svo mörgu öðru. Nú er lag....
Röggi
ritaði Röggi kl 15:12 5 comments
Ögurstundirnar
Nú líður að ögurstund í Icesave málinu. Flestir eru líklega hættir að nenna að setja sig inn í það mál lengur og vona bara að það hverfi einn daginn. það gerist því miður ekki og málflutingur þeirra sem klúðruðu því máli verður lengi í minnum hafður.
Allt frá því að félagi Steingrímur sagði þjóðinni að von væri á glæstri niðurstöðu samninga hefur málinu verið klúðrað og klúðrað svo aðeins meira. Málið er erfitt og snúið en við höfum ekki haft stjórnmálamenn með styrk og þor til að horfa framan í viðsemjendur okkar og því er staðan eins og hún er.
Góðir menn á þingi settust niður og náðu að lemja inn í klúðrið fyrirvara sem hver einasti maður virtist skilja að væru algerlega nauðsynlegir. Stjórnmálamaðurinn á Bessastöðum þurfti meira að segja að reyna að eigna sér umbæturnar með blaðri um að undir engum kringumstæðum mætti hvika frá fyrirvörunum.
það verður súrrealískt að fylgjast með Ólafi reyna að þvaðra sig i gegnum undirskriftina. Óafur er ólíkindatól og ég hef hugsað hvort honum gæti dottið í hug að skrifa ekki undir til þess að vera sjálfum sér samkvæmur og marktækur og ekki síður til að reyna að hífa upp löngu horfnar og óverðskuldaðar vinsældir. Ekki miklar líkur ha.....
Vesalings Þráinn Bertelsson ætlar að hafa það sitt eina verk á þingi að henda út fyrirvörunum góðu. Hvernig hann hefur týnt sér sjálfum eftir að hann settist á þing er ótrúlegt. En ekki kannski svo ófyrirséð...
Og það var algerlega ófyrirséð hvernig Steingrímur hefur umpólast. Hann hefur ekki einu sinni styrk til að reyna að verja fyrirvarana sjálfa. Maðurinn hlýtur reyndar að vera orðinn örmagna enda einn með málið í fanginu og samstarfsflokkurinn lamaður og á fullu stími í sínum eigin málum sem ganga reyndar þvert á það sem VG getur sett stafi sína undir.
Helstu rök ríkisstjórnarinnar virðast þau að nú sé verið að þrífa upp eftir aðra og því sé fullkomlega eðlilegt að klúðra málinu duglega! Steingrímur tekur síðan upp á því núna að ryfja upp afstöðu sína til inngöngu í ESB til að friða baklandið í flokknum en nýleg saga segir okkur að slíkar yfirlýsingar af hendi formanns VG halda hvorki vatni né vindi þegar á reynir.
Mér er eiginlega hulin ráðgáta hvað heldur þessari ríkisstjórn saman og það þrátt fyrir að ég taki með í reikninginn þrána eftir ráðherrabílum. Hún er þrotin að kröftum og hugmyndum enda þessir tveir flokkar eins langt frá hvor öðrum í stórum málum og hægt er.
Líf þessarar rikisstjórnar er ein stór ögurstund....
Röggi
ritaði Röggi kl 12:41 1 comments
þriðjudagur, 15. desember 2009
Álfheiður laus við iðrun
Álheiður Ingadóttir sér sko ekki eftir því að hafa stutt lýðinn sem reyndi með ofbeldi að ráðast inn á lögreglustöð til að "frelsa" einstakling sem hafði verið handtekinn í mótmælum á síðasta ári.
Enda hafi þetta allt borið árangur. Konan ruglar með hugtök og skilur ekki grundvallar reglur réttarríkisins. Hún telur að það sem hún kallar borgaraleg óhlýðni sé dyggð en borgarleg hlýðni sé skraut eða eitthvað ofan á brauð. Tilgangurinn helgar alltaf meðalið.
Hún tilheyrir hópi tækifærissinna sem telur að mótmæli eða stuðningur við tiltekinn málsstað veiti sjálfkrafa rétt til lögbrota bæði gegn valdstjórninni og öðrum borgurum. Ég hef aldrei skilið hvernig málsstaður það er sem krefst þess að fólk beiti ofbeldi. Ghandi er gleymdur hjá þessu fólki.
Látum vera að fólk safnist saman og brenni Norsk jólatré eða öskri sig máttlaust í reiði. Auðvitað má ekki með nokkrum hætti hefta rétt borgarana til að tjá skoðanir sínar hvort sem er í stærri hópum eða smærri enda er það ekki gert hér á landi, öðru nær.
En það má gera kröfu um að fólk virði líka rétt annarra til að hafa aðra skoðun. Og það má líka gera kröfu til þess að menn brjóti ekki gegn lögreglunni sem ekki gerir annað en að vinna vinnu sína. þetta er ekki frekja og þessar kröfur ganga í engu gegn rétti fólks til að tjá skoðanir sínar.
Fólk sem telur að ofbeldi bæti málsstað sinn er á villigötum. Og fólk sem telur eðlilegt að trylltur lýður ráðist inn á lögreglustöð er algerlega óhæft til að gegna trúnaðarstörfum fyrir mig. það liggur ekki í því að við Álfheiður Ingadóttir erum á sitthvorum kantinum í pólitík. Það liggur í grundvallaratriðum sem enginn vill í raun fórna. Nema þegar það hentar og þá aðeins um stundarsakir...
Álfheiður Ingadóttir er ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Röggi
ritaði Röggi kl 09:07 8 comments
mánudagur, 14. desember 2009
Arni þór og fundarstjórn forseta
Ég datt fyrir misskilning á milli mín og fjarstýringarinnar á sjónvarp frá alþingi. Þar stóð á skjánum að umræður um fjárlög stæðu yfir. En þingmenn höfðu séð ástæðu til að ræða fundarstjórn og það mun vera þeirra réttur.
Áratugum saman hafa þingmenn komist upp með allskonar trix í þinginu til að berjast, stundum fyrir góðum málstað, með æfingum og útúrdúrum eins og að ætla ræða fundarstjórn en gera það svo alls ekki.
Í kvöld var Árni Þór Sigurðsson forseti þingsins að gera sitt besta til að fá þingmenn til að halda sig við efnið. Mér sýndist vera komin talsverð kergja í alla aðila málsins og ég veit ekki af hverju það var en pirringurinn var augljós og forseti sakaður um að hygla stjórnarliðum og það sýndist mér hann reyndar gera. En það var ekki það sem ég tók eftir...
Ég var harðánægður með að Árni Þór skyldi reyna að fá þessa samkomu til að virka. Virðingin fyrir stofnuninni þolir alveg andlitslyftingu og í mínum huga stóð Árni Þór þarna í ströngu og það með réttu og þingheimur stórmóðgaður og ekki vanur slíkri "framkomu" forseta.
Ég veit ekkert hvort einhver vinna í nefndum og svik eða ekki svik á milli fylkinga í þinginu blandast inn í þetta eða ekki. En ég veit að í mínum huga á forseti þings að sjá til þess að menn vinni eftir þeim reglum sem gilda og sjá til þess þingheimur haldi sig við fyrirliggjandi verkefni.
það fannst mér Árni Þór vera að reyna. En af viðbrögðunum að dæma eru þingmenn ekki vanir slíku.
það finnst mér verra...
Röggi
ritaði Röggi kl 21:52 0 comments
sunnudagur, 13. desember 2009
DV og alvöru fjölmiðlun.
Nú ætla ég að tala um fjölmiðil. DV er gul pressa í hugum flestra og virðingin sem borin er fyrir blaðinu í samræmi við það. Þannig er það bara og engin þrætir í raun fyrir það. Hreinn Loftsson á það og rekur og ræður menn eftir því hvernig hann vill að þeir skrifi og hann ber því fulla ábyrgð á skrifum þess. Hann og vinir hans í hópi útrásarvíkinga. Þetta fólk er allt mjög trúverðugt eins og þekkt er og hefur ekki vílað fyrir sér að nota fjölmiðla sína.
Hreinn þessi hefur reyndar alltaf þrætt fyrir að hann og rekstur DV tengist Jóni Ásgeir með nokkrum hætti. Rétt upp hönd sem trúir því! Einhverntíma var sagt að Hreinn hafi farið til útlanda til að bera fé á Davíð Oddsson fyrir þennan sama Jón. Hver trúir því ekki í dag...? Svona skrif eru vissulega svolítið DVleg er það ekki og næstum þvi óþolandi?
Hreinn þessi Loftsson er með Reyni Traustason í vinnu við að skrifa blaðið sitt. Reynir veit hvernig best er að standa að þeirri vinnu. Frægar upptökur af samtali hans við starfsmann sinn segja allt um það hvernig samskipti eiganda DV við ritstjórann sinn fara fram.
Núna hefur klíkan ákveðið "að taka Bjarna Ben niður" eins og það heitir á fagmáli DV manna. Þá eru endurteknar fullyrðingar í blaðinu um að Bjarni sé útrásarvíkingur og sukki með fé í slagtogi við vonda menn. Þetta er endurtekið alveg óháð skýringum sem gefnar eru. Þessi aðferð er alþekkt og svinvirkar stundum sérstaklega í höndum sérfróðra fagmannna eins og hér er um að ræða.
Það stendur ekki upp á Bjarna að afsanna söguna. Það er skylda DV að sanna sitt mál. þannig er alvöru fjölmiðlun en ég er kannski fullbrattur að gera slíka kröfu á hendur DV.
Röggi
ritaði Röggi kl 21:50 2 comments
þriðjudagur, 8. desember 2009
Gunnar Helgi tjáir sig um undirskrift forsetans.
Gunnari Helga Kristjánssyni tókst að gera mér til geðs í speglinum eftir fréttir í kvöld. Hann kom mér þægilega á óvart þegar hann sagði forsetann vart geta annað en synjað undirskrift Icesafe laganna vilji hann láta taka eitthvert mark á sér og vera sjálfum sér samkvæmur.
Þetta vita allir auðvitað en fáir búast við að Ólafur láti smámuni sem þessa trufla sig þegar kemur að því að hann finni sig knúinn til að iðka stjórnmál frá Bessastöðum. Sagan vinnur ekki með karlinum í þessum efnum.
Kannski bjarga óhlýðnir stjórnarþingmenn Ólafi frá hneisunni í þetta skiptið...
Röggi
ritaði Röggi kl 21:05 1 comments
Tölvupóstarnir.
Vissulega er það vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina að slúðurnetsíður úti í heimi þurfi að upplýsa þing og þjóð um samskipti aðstoðarmanns Steingríms við AGS korteri fyrir kosningar.
Reyndar heyrðist mér félagi Össur segja í þinginu í gær að hér væri alls ekki um leyndarmál að ræða. það hefði bara enginn spurt! Hér er öllu snúið á haus og ekki betur séð en að ráðherrann telji þá að sofandahætti andstöðunnar sé um að kenna málið komst ekki á hámæli rétt fyrir kosningar. Óþefinn af málinu leggur til himins svo að í öll vit svíður.
Fréttin er ekki bara að ekki var sagt frá heldur ekki síður hvað var rætt. Og, hvað var sagt í aðdraganda kosninga við kjósendur. Mér sýnist þeir skattabræður Steingrímur og Indriði skulda skýringar.
Röggi
ritaði Röggi kl 08:46 6 comments
miðvikudagur, 2. desember 2009
Ráðherraábyrgð og kerfisvandi.
Nú styttist í skýrslu rannsóknarnefndar þingisins. Flest berum við miklar væntingar til þessarar vinnu og margir vilja sjá blóð renna í kjölfarið. Menn tala um ráðherraábyrgð og hvort einhverjum ráðherrum verði hugsanlega refsað fyrir aðgerðir eða aðgerðaleysi.
Þá kemur til kasta þingsins en nefndin er ekki dómstóll eins og margir virðast halda. Þingið mun þurfa að taka ákvörðum um þetta efni. Dettur einhverjum í hug að þingið ráði við það? Líklega ekki en vilja menn spyrja af hverju?
það er vegna þess að framkvæmdavaldið ræður ríkjum í þinginu en það er einmitt þetta sama framkvæmdavald sem hugsanlega þarf að refsa. Löggjafinn sem þarf að komast til botns í því hvort ráðherrar skuli sæta ábyrgð mun ekki eiga nokkra möguleika á því vegna þess að ráðherrar núverandi og fyrrverandi munu hefja styrjöld ásakana í þinginu með öllu tilheyrandi.
Og enginn verður þá niðurstaðan önnur en sú að virðingin fyrir þessari afgreiðslustofnun ráðherranna mun minnka enn frekar ef til þess er þá enn eitthvert svigrúm. Og enginn sætir ábyrgð.....
Allt ber að sama brunni þegar við ræðum um þingið okkar, þessu gömlu og virtu stofnun. Við verðum að fara að þrískipta valdinu eins og stjórnarskráin kveður á um og koma framkvæmdavaldinu út úr þinginu og út úr ákvörðunum sem það á ekki að véla um.
Við getum skipt út persónum og leikendum frá einum kosningum til annarra en kerfisvandinn hverfur ekki við það.
Er ég eini maðurinn sem sér þetta?
Röggi
ritaði Röggi kl 10:41 2 comments
þriðjudagur, 1. desember 2009
Ólína og þreytandi löggjafarþingið.
Ég hlustaði á Ólínu Þorvarðardóttur spjalla við Sif Friðleifsdóttir í morgunþætti rásar 2 í morgun um Icesave málið og fleira. Mér fannst gaman að heyra Ólínu nota einmitt þau orð um Icesave sem eiga við þó hún hafi snúið þeim upp á þá sem vilja fara aðra leið en Samfylking í málinu.
Málið er svo stórt og svo alvarlegt að ekki er hægt að kasta til hendinni eða að láta eins og nýjar upplýsingar skipti bara engu máli. Hvernig i veröldinni stendur á þvi að ráðherrar úr aðgerðaleysisríkistjórninni hafa ekki brugðið undir sig betri fætinum og farið á fund manna sem hafa á meðan þeir svínbeygja okkur haldið því fram annarsstaðar að þeir hafi til þess engan rétt?
Ólína og hennar fólk í ríkisstjórninni steig í pontu og talaði tárvott um að nú hafi þingið okkar sett sanngjarna og eðlilega fyrirvara við samkomulagið í sumar. Frá þeim yrði ekki hvikað og þingið myndi sjá til þess. Þeir sem hæst fóru vísuðu í langa sögu þings og lýðræðis sem nú hefði talað. Einhugur ríkti...
Vissulega hafa embættismenn þjóðanna talað sim rænulausa um málið mánuðum saman en við höfum erfiða reynslu af þeim viðræðum og undirskriftum þannig manna. það er á hinum pólitíska vetfangi sem við höfum brugðist. Jóhanna og Steingrímur hafa verið upptekin hér heima, ég veit ekki við hvað, og ekki séð sér fært að beita sér augliti til auglitis. Það mun ekki gleymast.
Vissulega hlýtur að vera þreytandi fyrir ríkisstjórnina að löggjafinn hafi áhuga á að ræða stöðuna og því líklega best að taka annað hvort ekki þátt eða að hrópa á torgum um málþóf og lýðskrum. Hið hrokafulla framkvæmdavald Samfylkingar og VG verður bara að þola það að þingið skuli andæfa þegar svona er komið.
Þingið á að gera það og þingið á að reyna að tryggja að ríkisstjórnir geti ekki svívrt ákvarðanir sem löggjafinn hefur tekið eins og nú er þegar fyrirvararnir við Icesave samkomulagið eru meira og minna felldir út.
Leynital Steingríms við formenn flokka sem ekki mega segja þjóðinni um hvað snýst er sérlega pínlegt úr munni hans. Tími ríkisleyndarmála af þessu tagi var liðinn hélt ég en hann er kannski bara runninn upp aftur. Öðruvísi mér áður brá.
Endilega segið okkur þjóðinni það sem þið vitið kæra ríkisstjórn svo við megum betur skilja af hverju þið eruð að lyppast niður varnarlaus í Icesave málinu. Og ekki mæta í útvarp til að kvarta undan þvi að löggjafinn vilji ræða málið.
Það er bara eitthvað svo 2007....
Röggi
ritaði Röggi kl 10:29 1 comments
fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Verðmerkingar á matvöru
Fréttastofa rúv fjallaði í morgun um verðmerkingar í matvöruverslunum og ekki að ástæðulausu. það er nefnilega þannig að viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að sætta sig við ótrúlegt viðskiptasiðferði. Menn hafa þurft að setja saman ný orð eins og hilluverð og kassaverð. Hvernig urðu þessi orð til?
þau urðu til vegna þess að alls ekki er víst að verðið sem þú sérð á vörunni þegar þú snarar henni í körfuna sé verðið sem þér er ætlað að borga við kassann. Hvurslags viðskipti eru það og af hverju er þetta ekki almennilega ólöglegt?
Hvernig er mögulegt fyrir okkur að gera verðsamanburð í svona umhverfi? Af hverju er þetta ekki einfaldað og ákveðið að verð að morgni sé verð að kvöldi? Verðbreytingar innan dags séu óheimilar og varði sviptingu verslunarleyfis að brjóta þær. Sektir við slíku eru hvort eð er sóttar í vasa neytenda.
Í minum huga snýst þetta system fyrst og fremst um að snúa á kúnnan en ekki að stunda samkeppni. Kúnninn á engan möguleika að á fylgjast með verðbreytingum frá degi til dags hvað þá frá einni mínútu til annarar. Verð sem verðlagseftirlitið kannar klukkan hálf fjögur getur breyst margoft til hálffimm.
Þetta er algert bull og þjónar alls ekki hagsmunum neytenda. Svona vitleysa gæti ekki viðgengist í neinum öðrum bransa en egnin takmörk virðast fyrir því hvað hægt er að bjóða okkur upp á þegar kemur að verslun með matvæli.
Röggi
ritaði Röggi kl 09:45 0 comments
miðvikudagur, 25. nóvember 2009
Að standa í lappir.
Í raun má segja að við búum við linnulausa stjórnarkreppu og höfum gert alveg frá upphafi búsáhaldabyltingarinnar og jafnvel fyrir hana. Þar sáum við heilan stjórnmálaflokk liðast í allskyns kvíslir stjórnlaust og þeir sem töluðu hæst. stærst og mest urðu ofan á. Stundarhagsmunir þess flokks réðu því í raun að ekki tókst að standa í lappirnar og snúa vörn í sókn.
Þessi flokkur heitir Samfylking. Enn finnr þessi flokkur sig í stjórn sem hann vill ekki vera í í dag. Hvernig stendur á þessu? Af hverju getur flokkurinn ekki unnið með öðrum?
Vissulega er flokkurinn að mestu stefnulaus ef frá eru skilin þau tvö stefnumál sem hann berst fyrir af krafti. Innganga í ESB og svo að vera í stjórn. Flokkurinn tekur svo afstöðu til annarra mála eftir hentugleika hverju sinni og svoleiðis stjórnmál eru erfið til lengdar.
Nú er það runnið upp fyrir Samfylkingunni að hann getur einna helst unnið með Sjálfstæðisflokknum. Þá vandast nú málið. Hvernig á að spinna upp þær aðstæður að sú stjórn komist á koppinn?
Össur og félagar hafa rekið höfuðið út í vindinn og finnst hann blása gegn skattahækkunum og gegn flestu því sem þessi aðgerðaleysisstjórn annað hvort gerir eða gerir ekki. Þá er komin upp þekkt staða.
Í stað þess að standa í lappir mun Samfylking reyna að finna undankomuleið þar sem samstarfsflokknum verður kennt um flest. þegar Samfylkingu þykir svo líklegast að kosningar muni vera hagstæður kostur verður látið til skarar skríða.
Samfylking er vissulega stór flokkur i þingmönnum talið en hún vissi ekki hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór og veit það ekki enn. Á meðan Samfylkingin er í þessari stöðu er allt eins líklegt að við munum búa við sífelldar stjórnarkreppur.
Röggi
ritaði Röggi kl 09:21 2 comments
föstudagur, 20. nóvember 2009
Kattarþvottur KSÍ
Ég veit ekki hvort kattarþvottur er nægilega gott orð yfir lausnina sem KSÍ fann á vandanum með kampavínsfjármálastjórann en ég nota það samt. Þetta er enginn lausn og gerir ekkert annað en að veikja stöðu formanns KSÍ sem var framkvæmdastjóri þegar ballið stóð yfir. kannski kemst KSÍ upp með þetta svona en það verður innan gæsalappa því staða KSÍ og orðspor hefur beðið hnekki sem stjórnin reynir ekki að lappa upp á.
Stuðningsaðilar stórir og smáir munu hugsa sinn gang og ekki kæmi mér á óvart að formaðurinn ætti erfitt KSÍ þing fyrir höndum næst.
Röggi
ritaði Röggi kl 10:19 9 comments
fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Jónas og andúðin á XD
Jónas Kristjánsson er merkilegur fýr. Hann fjargviðrast yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa skoðanir á því hvernig rauða höndin fer um allt þjóðfélagið núna með skattaofbeldi þegar hið augljósa blasir við. Núna þarf að skera niður og það miklu meira en þetta fólk getur eða þorir. Jónas hefur ekki skoðanir á þeim tillögum sem flokkurinn kemur með enda er málefnaleg umræða aukaatriði þegar Jónas á í hlut.
Jónasi finnst kannski að kjósendur Sjálfstæðisflokkins eigi ekki rétt á skoðunum sínum eða tillögum. Ofstæki hans í garð Sjálfstæðisflokksins er inn í merg og bein en gleymska hans gagnvart Framsókn og Samfylkingu áunnin fötlun.
En ég er líklega að gera óraunhæfar kröfur til hans.
Röggi
ritaði Röggi kl 13:36 11 comments
þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Hagavandinn
það ætlar að reynast þrautin þyngri að losa þau hreðjatök sem baugsfjölskyldan hefur. Nú er öllu tjaldað til og allir ræstir út til að verja vígið. Forstjóri Haga heldur hjartnæmar ræður um vinnuveitanda sinn og lýsir því nánast yfir að ef hann fær ekki að halda gullkálfinum sínum og beita ofurefli sínu muni matavöruverslun að likindum leggjast hér af.
Forystumenn ríkisstjórnar sem margir hafa fram til þessa haft allskonar skoðanir á afskriftum skulda eru nú skyndilega algerlega áhugalausir um slíka umræðu og telja sig ekki í stöðu til að hafa skoðanir. Hvernig stendur á því?
Vissulega er staðan snúin vegna þess að bankamenn hafa það verkefni helst að hámarka eignir versus skuldir. það er því beinlínis þeirra hagur að fyrirtæki eins og Hagar séu áfram með fáránlega markaðsstöðu og að þeir eigendur sem hafa mulið allt undir sig haldi áfram að gera það. þannig aukast líkurnar á því að meira fáist upp í skuldir.
Þær siðferðislegu spurningar sem brenna á þjóðinni vegna þessarar fjölskyldu ná ekki inn á borð bankastjóranna. Þeir eru í business og pólitíkusar geta varla ætlast til þess að þeir vinni skítverkin fyrir sig þegar kemur að því að setja og framfylgja eðlilegum leikreglum markaðarins.
Ég er einn af þeim sem vill ekki sjá pólitíkusa í bönkum en mér sýnist þó að eina leiðin til að koma í veg fyrir að þessi fjölskylda sitji áfram að skuldlausum kjötkötlum sé einmitt pólitísk inngrip því miður. Alveg afleitt staða...
... og líka vegna þess að við komumst ekki út úr vandanum nema að fella að stórum hluta niður skuldir atvinnulifsins sama hvað hver segir. Þetta held ég að margir skilji en samt er bara svo óþolandi að þessir örfáu aðilar sem settu okkur á hausinn haldi sínu striki.
Ég held að ég vilji gera undantekningar á öllum reglum til að reyna að koma í veg fyrir að það gerist,
Röggi
ritaði Röggi kl 08:47 0 comments
föstudagur, 13. nóvember 2009
ISG um Icesave
Auðvitað er Ingibjörg Sólrún óánægð með Icesave samningana. Og hún þekkir málið út í hörgul enda þetta mál á ábyrgð utanríkisráðherra flokksins í og eftir hennar tíð og auk þess hafði flokkurinn lyklavöld í ráðuneyti viðskipta.
Nú er heldur líklegt að Ingibjörg Sólrún verði bannfærð og sett í sama skammarkrók og forseti ASÍ og Mats Josefson. Þessu fólki hefur orðið það á að hafa skoðanir sem ekki passa aðgerðaleysisrikisstjórninni.
Varla er hægt að smyrja á þetta fólk annarlegum hvötum hvorki pólitískum né öðrum. Ég fylgist mað af andakt hvaða léttadrengir verða ræstir út til að reyna að setja ofan í við leiðtogann fyrrverandi.
Röggi
ritaði Röggi kl 14:42 0 comments
þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Vinstridelluhagfræði
það er að gerast fyrr en ég ætlaði. Ég átti von á að menn myndu þrjóskast við í eitt til tvö ár áður en þeir viðurkenndu að það hefðu verið mistök að hleypa vinstri mönnum lausum að stjórn landsins.
Hinar hefðbundnu lausnir vinstri manna eru herfilegar í góðæri en algerlega ónýtar við þær aðstæður sem nú eru. Nú skal allt drepið niður með glórulausum skattahækkunum og fólki sagt að það sé eina leiðin. Þarna eru flokkarnir tveir að rísa undir loforðum og væntingum kjósenda sinna og...
...skattar atvinnulífið upp úr öllu svo Steingrímur og co þurfi að punga meiru fé út til atvinnulausra því þannig og aðeins þannig endar þessi hrunadans, með auknu atvinnuleysi. Svo verður fiktað í tekjuskattinum eftir áramótin. Þær eru víða matarholurnar hjá skattastjórninni góðu.
Núna þarf niðurskurð hjá hinu opinbera og svo aðeins meiri niðurskurð. Mesta skömm okkar Sjálfstæðismanna er hvernig ríkið blés út undir okkar stjórn og við verðum að hysja upp um okkur buxur þegar við komum aftur að landstjórninni næsta sumar í síðasta lagi.
Einhverjir halda að næstu kosningar muni snúast um skýrslu rannsóknarnefndar þingsins og hrunið. það held ég ekki enda er ég þess fullviss að þeir sem þar fá helst á baukinn eru ekki stjórnmálamenn heldur krimmarnir í bönkunum.
Nei. Við munum kjósa um efnhagsmál. Kjósa með buddunni sem verður galtóm eftir einn vetur af delluhagfræði vinstri manna sem ætla að nauðlenda flugvélinni í stað þess að reyna að bæta eldsneyti á mótorinn.
Þessari ríkisstjórn finnst betra að ganga milli bols og höfuðs á okkur með skattaofbeldi í stað þess að skera niður. Nú dugar ekkert hægri vinstri kjaftæði lengur því við öll eigum allt undir því að takist að vinda ofan af þessu.
það er enginn önnur ríkisstjórn að reyna þessi gömlu ónýtu trix í baráttunni. Hér segja menn að vandinn sé svo mikill að ekkert sé að marka. það eru skemmtileg öfugmæli að vandinn sé svo mikill hér að við þurfum ekki að grípa til samsvarandi aðgerða og aðrar þjóðir gera til að laga mun minni vanda sem er þó af sama toga.
Ekki dugir að senda léttadrengi í fjölmiðla til að berja á fulltrúa launþega og annarra sem sjá hvert stefnir og ekki dugir heldur að benda bara út í loftið og segja endalaust að vandann hafi annar búið til.
Lausnina hefur þessi ríkisstjórn ekki tiltæka og vonandi verður skaðinn af ranghugmyndunum ekki óbætanlegur.
Röggi
ritaði Röggi kl 14:08 9 comments
mánudagur, 9. nóvember 2009
KSÍ og siðferðið
það er þetta með siðferðið. Siðferði er skrýtin skepna sem getur verið erfitt að umgangast. Stundum gerist það að góðir menn sem mega almennt ekki vamm sitt vita "lenda" í stöðu þar sem siðferði þeirra er dregið í efa. Þá vandast nú málið....
Eða hvað? kannski er ein ástæðan fyrir því hvernig ástatt er hjá okkur sú að við erum sífellt að leita leiða til þess að koma þeim sem eru "góðir" og lenda úti á jaðri siðferðis framhjá afleiðingum þess að bregðast siðferðilega. Við viljum bara að vondu kallarnir með vonda ásetninginn fái makleg málagjöld.
Er ekki best að vera bara með eina reglu? Vissulega munu þá góðir menn og jafnvel næstum því óheppnir góðir menn komast í vanda. Allar tilraunir til að finna undantekningar á reglunni eru bara til þess fallnar að rugla systemið og brengla gildismatið.
Fjármálastjóri KSÍ notar kort sambandsins á nektarstað í vinnuferð á vegum sambandsins. Hann er "óheppinn" vegna þess að kortið er misnotað. Vissulega er það lakara en af hverju snýst umræðan um það? Hvort upphæðin sem af kortinu er dregin er 67 00 evrur eða venjulegt gjald fyrir þjónustu skiptir bara alls ekki neinu máli út frá siðferðislegum sjónarmiðum eða hvort upphæðin skilar sér til baka.
Snýst óheppni fjármálastjórans um það að vegna þess hver upphæðin var að þá komst allt upp? Þetta mál snýst um grundvallaratriði og siðferði en ekki upphæðir og svikula eigendur nektarstaða eða annarra þeirra staða sem menn kjósa að nota kort vinnuveitenda sinna í leyfisleysi.
Óheppni kemur hvergi við sögu þar og stjórn KSÍ ákvað að láta eins og siðferðið í sögunni væri aukaatriði og óheppnin aðal. Líklega vegna þess að hér er góður maður og góður fjármálastjóri sem á í hlut. Og þá vandast málið greinilega.....
Röggi
ritaði Röggi kl 12:08 2 comments
fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Álfheiður og arðsemiskröfurnar.
Hver hefði trúað því þegar Álfheiður Ingadóttir stóð þrútin af stolti yfir fólkinu sem hún sagði í fullum rétti til að ryðjast með ofbeldi inn á lögreglustöð fyrir nokkrum mánuðum að hún ætti eftir að verða ráðherra nokkrum mánuðum síðan? það er auðvitað magnað en ekki bara af þeim ástæðum einum.
Hugmyndir hennar og félaga hennar í VG um þá sem stunda rekstur utan ríkis eru beinlínis fáránlegar. Í gær var hún í viðtali í tilefni þess að lífeyrissjóðir eru að fjármagna nýtt sjúkrahús. Álfheiður og hennar fólk telur algera nauðsyn að heilbrigðiskerfið sé rekið með halla og þeir sem vilja gera arðsemiskröfur sé af hinu vonda og þess vegna verði allt kerfið að vera ríkisrekið. Auk þess fullyrti konan að einkaframtakið væri dýrara en ríkis. Ekki hef ég hugmynd um hvernig hún kemst að þeirri niðurstöðu enda ekkert sem styður þessu kreddudellu.
Nú bregður svo við að lífeyrissjóðirnir gera arðsemiskröfu á sitt fé í þessari fjárfestingu en þá kemur óvænt hljóð í strokkinn og Álfheiður hefur skyndilega ekkert á móti því enda sé ekki um einkaaðila að ræða. Hverjir eru góðir og hverjir vondir í þessu spili konunar? Þarna er hún hreinlega hlægileg og ósamkvæm sjálfri sér og opinberar áunna andúð sína á einkareksri og þeim hluta atvinnulífs sem ekki er ríkisrekinn.
Þeir sem halda að við komumst út úr ógöngunum með því að við verðum öll ríkisrekin og upp á stjórnmálamenn komin eru á alvarlegurm villigötum. það er bara í grundvallaratriðum vonlaust eins og sagan kennir okkur enda stjórnmálamenn ekki best til þess fallnir að fara með peningana okkar.
Álfheiður Ingadóttir er lifandi dæmi um slík fólk.
Röggi
ritaði Röggi kl 18:54 3 comments
miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Jóhannes skrifar grein
Norðlendingur ársins Jóhannes í bónus stígur fram og ritar grein í moggann úr yfirveðsettum fílabeinsturni sínum í dag. Sagan breytist aldrei þegar þessi maður opnar sig. það eru allir að leggja hann og hans fjölskyldu í einelti.
Hann talar fyrir munn starfsfólks og hefur áhyggjur af áreiti og starfsöryggi þess ef hann og hans fjölskylda fær ekki að halda áfram að lúberja á matarmarkaðnum á Íslandi. Langtímahagsmunir starfsfólksins hans og neytenda snúast reyndar um að núna takist að brjóta þetta fyrirtæki upp og stöðva einokun og ofbeldi á markaði. Jóhannes hefur önnur markmið i huga þegar hann talar niður til okkar úr turninum. Þau eru að viðhalda óbreyttri valdastöðu og losna við skuldir í leiðinni.
Jóhannes og hans fjölskylda hafa og eru að kosta okkur óhemjufé á hverjum einasta degi í formi skulda sem hann og hans fólk mun ekki ætla sér að greiða. Allt bull um Davíð í því samhengi er í besta falli broslegt og gerir ekkert fyrir afleitan málssstað hins skuldafría milljarðamærings.
Hvernig skyldi standa á því að Jóhannes og sonur hans geta allt í einu nú fundið óhemju mikið fé til að kaupa niðurgreitt stórfyrirtækið? Ekki eru margar vikur liðnar síðan að þetta sama fólk fékk stórfé lánað hjá skattgreiðendum til að kaupa þetta sama fyrirtæki af sjálfum sér til að setja á aðra kennitölu sem eru í eigu þessa sjálfs. Þetta er farsi....
Hér er verið að taka enn einn snúninginn á okkur skattgreiðendum og því miður virðist margt benda til þess að Baugsmafíunni muni takast ætlunarverk sitt vegna þess að bankastarfsemi lítur ekki siðferðilegum lögmálum og í raun sorglegt til þess að hugsa að kannski sé ekki um annað að ræða.
Milljarðamæringurinn er ekki að lesa stöðuna rétt núna. Hann heldur að með fagurgala til starfsfólks og skítkast til Davíðs takist honum enn einu sinni að fá meðaumkun þjóðarinnar. Vígstaðan hefur breyst og óvinurinn er ekki lengur einn maður sem þó vann sér ekki annað til óvinsælda hjá fjölskyldunni en að benda á glæpina. Hvað annað gæti hafa komið honum í ónáð....?
Þjóðin er að snúa við þessari fjölskyldu baki sem betur fer og tekur nú til við að vinda ofan af skuldum og fjárfestinga og eignarhaldsfélögum í eigu fjölskyldunnar sem notuð hafa verið til að koma peningum undan.
það eru kannski þeir peningar sem Jón Ásgeir notar í dag til að kaupa sér diet coke og sín eigin fyrirtæki til baka mínus skuldir. Vonandi heldur milljarðamæringurinn skuldlausi áfram að skrifa greinar því fátt spillir eins fyrir afleitum málsstað fjölskyldunnar og þau greinaskrif.
Röggi
ritaði Röggi kl 08:42 3 comments
laugardagur, 31. október 2009
Slátrun villifjár og fréttamat.
Hún var frábær fréttin í hádegisfréttum ríkisútvarps áðan. Nefnilega fréttin um að ríkisstjórnin hafi tekið fyrir stórmálið um slátrun villifjár sem smalað var af fjalli og fargað af opinberum aðilum. Þarna er um að ræða hvorki fleiri né færri rollur en 15 að talið er og því ekki furða að ríkisstjórnin hafi þurft að taka málið föstum tökum.
Hvorki fleiri né færri en þrjú ráðuneyti eru með málið á sinni könnu ef eitthvað er að marka fréttina. Mér er stórlega létt enda hefur þetta legið á mér og þjóðinni eins og mara og þægilegt að vita að ráðherrar skuli ekki sofa á verðinum.
Þessi stórfrétt var sett ofar en aðrar smærri eins og til dæmis stórfellt svind á atvinnuleysisbótum og þess háttar. Ef maður hefði nú bara þessar áhyggjur...
Röggi
ritaði Röggi kl 13:56 1 comments
föstudagur, 30. október 2009
Ætlum við að gefa þeim Haga?
Ég veit að Hagar eru stórt fyrirtæki og það er flókið ferli að taka þá af "eigendunum". Ég veit líka að sú fjölskylda sem "á" Haga hefur alltaf haft efni á því að kaupa sér bestu lögfræðinga fáanlega til að sinna sínum málum. Ég hef mjög lengi vitað hvernig þetta fólk vinnur og hagar sér og þurft að horfast í augu við heila þjóð loka augunum fyrir því í áratug eða meira. Ég get eiginlega ekki sagt meira en ég hef sagt um það mál.
En ég neita að trúa því að við látum þessa fjölskyldu komast upp með stórglæpi og svik við okkur öll og verðlaunum þau svo með því að taka að okkur skuldirnar og lána þeim svo aðeins meira fé til að þau geti haldið gullkálfinum sínum óskertum.
Ég vill að skilanefndir þeirra banka sem eru að framkvæma akkúrat þetta núna komi fram og útskýri þetta fyrir mér. Í hvers umboði starfa þeir ríkisstarfsmenn sem þessar nefndir skipa? Hver borgar þeim laun og hver borgar þeim laun sem borgar þeim laun? Hvaða fólk er þetta?
Og af hverju þurfa skilanefndirnar eða bankastjórnir nýju bankanna ekki að réttlæta neitt sem þær gera?
Röggi
ritaði Röggi kl 13:59 3 comments
fimmtudagur, 29. október 2009
VG í stríði við verkalýðinn.
Árni Þór einn af æðstuprestum VG ræðst á Gylfa Arnbjörnsson formann ASÍ vegna þess að hann er ekki nógu hlýðinn. Vinstri menn telja sig nefnilega þinglýsta eigendur verkalyðsbaráttunnar og reiðilestur Árna Þórs er ekkert minna en hótun af hans hálfu um að Gylfi verði ekki langlífur í starfi með þessu áframhaldi.
VG er að vaxa sjálfstraust og um leið kemur eðlið í ljós. Stórfyrirtæki, fjármagn og auðvald eru óvinurinn í munni Árna Þórs. Eða í stuttu máli, atvinnulífið enda sjáum við hvaða afstöðu þessi flokkur hefur til þess geira þjóðfélagsins. Þetta eru raunar ekki ný tíðindi en margir höfðu gleymt þessu þegar þeir merktu við vinstri.
Nú verður spennandi að sjá hvort framkvæmdavaldinu tekst að beygja verkalýðinn undir sig og til hlýðni. Vinstri stjórnin hefur sagt verkalýðsbaráttunni stríð á hendur og því stríði mun hún tapa.
Gylfi Arnbjörnsson sækir nefnilega umboð sitt ekki til Árna Þórs eða annarra stjórnmálamanna. Og hver kaus Árna Þór til að skipta sér af málefnum verkafólks? Hér fer Árni fram af óvenju miklum hroka og frekju og greinilegt er að óþol stjórnarinnar gagnvart aðilum vinnumarkaðarins er á þrotum.
Röggi
ritaði Röggi kl 18:36 3 comments
Hvernig losnar Samfylkingin við VG?
Jóhanna Sigurðardóttir segist sjá til lands og að bjart sé framundan. Vonandi hefur hún rétt fyrir sér en ég held að hér sé í besta falli um barnaskap af hennar hálfu að ræða eða óskhyggju nema hvoru tveggja sé.
Núna þegar búið er að ganga frá "stóru" málum þessarar ríkisstjórnar tekur ekki betra við. Samfylkingin hefur algerlega áttað sig á að hún getur ekki látið Indriða H og Félaga í VG stýra för í efnahagsmálum og þráir heitt að finna útgönguleið sem ekki rústar því litla sem eftir er af orðspori flokksins sem samstarfsaðila. Sú leið er ekki auðfundin núna en ekki skyldi neinn vanmeta Össur...
Margir eru að bíða eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn verði tekinn af lífi þegar rannsóknarnefnd þingsins talar í febrúar. Ég held reyndar að ekki sé mikil innistæða fyrir þeirri aftöku því að flokknum hefur fram til þessa verið kennt um allt sem aflaga hefur farið og ekki loku fyrir það skotið að niðurstöður nefndarinnar muni einmitt leiða í ljós að fleirum er um að kenna...
... og þar er allt eins víst að bæði Framsókn og Samfylking eigi eitthvað inni sem fjömiðlar og spunakarlar hafa ekki hirt um. Þessi kvíði læsist nú um Samfylkinguna ofan á allt annað og svo er stutt í sveitarstjórnarkosningar.
Sem verða haldnar í skugga skattaæðis Vinstri grænna og lamaðs atvinnulífs og fjandskapar við samtök hinna vinnandi stétta. Og hver á að taka við skútinni þegar Jóhanna fær hvíldina ef að erfðaprinsinn hans Össurar, Dagur B, vinnur ekki borgina. Situr Samfylking þá uppi með Árna Pál? Hversu grimm örlög yrðu það?
Spennandi tímar framundan í pólitíkinni og mjög verður gaman að fylgjast með því hvernig Samfylkingin losar sig frá VG því það verður hún að gera af öllum ástæðum því flokkarnir eiga litla sem enga samleið í öðru en að upplifa gamlan draum um vinstra vor.
En nú er haust og það er fimbulkalt þetta haust og það er lengst til vinstri og stefnir enn lengra þangað...
Röggi
ritaði Röggi kl 14:12 1 comments
þriðjudagur, 27. október 2009
Ríkisstjórn á eindaga.
Nú gengur maður undir manns hönd til að reyna að bjarga friðnum á vinnumarkaði. Að ríkisstjórninni undanskilinni reyndar en hún vill helst vera fyrir og mikið held ég að nú reyni á langlundargeð Samfylkingar. Þeir Sjálfstæðismenn eru til sem telja að sniðugt væri að vera í samstarfi við VG en ég tilheyri ekki þeim hópi. Efnahagspólitík þeirra er bara þannig og ósveigjanleiki.
Með efnahags og atvinnustefnu sinni er ríkisstjórnin að bíta aðila vinnumarkaðarins algerlega af sér og þá er líf hennar búið. Vel má vera að takist að halda einhverju lífi í samstarfinu út veturinn þrátt fyrir fullkomið ósætti um alla hluti ef friður helst á vinnumarkaði.
VG er í kjörstöðu núna. Leiðtogalaus Samfylking engist um í samstarfi sem hún vill ekki lengur vera í en kemst ekkert annað. Vinstri grænir ráða för eftir að þeir slepptu Samfylkingu lausri í ESB málinu og Steingrímur hefur aftur náð nokkrum tökum á flokknum sínum. það sést meðal annars á því að hann lyfti ekki fingri til varnar Svandísi fyrr en óróa deildin var orðin sátt og innri friður í VG nánast tryggður. Allt er það þó fallvalt eins við höfum séð.
Brátt mun Steingrími vaxa sjálfstraust á ný og hefja eyðileggingarstarf á aðildarumsókn okkar að ESB. það verður þó ekki fyrr en við höfum að mati VG tryggt okkur nægilega mikið af okurlánum frá ESB/AGS.
Samfylkingin hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu ekki sé hægt að vinna með VG í þeirri stöðu sem við erum í en kemst bara ekkert. Takist ekki að tryggja frið á vinnumarkaði stefnir í kosningar fyrr en margan hefði grunað.
En eitt er alveg víst að það eina sem heldur þessum flokkum saman enn er löngunin til að vera í stjórn og kannski er eitthvað eftir af gamla draumnum um tandurhreina vinstri stjórn.
Sá draumur er að breytast í martröð Samfylkingar og við vitum alveg hvernig sá flokkur vinnur þegar þannig stendur á.
Röggi
ritaði Röggi kl 21:42 4 comments
miðvikudagur, 21. október 2009
Hvenær er starfsmaður starfsmaður?
Páll Magnússon forstjóri RÚV blandar sér í umræðuna um Egil Helgason og hlutleysi hans eða öllu heldur skort á því. Ég játa það að ég þekki ekki reglurnar um hlutleysi en mér finnst röksemdafærsla forstjórans merkileg.
Hann segist ekki bera ábyrgð á miðlinum sem Egill bloggar á og því séu reglur RÚV um hlutleysi ekki brotnar. Skilur þetta einhver? Hættir fólk sem vinnur hjá Páli að vera starfsmenn hans þegar það er ekki í útvarpshúsinu?
Reyndar rekur mig minni til þess að ráðherra einn hafi reynt að halda því fram að hann geti haft skoðanir á þjóðmálum sem manneskja en ekki sem ráðherra. það er kannski það sem Páll á við.
Skoðanir hans og afstaða sem hann hefur á Eyjunni og í andsvörum á bloggsíðum hingað og þangað eru bara þar. Þar fer ekki sjónvarpsmaðurinn heldur bloggarinn á Eyjunni. Þeir menn eru alls óskyldir....
Röggi
ritaði Röggi kl 20:18 11 comments
Illugi og klíkurnar.
Illugi Jökulsson tilheyrir engri klíku, þannig séð. Þess vegna getur hann haft hlutlausar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann þjáist að vísu af Davíðsheilkenninu og allir sem hann segir Davíðsmenn eru ekki verðir skoðana sinna.
Illugi telur að þeir sem ekki eru í skoðana samfélagi við hann megi ekki efast um hlutleysi Egils Helgasonar starfsmanns ríkisfjölmiðils. Fólk sem gékk nánast af göflunum þegar Davíð var ráðinn ritstjóri einkafjölmiðls telur nú að staða Egils sé ekki til umræðu.
Munurinn á þeim tveimur er alger. Enginn þarf að efast um hvaðan Davíð kemur og hann þarf ekki frekar en hann vill að gæta hlutleysis. Ekkert frekar en Illugi sem skrifar sínar greinar í blað sem er í eigu manna sem ekki hika við að stýra sínum fjölmiðlum með handafli eins og við vitum, þökk sé nútíma upptökutækni.
Egill Helgason er ekki í þessari stöðu og ekkert er að því að menn ræði það að maður sem hefur með jafn afgerandi hætti og hann tekið afstöðu bæði á bloggi sínu og annarra til manna og málefna sé ekki hæfasti maður landsins til að stýra hlutlausri umræðu í fjölmiðli sem á að gæta hlutleysis.
Ekki frekar en að ég gæti það, nú eða Illugi sjálfur. Óþol Illuga gagnvart þessari umræðu snýst auðvitað um pólitískan rétttrúnað og ekkert annað. Honum finnst sín sannfæring vera sú eina rétta og á meðan þáttastjórnandinn heitir Egill en ekki Hannes Hólmsteinn er allt í góðu. Dýpra ristir þetta nú ekki hjá bloggaranum.
Hún er ekkert betri klíkan sem Illugi tilheyrir. Hún er bara annarrar skoðunar.
Röggi
ritaði Röggi kl 17:49 0 comments
Hlutleysi Egils Helgasonar.
Egill Helgason er ekki og hefur aldrei verið hlutlaus þátttakandi í þjóðfélagsumræðum. Varla dettur nokkrum manni í hug að trúa því. Hann hringsnýst frá einum tíma til annars eftir vindátt í mörgum málum og velur sér vini og viðmælendur eftir hentugleika og stöðu hverju sinni.
þetta vita menn sem annað hvort lesa bloggið hans eða horfa á sjónvarpið hans. Ég reyndar veit ekki hvernig nokkur maður getur verið alveg hlutlaus í dag en Egill gerir hið minnsta ekki tilraun til þess heldur ræðst með látum að þeim sem benda á. Aðferðin sem hann notar er gamalkunnug.
Hann sleppir því að ræða málefnalega um málið heldur lætur sér nægja að benda á hvaða stjórnmálaflokki og skoðanir þeir hafa sem gagnrýna. Ekki veit ég hvort hann telur að ekki megi neinir gagnrýna hann aðrir en þeir sem hafa sömu skoðanir og hann en mér sýnist handónýt nálgun hans á faglega gagnrýni fara langt með að staðfesta gruninn.
Röggi
ritaði Röggi kl 10:53 8 comments
mánudagur, 19. október 2009
VG og Samfylking finna flöt.
Þá er það ákveðið.
Við göngumst inn á allt sem að okkur er rétt í Icesave og þrek forystumanna okkar á þrotum. Eða ætti ég kannski að segja forystumanns okkar því Steingrímur hefur staðið einn í stafni og ekki að undra að af honum sé dregið.
Fátt kemur mér orðið á óvart í pólitík en ég er þó gersamlega bit yfir þanþoli ginsins á Ögmundi og félögum. Engu skiptir hversu stór bitinn er, öllu er hægt að kyngja til að halda í stólana.
En díllinn er er ljós. Samfylking fær að spila sóló í sínu sem er skilyrðislaus undangjöf og hlýðni svo við getum gengið í ESB, sem þjóðin vil reyndar ekki, og VG fær að sinna sínum sérmálum sem er að tefja fyrir atvinnuuppbyggingu og mögulegum virkjunum og álversframkvæmdum.
Kannski hef ég rangt fyrir mér í spádómum minum um endalok þessara stjórnar. Flokkarnir virðast hafa fundið fínt jafnvægi sín á milli og geta dundað sér við áhugamál sín án þess að hinn sé að fetta fingur.
þetta er að sönnu gleiðiefni fyrir þá sem fá þá að halda stólum sínum en býsna sorglegt fyrir okkur hin því sagan er rétt að hefjast því nú tekur við herfðbundin efnahagsstjórn vinstri manna. Hún nefnist einu nafni, skattahækkanir.
Ballið er rétt að byrja því miður.
Röggi
ritaði Röggi kl 11:07 4 comments
laugardagur, 17. október 2009
Hvenær á prestur söfnuð?
Prestar eru merkileg starfstétt. þeir eru venjulegt fólk sem er fer í háskóla og les guðfræði og ef allt gengur upp fá þeir svo brauð og söfnuð sem þeim er ætlað að þjóna. þetta er ágætt system í sjálfu sér ég ber fulla virðingu fyrir guðfræðingum hvort sem þeir enda sem prestar eða eitthvað annað.
En stundum gerist það að þessum riddurum Guðs semur ekki við söfnuð sinn og þá er úr vöndu að ráða. Þessi starfsstétt virðist ekki lúta sömu lögmálum og aðrar og eru allt að þvi eins og heilagar kýr sem ekki má hreyfa við. þetta höfum við séð ítrekað nánast frá upphafi vega.
Nú er Gunnar Björnsson enn einu sinni kominn í vandræði í sínum störfum fyrir almættið. Guðsmaðurinn stóð af sér kæru um einhversskonar kynferðislegt áreiti og ég hef enga skoðun á þeirri niðurstöðu. Söfnuðurinn hans Gunnars er og hefur eðlilega verið með böggum hildar vegna þess máls og sýkna í dómsmáli hans skiptir þar ekki öllu.
Biskup tekur einu réttu ákvörðunina þegar hann ákveður að færa Gunnar til í starfi. það er ekki til marks um að hann telji niðurstöðu dómstóla ranga eins og stuðningsmenn Gunnars virðast telja kjarna málsins. Hér er hugsað stórt og langt og um heildarhagsmuni safnaðarins. þeir hagsmunir eru Gunnari ekki ofarlega í huga.
Hann bara "á" þetta fína djobb! Söfnuðurinn er til fyrir hann en ekki öfugt. Hugsanlega mun klerkurinn reyna að kæra sig aftur til starfans af því að hann var ekki hnepptur í fangelsi.
Er það nógu góð ástæða? Prestar eru að vinna með manneskjur við merkilegustu augnablik lífsins í sorg og gleði. Þeir eru ekki í pólitík þar sem reglurnar eru að þeir sem geta sýnt fram á að að meirihluti atkvæðisbærra manna styðji þá tryggi yfirráð. Þessu gleyma prestar of oft.
Ég skil vel þau prinsipp að ekki er gott að fólk geti bara komið með ásakanir út í loftið til að losna við prest úr starfi og aldrei má gefa afslátt af sönnunarbyrði þeirra sem ákæra. Þetta mál snýst bara alls ekki um þessi gildi.
Æra Gunnars er hrein og enginn biskup getur breytt þvi en Gunnar Björnsson þarf að sætta sig við að sýknudómurinn dugar bara ekki til að um hans starf skapist sá friður sem nauðsynlegur er. Um þetta snýst málið og ekki annað.
Ég skil ekki það hugarfar að vilja starfa í óþökk umbjóðenda sinna. Menn geta hugsanlega kært sig til vinnu sem lagerstjórar séu þeirra ranglega bornir sökum en um preststarfið gilda allt önnur lögmál.
Prestur sem ekki nýtur trausts eða trúnaðar safnaðar verður aldrei sá sálusorgari sem hann var ráðinn til að vera. Sumir prestar virðast láta slíka smámuni í léttu rúmi liggja.
Röggi
ritaði Röggi kl 20:52 4 comments
mánudagur, 12. október 2009
Ofbeldi Haga og fjölmiðlun.
Kastljós fjallaði í kvöld um markaðsofbeldi Haga gagnvart öðrum á Íslandi eins og um glænýja stórfrétt væri að ræða. Og meira að segja Egill Helgason var með mætan mann í settinu um helgina sem fór yfir þessu sögu sem hefur varað í mörg ár en sumir ekki mátt heyrast minnst á, fyrr en nú.
Hvernig ætli standi nú á þessu? það er ekkert nýtt í þessu og þetta hefur blasað við lengi. það er heldur ekkert nýtt í því að þeir sem eiga þetta fyrirtæki hafa vaðið yfir allt og alla sem hafa haft eitthvað um þeirri einveldi að segja í fjölmiðlum sínum árum saman.
Fjölmiðlamenn eru duglegir að draga stjórnmálamenn og gerendur á fjármálamarkaði til ábyrgðar eftir hrunið mikla það vantar ekki en hver er ábygrgð fjölmiðla? Vissulega hafa sumir fjölmiðlar ekki getað fjallað um eigendur sína eins og þeir hefðu bæði þurft og átt að gera en það á ekki við um alla fjölmiðla. Ábyrgð fjölmiðla er mikil það held ég að enginn efi og þeir sem ekki spyrja sig alvarlegra spurninga um örlög fjölmiðlafrumvarpsins í ljósi sögunnar eru úti á þekju eða þá Samfylkingarmenn.
Vonandi er umfjöllun um ofbeldi þeirra sem eiga og reka Haga til marks um að hreðjatök þessa fólks fara dvínandi. Eitt virðist alveg ljóst og það er að fjölmiðlamenn með bein í nefi virðast ekki vaxa í hópum hér.
Núna þegar almenningsálitið hefur snúist gegn þessum aðilum þá fara sumir fjölmiðlar af stað en ekki fyrr. Það er umhugsunarefni mikið en gefur okkur hugmynd um hvað fær menn eins og Baugsfólkið til að tapa stórfé árum saman á rekstri fjölmiðla. Fyrir mér er þetta allt samhangandi og sú blessun sem eigendur Haga fengu þegar þeir völdu sér pólitíska vini tryggði þeim líka áframhaldandi yfirburðavöld á matarmarkaði og þar voru og eru meðölin ekki skárri en á fjármála.
En betra er þó seint en aldrei sagði einhver og ekki er vafi í mínum huga að þegar við loksins verðum laus undan eignarhaldi þessa fólks á nánast öllu hér nema skuldum sínum þá mun margt áhugavert koma upp úr dúrnum og fleiri en Sigmundur Ernir munu þá opna munninn lausir undan okinu.
Þessi saga er rétt að byrja...
Röggi
ritaði Röggi kl 20:59 2 comments
sunnudagur, 11. október 2009
Ónýt ríkisstjórn
Ég hef lengi velt því mér fyrir af hverju ofnæmi vinstri manna fyrir öllu sem heitir iðnaður er svona almennt og sterkt. Núna sitjum við uppi með stjórnvöld sem gera hvað þau geta til að ekki verði til fleiri störf í iðnaði.
Álver eru niðadimmar kolanámur í augum vinstri manna en ekki vel borgandi vinnustaðir í iðnaði. Vatnsaflsvirkjanir eru af einhverjum ástæðum sérlega ógeðfelld aðferð til að beisla orku. Vinstri menn á Íslandi eru miklu hrifnari af þvi að ál sé framleitt þar sem notuð eru kol. Kyoto hvað...
Núna er fólkið sem kom í veg fyrir stækkun álversins í Straumsvík í ríkisstjórn. Í dag skilur eiginlega enginn hvers vegna þeirri stækkun var hafnað. Eins og staðan er núna sitjum við upp með ríkisstjórn sem gerir í því að vinna gegn hagsmunum dagsins að ég tali ekki um morgundagsins.
Annar flokkurinn liggur marflatur fyrir ESB og tekur alla afstöðu út frá hagsmunum þess apparats. Við vitum ekki enn hversu dýrkeypt það mun verða okkur en við vitum þó að það verður dýrt að treysta sér ekki til að verja hagsmuni okkar. Hjá þessum flokki eru flokkshagsmunir einu hagsmunirnir.
Hinn flokkurinn leggur nú nótt við nýtan dag í viðleitni sinni til að bregða fæti fyrir þá sem eru að reyna að búa til störf í iðnaði af vel þekktu og kunnu ofstæki undir forsæti umhverfisráðherra.
Fyrir mér er vinstri stjórn afleit hugmynd yfirleitt en ég held að sú sem nú starfar sé jafnvel verri en almennt gerist um slíkar stjórnir. Þar er hver höndin upp í móti annarri og ekkert samkomulag um neitt og því hafa flokkarnir rokið til síðustu daga og vasast nú hver í sínu horni í einkaflippi þvers og kruss og smámál eins og stöðugleikasáttmáli nýundirritaður af skælbrosandi forsætisráðherra léttvægur fundinn.
Sem betur fer hafa vinstri stjórnir ekki verið langlífar og þessi stefnir í verða mjög skammlíf. Við verðum bara að vona að skaðinn sem tekst að vinna ýmist með algeru aðgerðaleysi eða aðgerðum verði ekki óbætanlegur því í dag veit ég hreinlega ekki hvort mér finnst verra, aðgerðaleysið eða þær aðgerðir sem gripið er til.
Röggi
ritaði Röggi kl 13:12 6 comments
föstudagur, 9. október 2009
Milljarður er vont orð.
....og auk þess legg ég aftur til að við hendum orðinu milljarður út úr Íslensku máli. þetta annars nokkuð þjála orð ruglar ruglaða þjóð meira en gott er og brenglar skilning manna á tölum og upphæðum.
Vissulega er upphæðin sem Jón Ásgeir og hans líkir eru að stela af okkur 1 000 milljarðar eða 1 000 000 000 000 00..... milljónir.....ég bara kann ekki að setja saman öll núllin aftan við svona tölu þegar við hættum að nota styttinguna sem við höfum notað fyrir 1 000 milljónir
Vita ekki örugglega allir að milljarður eru 1 000 milljónir?
Röggi
ritaði Röggi kl 09:41 3 comments
fimmtudagur, 8. október 2009
Eldarnir loga nú samt.
Fréttirnar af þingflokksfundi VG í gær og yfirlýsingar í kjölfarið minna mig á það þegar þjálfari fótboltaliðs fær traustyfirlýsingu stjórnar. Þá er stutt í brottreksturinn. Auðvitað vilja allir vera vinir á mannamótum og menn taka ekki á móti fornum vinum og samferðamönnum úr langferðum til að vega þá á staðnum og það jafnvel þó þeir hafi týnt lífsstefnunni í ferðinni.
En það er samt það sem er að gerast. Steingrímur hefur umpólast í þingmann Samfylkingar á meðan sannfærðir VG þurfa að hlusta á formann Framsóknarflokksins flyta ræðuna sem Steingrímur flutti sjálfur af innlifun og þrótti fyrir ári siðan. Við borgum ekki og burt með AGS og ESB og svo framvegis. það er búið að stela málsstaðnum fyrir framan nefið á VG.
Steingrímur er í gríðarlega erfiðri stöðu og situr pikkfastur í gildru sem Ögmundur og hans fólk neyddist til að egna enda mikilvægt fyrir flokkinn að ná að halda í sérkenni sín. Hann getur sig í raun hvergi hrært og allsendis óvíst að Ögmundur taki nokkurt tillit til áberandi löngunar Steingríms til að vera ráðherra. Ég get ekki séð hvernig VG ætlar sér að smyrja þessum ólíku skoðunum saman í einum flokki. Þó Ögmundi hafi ekki tekist að losna við óbragðið eftir að hafa kynngt sannfæringu sinni síðast er ekki hægt að útiloka að mönnum takist trixið öðru sinni þó ótemjan láti sýnu verr nú en þá.
Síendurteknar tilraunir Steingríms til að fá fé að láni framhjá AGS hljóta að fara mikið í taugarnar á Samfylkingu sem veit að með því fer allt ESB ferlið í uppnám og þar með eina mál flokksins.
Á meðan á þessu öllu stendur brennur Róm og þá sjaldan forystumenn stjórnarinnar mega vera að því líta upp frá innanflokksátökum og gagnkvæmri tortryggni þá er það til að spilla fyrir áframhaldandi uppbyggingu með skattaofbeldi á allt og alla.
Allt ber þetta að sama brunni og einungis spurning hvort en ekki hvenær. Standandi andspænis mjög erfiðum ákvörðunum og verkefnum verða menn að vera samhentir en það er þessi stjórn fráleitt. það er öllum ljóst þó ég geri mér grein fyrir þvi að hún muni hanga á stólunum á meðan einhvernveginn er sætt. Augljóst er þó að þolinmæði beggja er á þrotum og.....
....því kæmi mér ekki á óvart að klækjameistari Samfylkingar félagi Össur væri nú þegar farinn að þreifa á öðrum aðilum til að vera með eitthvert forskot þegar allt fer úr böndunum, það er hans stíll. Þar verður honum þó ekki kápan úr klæðinu því Samfylking er vinalaus flokkur sem hefur brennt allar brýr að baki sér með vinnubrögðum sínum.
Röggi
ritaði Röggi kl 16:34 3 comments
mánudagur, 5. október 2009
Silfur Árna Páls.
Aldrei þessu vant horfði ég að hluta á silfur Egils í gær. Magnaður panell í upphafi og minn maður Tryggvi Þór frábær. Áhugaverðast var þó að fylgjast með félagsmálaráðherra sem reyndi án afláts að láta eins og Guðfríður Lílja væri ekki þarna og væri ekki að segja það sem hún var að segja.
Árni Páll er að verða sérfræðingur í að segja ekki neitt. Draumur hans um leiðtogasæti Samfykingar fjarlægist með hverju viðtalinu sem hann gengur glaðbeittur til og Dagur og Össur fagna óspart.
Í gær kepptist hann við að ræða stöðu stjórnarandstöðunnar. Fyrir okkur flest er staða ríkisstjórnarinnar verulegt áhyggjuefni þó mér finnst fremur undarlegt að einhverjir hafi búist við öðru en þeir fengu þegar merkt var við vinstri.
Ef ekki hefði verið fyrir öfluga stjórnarandstöðu bæði innan ríkisstjórnar og utan hefði félagsmálaráðherra tekist að samþykkja Icesave samninginn ólesinn og óbreyttan í sumar. Árni Páll er hins vegar upptekinn af þvi að menn sem ekki gerðu samninginn skuli ekki greiða honum atkvæði. Vissulega tókst stjórnaradstöðunni að lágmarka skaðann með ærinni fyrirhöfn en að ætlast til þess að hún beri ábyrgð á samningnum sjálfum er hreinlega barnalegt.
Ef maður hefði nú bara áhyggjurnar hans Árna Páls segi ég. Ég held að hann ætti að snúa sér að öðru en að benda á stjórnarandstöðuna og vinda sér að hinum erfiðu verkefnum sem fyrir liggja því ekki verður betur heyrt á honum en að lausnir séu í hendi.
þetta er maðurinn sem sagði í sigurvímu hér fyrr á árinu að allt yrði hér í blóma ef við bara sendum inn umsóknaraðild að ESB. Nú er það frá og við siglum á sjálfstýringu þaðan í gegnum IMF en ekkert bólar á bjargráðum og skjaldborgum sem lofað var.
Af því ætti hæstvirtur félagsmálaráðherra að hafa áhyggjur en ekki heilsufari stjórnarandstöðunnar.
Röggi
ritaði Röggi kl 13:17 3 comments
Jóhanna átti ekkert val.
Er hægt að ætlast til þess að forsætisráðherra sé með ráðherra í ríkisstjórn sem ekki vill vinna í takt við það sem ákveðið hefur verið? Ég svara hér fyrir mig og segi nei. það er ekki nokkur leið og hvorki sanngjarnt eða eðlilegt. Þetta er grundvallaratriði sem við kunnum ekki að umgangast af því að við erum óvön því að menn standi og falli með prinsippum.
Hvað er eðlilegt við að Jón Bjarnason sitji í ríkisstjórn hafandi lýst því yfir að hann styðji ekki eitt helsta mál stjórnarinnar? Ístöðuleysi þess manns og prinsippleysi er sennilega heimsmet þó honum sé hampað sem sterkum einstaklingi sem gefur ekki sitt eftir. Hann tekur ráðherrastólinn fram yfir skoðanir sínar og það er engin reisn yfir slíku.
Allt ber þetta að sama brunni. Við verðum að aðskilja löggjafar og framkvæmdavald. Og þá dugir alls ekki að vera með æfingar í þinginu og reyna að búa til brunaveggi. það þarf að kjósa í tvennu lagi og koma framkvæmdavaldinu út úr þinginu. Hringlandahátturinn og vesenið sem við horfum upp á núna er fyrir neðan allar hellur.
Þingið er lamað og ónýtt vegna þess að framkvæmdavaldið virkar ekki. Af því fyrst og fremst að þetta er sama fólkið. Mér finnst þetta vera kennslubókardæmi um að þetta kerfi okkar er ekki nógu gott.
Ekkert er óeðlilegt í því að Jóhanna geti ekki verið með ráðherra sen ekki rær í sömu átt og ákveðið er að róa. Við fáum fréttir af svona löguðu daglega erlendis frá og ráðherrar fjúka af minna tilefni en því að geta ekki fylgt stefnu stjórnar sem þeir sitja í!
Ögmundur er kosinn til að fylgja sannfæringu sinni eftir og það má hann gera af festu og styrk. Og þá sem löggjafi en ekki framkvæmdavald. Ríkisstjórnir eru rekstraraðili fyrirtækis sem lýtur lögum sem þingmenn setja. Hér er þessu öllu blandað saman og útkoman fullkomið kaos þar sem menn móðgast fyrir misskilning og framkvæmdavaldið situr og vélar um löggjöf framhjá þinginu seint og snemma og heimtar trúnað í leiðinni bæði fyrir þjóð og þingi.
Ef allt væri eðilegt væri réttkjörinn forsætisráðherra með fólk í kringum sig sem vill vinna saman að stefnu sem hefði hlotið brautargengi í kosningum. Löggjafinn er svo valinn til að setja leikreglur.
Hjá okkur er þetta ekki þannig. Hér er valið í ríkisstjórn eftir allskonar furðuleiðum innan flokka og þar geta klíkur þurft að fá sinn fulltrúa svo ekki springi allt í loft. Svo fara menn í það síðar að ganga úr skugga um hvort viðkomandi passi inn í starfið og stefnuna.
Þetta er ónýtt og mér finnst Jóhanna hafa gert það eina rétta í stöðunni og við eigum að læra af þessu. Framkvæmdavald og löggjafarvald eiga ekki samleið og því fyrr sem við sjáum það því betra.
Röggi
ritaði Röggi kl 12:13 0 comments
föstudagur, 2. október 2009
Væringar innan VG.
Ég get varla varist þeirri hugsun að það styttist í stórtíðindi hjá vinstri grænum. Óánægjan með framgöngu formannsins kraumar greinilega þó á yfirborðinu virðist allt slétt og fellt og óánægjuseggir barðir til hlýðni.
Nú hefur Ögmundur tekið af skarið og stillt sér upp sem valkosti til forystu undir gömlum formerkjum VG sem Steingrímur virðist hafa gleymt í látunum. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki sést mánuðum saman en loks þegar hún birtist er það til að tefja fyrir uppbyggingu atvinnulífs nú á þessum krepputímum. Fáum dylst að þetta er fjármálaráðherra ekki til skemmtunar í miðju baslinu.
Stjórnarflokkarnir virðast algerlega sannfærðir um að engin leið sé fær önnur en að ganga að skilyrðum viðsemjenda okkar í Icesave deilunni undir hótunum ESB. Mikið vildi ég að þeim tækist að sannfæra mig og restina af þjóðinni en þar er langur vegur frá og Steingrimur virðist alls ekki hafa sannfært hjörð sína um annað en að gott sé að vera í ríkisstjórn og það sem dugi til þess sé eftirgjöf og aðeins meiri eftirgjöf hvort sem það er gagnvart viðsemjendum eða eigin prinsippum.
Allt bendir þá til þess að samninganefnd okkar geti ekki komið með neinn samning heim sem þessi kvalda þjóð mun samþykkja og þá er undir hælinn lagt að Steingrímur eigi pólitískan möguleika lengur. Hesturinn sem hann hefur veðjað öllu á er nefnilega ekki líklegur núna til þess að draga i mark.
Og mér finnst eins og sumir í VG séu að gera sig gildandi fyrir þann tímapunkt núna....
Röggi
ritaði Röggi kl 14:23 1 comments
miðvikudagur, 30. september 2009
Hvaða leik er Ögmundur að leika?
Það eru ekki ný tíðindi að ég botni hvorki upp né niður í Ögmundi Jónassyni. Nú ber reyndar svo við að ég skil hann til hálfs. það er þegar hann færir að mínu viti mjög sannfærandi og aðdáunarverð rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að víkja úr vinstri stjórn Jóhönnu áður en hún ákveður að fullkomna Icesave klúðrið án þess að gera tilraun til að verja hagsmuni okkar. Þetta skal gera án þess að alþingi komi þar að eins og reyndar var reynt í upphafi.
Ögmundur er eins og rómantískt barn þegar hann talar um að hann hafi haldið að þessi ríkisstjórn snérist um gagnsæi, virðingu fyrir lýðræði og að standa vörð um þingræðið. Nú hefur honum endanlega orðið ljóst eins og okkur mörgum öðrum að það er auðvitað ekki þannig. Þessi ríkisstjórn snýst um að vera áfram ríkisstjórn og að halda öðrum frá.Annað er minna áríðandi.
Þetta getur byltingarmaðurinn og hugsjónaljónið Ögmundur ekki búið við lengur. Öll hans prinsipp í stærstu málum sögu okkar lands eru þverbrotin í ríkisstjórninni sem hann kvaddi í dag. Allt er þetta virðingarvert og til eftirbreytni og hann maður að meiri svo langt sem það nær.
En það er svo það sem Ögmundur segir næst sem ég skil trauðla. Hann er enn stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar og mun hugsanlega greiða atkvæði með því sem nú verður til þess að hann víkur úr stjórn. Ragnar Reykás hefði ekki getað kokkað upp annan eins snúning og hringavitleysu.
Miðað við einkunina sem hann gefur vinnubrögðum Jóhönnu og Samfylkingu er þetta allt með algerum ólíkindum og mig grunar að margt sé hér ósagt og ekki til lykta leitt og það er alveg víst...
...að margir í VG sjá nú raunverulegan möguleika á að einhver annar en hinn leiðitami Steingrímur J leiði flokkinn og haldi í heiðri gildum sem flokkurinn hefur haft svo mikið fyrir að koma sér upp.
Röggi
ritaði Röggi kl 22:14 4 comments
Samfylking að tapa lykilstöðu sinni.
það er ekki auðvelt að vera í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. það var að sjálfsögðu vitað fyrirfram að verkefnin sem þurfti að ganga í yrðu hvorki auðveld né til vinsælda fallin. Flest þeirra hafa reyndar setið á hakanum og þau sem ráðist hefur verið í þannig unnin að samstarfið þolir ekki vinnubrögðin til lengdar ef samstarf skyldi kalla.
þetta hefur verið augljóst lengi og afsögn Ögmundar í dag er bara rökrétt framhald af því Samfylking getur ekki endalaust troðið skoðunum sínum og fyrirætlunum í kok VG án þess að eitthvað bresti. Vel má vera að ríkisstjórnin lifi þessa tilteknu orrahríð af það líf verður hvorki langt héðan ef né hamingjuríkt.
Samfylkingin er pikkföst og getur ekki fært sig til í einstefnu sinni í fang ESB og er á sjálfstýringu AGS og hlýðir í einu og öllu og ekki er pláss fyrir neinar efasemdir af hálfu samstarfsflokksins, stjórnarandstöðu né þjóðarinnar. Þetta þolir VG eðlilega ekki til lengdar og það jafnvel þó Steingrími líki vel stóllinn.
Þjóðin er að verða ESB mjög afhuga á meðan á þessu pólitíska ofbeldi í garð VG stendur og mér sýnist Samfylking vera að einangrast og að tapa lykilstöðu sinni. VG gefst upp á samstarfinu fyrr en seinna og þá er ekki í nein hús að vernda hjá Samfylkingu enda hefur flokkurinn sýnt að klækjapólitíkin skilar svo afskaplega litlu til lengri tíma.
Vinstra vorið er nú orðið að nöpru hausti og stutt í fyrsta snjóinn......
Röggi
ritaði Röggi kl 14:37 1 comments
Ríkisstjórnin á móti atvinnuuppbyggingu.
Núna þegar vinstri stjórnin er að ná að ljúka því að klúðra Icesave endanlega og forsætisráðherra hótar Steingrími ráðherrastólsmissi ef hann ekki lætur að fullu að stjórn svo gefast megi upp fyrir fáránlegum kröfum viðsemjenda okkar án viðnáms þá eru ráðherrarnir sumir að hamast við að berjast gegn atvinnuppbyggingu innanlands.
Viljayfirlýsingar ekki endurnýjaðar og margra ára ákvarðanir afturkallaðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ekkert af þessu kemur á óvart. Vinstri menn hafa alla tíð verið á móti stóriðju og virkjunum. Hér eru menn því sjálfum sér líkir.
Nú er að koma í ljós fyrir hvað þetta fólk stendur. Reyndar hefur það komið flatt upp á marga að sjá að VG stendur fyrst og fremst fyrir vilja til að halda ráðherrastólum þegar um Icesave og ESB er að ræða en í öðrum málaflokkum er flokkurinn að enn við sama heygarðshornið.
Stefið er kunnugt og mun verða augljósara með hverjum deginum þegar ráðherraranir fara að snúa sér að því að vinna vinnuna sína. Skattahækkanir og lántökur og svo lagst gegn atvinnuuppbyggingu ef hún heitir stóriðja eða útheimtir virkjanir.
Við höfum ekki efni á svona ríkisstjórn núna. Fanatíkin sem oft hefur einkennt þá sem eru á sjálfstýringunni í andstöðunni við allt sem heitir iðnaður er bara hlægileg núna ef ekki hreinlega skaðlegt.
Á hverju eigum við að lifa hér og hvernig snúum við blaðinu við? það er auðvitað góðra gjalda vert að ráðherrar þvælist á kvikmyndahátíðir og hlaupi til útlanda með umsókn um aðild að ESB en það leysir ekki vandann. Núna þurfum við að nýta auðlindir okkar og landsins gæði og byggja upp sjálf.
Þetta skilja bara ekki allir og brátt mun þjóðin læra að skilja að þessi stjórn sem nú situr er ekki á vetur setjandi í góðæri og hvað þá í hallærinu sem við nú sitjum í.
Röggi
ritaði Röggi kl 10:15 2 comments
föstudagur, 25. september 2009
Vék hún sæti?
Var að velta því fyrir mér hvort formaður Blaðamannafélags Íslands hafi vikið af fundi þegar það fína félag ályktaði um uppsagnir á Mogganum eða er slík fagmennska bara fyrir aðra en hana sjálfa?
Röggi
ritaði Röggi kl 10:21 4 comments
fimmtudagur, 24. september 2009
Mogginn má reka fólk og ráða.
Mogginn er búinn að reka fólk og það sem meira er. Hann rak líka ritstjórann og ætlar að fá sér nýjan. Og allt ætlar um koll að keyra hjá sumum sem sjá skoðanakúgun í þessu. Einhver sé rekinn vegna skoðana sinna. Formaður blaðamannafélagsins er látin fara og vinstri menn ganga af göflum sínum enda á hún auðvitað að fá að vera á Mogganum vegna skoðana sinna...
Eigendur Moggans hafa frá upphafi lýst því yfir að þeir myndu hafa skoðanir á ritstjórnarstefnu blaðsins. Það er heiðarleg nálgun gagnvart lesendum öfugt við aðra sem hér eiga fjölmiðla og þykjast hreint ekki hafa neina skoðun á því hvað þar er til umfjöllunar né heldur hverjir ráða þar húsum.
Þeir sem nú garga hæst á torgum eru auðvitað bara að því vegna þess að þeir eru ósáttir við skoðanir þeirra sem eiga Moggann. Fólk sem hefur ekki haft neina skoðun á því til þessa hvernig aðrir fjölmiðlar hafa verið notaðir til að stjórna almenningsáliti heillar þjóðar í heilann áratug meðan eigendurnir fóru ránshendi um þjóðfélagið fer nú af stað. Og af hverju?
Ekki vegna grundvallarskoðana á eignarhaldi og rekstri fjölmiðla. Heldur meira vegna þess HVERJIR hér eiga í hlut. Slíkt tal er ónýtt í þessari umræðu en var þó viðbúið og er í reynd skoðanakúgun í vissri mynd.
Ég held þó að engin lög komi í veg fyrir að eigendur geti ráðið og rekið fólk. Mogginn má verða argasta íhaldsblað og hvað eina ef eigendum hans finnst það gott. Ég veit ekki til þess að þeir sem andæfa nú hafi haft háværar skoðanir á mannaráðningum hvorki á Fréttablaðið né DV eða stöð 2. Hvernig stendur á því?
Munurinn er að eigandi hinna fjölmiðlanna kannast ekki við glæpinn en eigendur Moggans ljúga engu. Fáir munu efast um hvað Mogginn meinar þegar Davíð Oddsson tekur við blaðinu. Af hverju það er talinn glæpur en ekki hin svívirðan er mér hulin ráðgáta. Af hverju er óeðlilegt að eigendur Moggans skipti út ritstjóra í stað þess að gera eins og eigandi DV gerir, að leikstýra ritstjórum eftir behag? Man einhver eftir upptökunum hans Reynis Traustasonar?
Fyrir mér er þetta sáraeinfalt. Eigendur Moggans eru að iðka heiðarlega fjölmiðlun og upplýsta og það hentar ekki skoðunum sumra sem fara að æpa um skoðankúgun en þjást einmitt af slíku sjálf. Fjaðrafok núna snýst um að verið er að segja "réttu" fólki upp og ráða "rangt".
Fóknara er það nú ekki.
Röggi
ritaði Röggi kl 14:46 3 comments
Á rás fyrir Grensás.
Ég er einn af þeim fjölmörgu sem hef kynnst starfseminni á Grensás af eigin raun. Ég hef áður skrifað um þá reynslu og geri það aftur nú af því tilefni að nú stendur yfir metnaðarfull söfnun fyrir Grensás.
Ég veit vel að nú kreppir að og niðurskurður er óhjákvæmilegur í heilbrigðisgeiranum en ég vona svo sannarlega að eintaklingar og fyrirtæki geti lagt af mörkum fyrir Grensás því þarna er verið að vinna algerlaga magnað starf fyrir fólk sem hefur sumt litla sem enga von um fullan bata.
Aðstaðan og kjörin sem eru í boði fyrir starfsfólk og sjúklinga á Grensás eru til skammar og þó ég óski engum þess að þurfa að dvelja þar hvorki sem aðstandendur eða sjúklingar þá liggur við að best væri að skylda hvern mann til að eyða tveimur dögum með fólkinu sem þar dvelur og starfar.
Þangað kemur fólk sem breytist úr þvi að vera fullgildir þjóðfélagsþegnar í það að verða mismikið ósjálfbjarga og eða fatlað og hver maður getur reynt að setja sig í spor þeirra sem í þeirri stöðu lenda og þeim átökum sem því fylgja.
Gefum okkur öllum nýja og betri aðstöðu fyrir þá sem þurfa á Grensás að halda. Enginn verður samur eftir að hafa dvalið á Grensás. Það á bæði við um sjúklinga og aðstandendur og þar lærir maður að ekkert er sjálfgefið.
Röggi
ritaði Röggi kl 09:58 0 comments
þriðjudagur, 22. september 2009
þórólfur og skattahækkanir.
Ég datt inn í viðtal sem tekið var við Þórólf Matthíasson hagfræðing í speglinum. Þar fór hann með gamla galdraþulu vinstri manna af mikilli innlifun um að ekki sé hægt að bregðast við efnahagsþrengingum með öðru en skattahækkunum. Og komst að því að ekki myndi gagnast að spara hjá ríkinu vegna þessa að fólk sé með svo langan uppsagnarfrest....
Neysluskattar skal það heita og ekkert annað svo við getum nú alveg örugglega lagt alla neyslu af með þeim afleiðingum að atvinnulif lamast og skatttekur ríkissins minnka. Og svo skal hræða liftóruna úr öllum með því að leggja saman ráðdeild í rekstri og meðferð opinberra fjármunu og atvinnumissi þeirra sem hjá ríkinu starfa.
Þetta er þulan sem verður lesin ofan í okkur þegar vinstri stjórnin byrjar að seilast í vasana okkar. Skattar og aftur skattar en ekki hægt að skera niður. Og svo verður klæmst á orði eins og frelsi á meðan öllum okkar málum verður komið í hendur stjórnmálamanna sem eru í óða önn að koma okkur á kaldari klaka en við þurftum að vera á nú eða þá að gera ekki neitt sem er kannski bara betra en það sem gert er.
Ekki lýst mér á það
Röggi
ritaði Röggi kl 11:30 5 comments
föstudagur, 18. september 2009
Valur vængjum þöndum
Ég er stoltur Valsmaður og hef alltaf verið. það er óháð árangri hingað til og verður það áfram. Ég þekki félagið mitt innanfrá og eyddi mörgum árum í vinnu þar og félagsstörf og hafði gott af enda Valur öndvegis félag í öllu tilliti. Körfubolti er mín grein en fótbolti er þó flaggskip félagsins hvað sem tautar og raular.
Ég er meira og minna hættur að átta mig á hvernig knattspyrnudeild félagsins er rekin og ákvarðanir sem þar eru teknar vekja sífellt meiri furðu hjá mér og vísast miklu fleirum. Þjálfarar og leikmenn koma og fara ótt og títt og nú tók steininn úr þegar við Valsmenn réðum okkur þjálfara fyrir næsta tímabil.
Vonandi eru góðar ástæður fyrir því að þeirri ráðningu var þannig fyrirkomið að menn eru liggja sárir á öllum endum þess máls en þær ástæður blasa ekki við mér. Atburðarásin sem fór af stað er mér með öllu óskiljanleg enda er helst að sjá að Valur hafi lagt ofurkapp á að það upplýstist strax að nýr þjálfari tæki við að afloknu tímabili.
Hver tilgangurinn með því er er mér hulin ráðgáta. Það eyðileggur það sem eftir er af tímabili Valsmanna í einu og öllu og gerir núverandi þjálfara gersamlega ólíft að sinna vinnu sinni til loka. Og nýji þjálfarinn hrökklast frá frábæru tímabili hjá sínum gamla vinnuveitanda nánast með skömm.
Kannski eru á þessu óbirtar skýringar sem bæta stöðu Valsmanna í þessari mynd. Þetta er þó bara ein af nokkuð mörgum ákvörðunum íllskiljanlegum sem knattspyrnudeild félagsins hefur tekið á síðustu misserum sem ég bara skil ekki og hélt ég þó að ráðning tvíburanna til félagsins nú um mitt sumar hefði verið eitthvað sem ekki væri hægt að toppa.
Stöðugleiki og reisn skiptir máli og mér finnst hvorugt einkenna framgang knattspyrnudeildar Vals nú um stundir. Skyndilausnir og töfrabrögð blandað saman við kaupæði er ekki það sem félagið á standa fyrir, nágrannar okkar hinu meginn við lækinn eru búnir að fullreyna það.
Mér sýnist helst að menn hafi steingleymt orðum séra Friðriks sem eru þó ógleymanleg og eiga sífellt við.
Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði.
Röggi
ritaði Röggi kl 11:23 3 comments
fimmtudagur, 17. september 2009
Hún er samt ekki að standa sig
Þá er búið að ræsa út lið til að telja þjóðinni trú um að Jóhanna Sigurðardóttir sé að standa sig í stykkinu. Hrannar aðstoðarmaður ritaði merka grein þar sem hann sagði að víst væri hún til staðar og gengi til verka dag hvern og hefði gert í marga mánuði. Ég held að enginn sé að tala um að Jóhanna sé slöpp að mæta til vinnu en það er bara ekki það sama og að standa sig í vinnunni.
Hver maður sér að hún er ekki sá leiðtogi sem spunasnillingar Samfylkingar töldu hana verða. Hún er bara á röngum stað á rándýrum tíma fyrir okkar þjóð. Við þurfum meira en bara góðhjartaðan embættismann sem finnst best að vinna sín mjúku störf í kyrrþey. Nú um stundir er ekki mikið um mjúk störf í boði fyrir forsætisráðherra. Núna þurfum við sterkan leiðtoga með sannfæringarkraft sem nær út fyrir veggi stjórnaráðsins.
Hann þarf ekki endilega að vera haldinn fjölmiðlasýki eins og Ólína Þorvarðardóttir talar um en fjölmiðlafælni er án efa ekki valkostur í þeirri stöðu sem við erum í núna. Það er held ég hverjum manni alveg ljóst að það er hluti af skyldum forsætisráðherra að sinna samskiptum við erlenda leiðtoga og erlendum fjölmiðlum og líklega aldrei sem nú. það einfaldlega ræður Jóhanna ekki við alveg sama hversu oft okkur verður sagt eitthvað annað.
Röggi
ritaði Röggi kl 12:41 1 comments
föstudagur, 11. september 2009
Ætlar ríkisstjórnin að styðja nýtingu auðlinda?
Mikið verður gaman að sjá hvernig vinstri stjórnin tekur á sameiginlegum hugmyndum SA og verkalýðshreyfingar um stóryðju og virkjanir. Ríkisstjórnin hefur einna helst séð lausnina í tómum vösum skattgreiðenda bæði einstaklinga og atvinnulífs. það hefði auðvitað ekki átt að koma nokkrum manni á óvart.
Ef Steingrímur og Ögmundur réðu værum við öll skattpíndir ríkisstarfsmenn í umsjá þeirra sjálfra. Það má ekki verða enda þótt misheppnað regluverk og eftirlit og meingallaðir einstaklingar hafi komið óorði á frelsi einstaklingsins.
Vonandi vakna stjórnvöld af mjög værum blundi sinum og taka til við að hlusta á þá sem finna hitann af atvinnuleysinu og aðgerðaleysinu og vanefndu loforðunum. Og kannski stefnir enn á ný í að VG verði að kokgleypa grundvallarsjónarmið sín um að ekki megi fyrir nokkurn mun koma upp stóryðju eða nýta auðlindir þjóðarinnar.
Röggi
ritaði Röggi kl 12:23 2 comments
fimmtudagur, 10. september 2009
Engu logið upp á Jón Ásgeir.
Ég er auðvitað búinn að blogga fullmikið um fjármáladólginn Jón Ásgeir og hans viðskipti alveg frá því að hann keypti sig með peningunum okkar í gegnum allt Íslenska réttarkerfið í Baugsmálinu forðum. Sú saga er öllum kunn í dag og margir þeir sem vörðu hann þá ýmist læðast með veggjum laumulegir eða hafa tekið nýja trú og garpar eins og Hallgrímur Helgason og Egill Helgason tala nú um Baugsmiðla enn það orð var bannorð á tímum tjónkunarinnar við Jón Ásgeir.
Blessaður drengurinn er í viðtali í viðskiptablaðinu í dag og eins og áður get ég ekki orða bundist. Þar biður hann fólk um að hafa ekki áhyggjur af afkomu sinni en hann kannski veit ekki að eini maðurinn sem hefur haft áhyggjur af honum er pabbi hans sem lét blaðið sitt (DV) taka við sig viðtal þar sem hann lýsti þessum áhyggjum brúnaþungur. Við hin vitum að eitthvað er líklega enn til á hlaupareikningnum góða á Tortola....og víðar.
Karlgarmurinn er auðvitað orðinn háður því að geta stjórnað allri umræðu um sig og lætur alla óritskoðaða umræðu um sig fara í taugarnar á sér bæði þá nafnlausu og hina. Hann er sjálfur sérfræðingur í nafnleysi og sjónhverfingum hvort heldur það er í gegnum fjölmiðla sína eða skúffufyrirtæki og falin og ekki falin eignatengsl og ekki Tortola, ekki 365 ehf eða Rauðsól eða 1998 eða.....
Ég vona að Jón Ásgeir haldi áfram að láta taka við sig viðtöl því hvert og eitt einasta viðtal við hann styrkir fólk í trúnni um hverskonar siðferði býr innra með honum. Þá trú þarf nefnilega að styrkja þvi enn er merkilega mikið til af fólki sem telur að vondur maður hafi logið öllu upp á piltinn.
En það var engu logið upp á hann Jón Ásgeir.
Röggi
ritaði Röggi kl 10:50 3 comments
Feluleikir Jóhönnu
Í samanburði við Jóhönnu Sigurðardóttur virðist rólegheita maðurinn Geir Haarde hreinlega vera ofvirkur aktivisti. Jóhanna er hvergi og talar hvorki við útlendinga né sína eigin þjóð. Nú er upplýst að hún vilji halda sig til hlés til að sinna undirbúningi ríkisstjórnarfunda og af þeim sökum má hún ekki vera að því að ræða við fjölmiðlamenn sem tala útlensku. Þetta er þvi miður ekki tekið af baggalútur.is.
Jóhanna ræður bara ekki við djobbið og það þarf ekki franska sjónvarpsmenn til að segja okkur það. Hún hvorki sinnir hvorki samskipta hluta starfsins né þeim bráðavanda sem lofað var að sinna af krafti ef bara kjósendur segðu já.
Á sama tíma og talað er um að við þurfum að bæta ímynd okkar erlendis er forsætisráðherra í felum fyrir erlendum fjölmiðla og stjórnmálamönnum, Reyndar lýstu hún því yfir um daginn að hun myndi ræða við forystumenn Breta og Hollendinga ef þörf væri á. Þetta var ekki grín heldur....
Með fullri virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þá hefur það verið augljóst nánast frá fyrsta degi eftir skrautsýninguna á landsfundi Samfylkingar þegar hún var klöppuð upp eftir að menn höfðu nöldrað í henni mánuðum saman að taka þetta að sér að hún einfaldlega ræður ekki við verkefnið enda vildi hún aldrei taka það að sér. Það var bara gott plott á þeim tíma.
Hún tók að sér að leiða flokkinn í gegnum kosningar og ná í atkvæði út á sitt góða orðspor og allt gott um það að segja þannig séð en nú er þetta að verða gott, er það ekki? Núna þurfum við alvöru forsætisráðherra sem ekki vill vera í felum og kyrrþey á erfiðustu tímum í okkar sögu.
Röggi
ritaði Röggi kl 09:39 0 comments
föstudagur, 4. september 2009
Mörður reynir að flýja söguna.
Félagi Mörður Árnason bloggar um fölmiðlalögin og þann farsa allan, líklega af því tilefni að nú ryfjast upp fyrir mörgum það reginhneyksli að forseti vor skyldi ganga undir auðmenn og Samfylkingu á sínum tíma til að koma í veg fyrir að talmarka mætti heljartök þeirra á fjölmiðlum.
Félagi Mörður notar gamalkunnugt stef og tuðar um bláa hönd og Davíð en þessi söngur síendurtekinn varð í hugum margra staðreyndin eina þó að æ fleirri sjái orðið í gegnum reykinn í dag. Gaman að sjá að bloggarinn kannast við að nóg sé að endurtaka þvæluna nógu oft til að hún taki á sig mynd sannleikans í huga fólks því engin saga hefur líklega verið sögð eins oft í fjölmiðlum þjóðarræningjanna og í innblásnum ræðum þingmanna Samfylkingar eins og sagan um bláu höndina og Davíð. Félagi Mörður getur verið glöggur á stundum þó söguskýring hans hér hitti hann sjálfan all duglega.
Röksemdin um að frumvarpið hafi beinst gegn einu ákveðnu fyrirtæki er marklaus og heldur hvorki vindi né vatni. Með sama hætti gætu eiturlyfjasmyglarar sagt að löggjöf um innflutning á eiturlyfjum bendist gegn þeim einum og væru því ólög. það var ekki öðrum til að dreifa á þessum markaði og því eru þessi rök klár brandari og undirstrika í raun þörfina á lögum.
En Samfylkingin kaus að grípa þetta allt á lofti og fórna hagsmunum almennings sem svo sannarlega hefði átt það skilið í ljósi sögunnar að tekist hefði að takmarka getu þessarra manna til að stjórna almenningsálitinu í gegnum fjölmiðlana sína. Þessa sögu mun félagi Mörður og Samfylking ekki geta flúið.
Og það er að renna upp fyrir honum og fleirum og þá er gripið til gamalla úrræða og bragða sem gengu svo lengi í þjóðina. Jón Ásgeir reyndi þetta sama um daginn og varð að athlægi á flóttanum undan sjálfum sér og verkum sínum.
Og það sama mun gerast hjá þeim öðrum sem gengu til liðs við þessa menn. Einungis spurning um hvenær en ekki hvort en við lestur greinarinnar sýnist mér það verða mun fyrr en seinna.
Röggi
ritaði Röggi kl 10:35 8 comments
miðvikudagur, 2. september 2009
Ólafur Ragnar
Þá er blessaður forseti vor búinn að setja stafina undir lögin um Icesave. það var viðbúið og gott og rétt hjá honum enda á forsetinn ekki að taka fram fyrir hendur þingsins, að mínu viti. Sá forseti sem nú situr hefur sýnt okkar það svo að sífellt færri efast um það lengur að ákvæðið um málskotsrétt forseta er óþarft ef ekki hreinlega varasamt þegar verst lætur.
Ég er í prinsippinu á móti því að einn maður hafi þann rétt sem málskotsrétturinn er og það jafnvel þó embættið væri betur skipað en nú er. það er lýðræðislegt að þingið fjalli um mál og komist að meirihlutaniðurstöðu.
Kannski finnst mörgum málskotsrétturinn alger snilld og nauðsynlegur öryggisventill ef svo bagalega vildi til að rúmlega 30 þingmenn yrðu allt í einu óvenju bilaðir og settu yfir okkur slík ólög að ekki yrði undan því vikist að neita að skrifa undir. Ég er bara ósammála samt og tel að embættisfærslur Ólafs Ragnars í málskotsréttarmálum sanni mitt mál.
Mér er í raun nákvæmlega sama hvort það var vegna pólitískrar fötlunar eða af einhverjum öðrum annarlegum hvötum sem hann taldi sig þurfa að neita undirskrift fjölmiðlalaganna á sínum tíma. Þá notaði han rök sem eiga betur við núna auk þess sem það sem nú var til undirskiftar er sennilega eitt stærsta mál sem til undirritunar hefur komið frá upphafi vega.
Af hverju forsetinn skrifar undir núna en ekki þá er óútskýrt og óskiljanlegt með öllu ef hann hefur á annað borð minnsta áhuga á að láta taka sig alvarlega. Ólafur Ragnar tók rétta ákvörðun núna í grundvallaratriðum en það gerði hann alls ekki þegar hann neitaði fjölmiðlalögunum. Og í hvorugt skiptið eru ákvarðanirnar byggðar á sannfærandi rökum.
Hann var ekki kosinn til pólitískrar varðgæslu eða undanlátsemi við kaupahéðna sem létu hann og hans fólk fljóta með í einkafarkostum sínum veðsettum í framtíð barna okkar.
Ólafur Ragnar er að fara langt með að eyðileggja embættið og líklega hefur fylgi við að leggja það niður aldrei verið sterkara. Það verður arfleifð Ólafs Ragnars...
Röggi
ritaði Röggi kl 20:08 2 comments
laugardagur, 29. ágúst 2009
Gunnar Helgi talar um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Gunnar Helgi stjórnmálafræðingur tjáði sig um möguleikann á því að forsetinn skrifi ekki undir Icesave samninginn heldur skjóti honum til þjóðarinnar í fréttum í gær. Ég sit hér og reyni að botna í málflutningum og velta fyrir mér hlutleysi og fagmennsku fræðimannsins.
Hann sagðist hafa lesið stjórnarskrá Dana og komst eftir lesturinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri eðlilegt að Íslenska þjóðin hefði skoðanir á málum sem snertu efnahag og fjármál og alþjóðlega samninga. Einnig væri varhugavert að vera með þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta tiltekna málefni vegna þess að höfnun þýddi að við værum að senda þau skilaboð til heimsins að við ætlum ekki að borga til baka þau lán sem við fáum.
það var og. Hinn hlutlausi fagmaður á sviði stjórnmála telur sumsé að vegna þess að honum sjálfum þykir höfnun ekki góð niðurstaða að þá sé engin ástæða til þess að leggja málið í dóm þjóðarinnar. Það er ekki stærð málsins eða mikilvægi sem vegur þyngst hjá fræðimanninum heldur óttinn við ranga niðurstöðu þjóðarinnar. Þetta er fullkomlega furðuleg nálgun og afhjúpar fræðimanninn að mínu mati.
Ég sjálfur hef þá skoðun að forseti eigi ekki undir neinum kringumstæðum að taka fram fyrir hendur á þinginu sem kosið er til þess að véla um mál af þessu tagi. Vítin eru til að varast og ég á ekki von á því að forsetanum detti í hug að neita undirskirft eins hrapaleg mistök og það voru hjá honum síðast þegar hann taldi sig þurfa að svívirða ákvarðanir löggjafans til að þjóna hagsmunum sem við öll þekkjum nú.
Þó ég sé hundóánægður með samninginn og niðurstöðuna þá er ég sammála fræðimanninum Gunnari Helga um að hreyfa ekki við málinu eftir að löggjafinn hefur afgreitt það. Hjá mér er um grundvallaratriði að ræða...
..en ég held að eitthvað annað hafi hugsanlega áhrif á niðurstöðu fræðimannsins.
Röggi
ritaði Röggi kl 19:21 1 comments
föstudagur, 28. ágúst 2009
Hann er mælskur hann Árni Páll.
Ég horfði á viðtal sem tekið var við félagsmálaráðherra í kastljósi. Árni Páll er um margt nokkuð ásjálegur stjórnmálamaður og honum finnst gaman að hlusta á sjálfan sig tala. Hann kemur vel fyrir sig orði en oft er þar meira magn en gæði. Í þessu viðtali hefði eiginlega þurft að texta kappann því ekki var vel gott að átta sig hvaðan hann var að koma né heldur hvert hann vildi fara.
Mér fannst maðurinn tala eins og hann hefði verið í stjórnarandstöðu undanfarna mánuði. Hann virtist bærilega meðvitaður um að fátt af þvi sem ríkisstjórnin hafi verið að reyna að gera skuldugri þjóð til bjargar hafi mistekist þegar spyrillinn gékk á hann um það.
Og það sem meira er, hann leit út fyrir að halda að hann vissi hvernig betur væri hægt að gera þó ég sjálfur gæti með engu móti verið honum sammála þar. það sem vekur auðvitað furðu er að hann skuli ekki hafa gert eitthvað í því sem hann telur vera lausnir.
Því miður óttast ég að Árni Páll og samherjar hans viti ekkert hvað til bragðs á að taka. Reyndar hélt félagsmálaráðherra þvi blákalt fram í kosningabaráttunni að allt færi á besta veg um leið og hægt væri að koma með umsóknaraðild að ESB. það var í besta falli byggt á óskhyggju.
Ekki dugir endalaust að tuða um vandinn sé öðrum um að kenna. þetta fólk sem nú situr í stjórn lofaði skjaldborgum og bjargráðum hástöfum en efndirnar láta heldur betur á sér standa.
Samræðu og blaður stjórnmál eins og félagsmálaráðherra sýndi okkur í kastljósi eru því miður léttvæg fundin í þeirri stöðu sem margir eru í núna.
Röggi
ritaði Röggi kl 20:57 0 comments
fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Jón Ásgeir finnur fé!
Þvílík gleðitíðindi!!
Jón Ásgeir segist hafa fundið fé erlendis til að koma með inn í Haga. Nú er í uppsiglingu enn eitt snilldarbragðið á þjóðina og ef af líkum lætur munu fjölmiðlarnir hans dansa með af fullum styrk. Mér verður bumbult að lesa þetta og vona að svo sé hjá fleirum því þetta atriði má ekki ganga fram.
Gaman væri að kallgarmurinn gramsaði í hirslum sínum og galdraði fram fé til að borga eitthvað af skuldum sínum sem ýmist er búið að afskrifa eða á eftir að afskrifa að ég nefni nú ekki skuldirnar sem einhver þarf að borga fyrir hann vegna 365.
Þessi frétt er brandari og þessi tilraun í raun sama móðgunin og hann bar á borð fyrir okkur þegar hann reyndi að fá þessa "vini" sína erlendis til að kaupa eignir okkar fyrir skít og kanel mínus skuldir á fyrstu dögum hrunsins . Eignir sem nota þarf upp í skuldir sem hann hefur ánafnað okkur af mikilli rausn og myndarskap.
það mega þeir eiga þessi kónar að ekki er gefist upp og endalaust er hægt að reyna að finna smugur. Dugnaður og harka hafa komið þessu gaurum áfram í gegnum tíðina en nú vona ég að við öll höfum séð hvernig fólk hér er á ferðinni.
Þeir sem hafa komið sér upp víðtæku siðleysi kunna ekki að skammast sín og hér sjáum við kennslubókardæmi um slíkt.
Röggi
ritaði Röggi kl 10:56 2 comments
föstudagur, 21. ágúst 2009
Er Jón Ásgeir gjaldþrota?
Þeir segja að Baugur sé gjaldþrota. Hér er vist um að ræða risagjaldþrot og hlýtur það að vera eigendum Baugs mikið áfall að svona skuli hafa farið. Fyrir venjulegt fólk er gjaldþrot stórmál og áfall. En eigendur þessa fyrirtækis hafa aldrei verið venjulegt fólk.
Ekki hefur mátt snerta þetta fólk eða að reyna að koma lögum yfir það án þess að þær tilraunir allar væru kallaðar pólitík. Ekki mátti koma í veg fyrir að þetta fólk eignaðist alla fjölmiðlun hér á landi og enn í dag hefur þar ekkert breyst.
Liðið sem gékk nánast af göflunum vegna niðurfellinga á skuldum morgunblaðsins hefur ekki séð neitt athugavert við snúninginn, vafninginn, kennitöluæfingarnar eða hvað trixið heitir sem Jón Ásgeir notaði til þess að losa 365 við 10 milljarða skuldir sem aðrir borga fyrir hann.
Gjaldþrotið hefur heldur engin áhrif á það hver á bónus gullkálfinn. Þar ræður "fjölskyldan" en ríkjum eins og ekkert hafi í skorist enda hefur ekkert í skorist. Peningar voru fengnir að láni hjá þjóðinni til þess að stinga bónus undan. Og Jóhannes hefur þær áhyggjur helstar að syni sínum hljóta að líða illa vegna þess sem á honum hefur dunið!
Hvenær fær vesalings þjóðin nóg af þessu fólki? Gjaldþrot er í hugum Jóns Ásgeirs ekki vandamál. Gjaldþrot er handhæg aðferð til að losa sig við skuldir. Að fara á hausinn þýðir að búið sé að taka það út úr fyrirtækjum sem eftirsóknarvert er en skilja skuldirnar eftir fyrir okkur hin til að díla við.
þetta er saga Jón Ásgeirs og Baugs. Hvað er langt síðan Jón Ásgeir varð eins og Gabríel erkiengill í framan og kannaðist ekki við neitt þegar Egill Helgason spurði hann um Tortola? Hversu lengi ætlum við að láta þetta lið hafa okkur að fíflum?
Látum gjaldþrot Baugs verða að gjaldþroti Jóns Ásgeirs en ekki bara okkar.
Röggi
ritaði Röggi kl 10:52 7 comments
föstudagur, 31. júlí 2009
Engum öðrum um að kenna.
Nú ryðjast bloggarar Samfylkingarinnar fram og hamast á þeim sem ekki eru tilbúnir að kokgleypa Icesave snilld Svavars Gestsonar hráa. Ríkisstjórnin hefur haldið þannig á málum að AGS og aðrir sem ætla að lána okkur fé treysta sér ekki til þess, í bili.
það er ekki vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn vilji fella stjórnina. það þvaður er orðið hlægilegt enda órökstutt og ómálefnalegt. Icesave þvælist nefnilega fyrir fleirum en bara andstöðunni á þingi. Og í raun held ég að fáir trúi því að þar hafi náðst viðunandi lausn en hótanir um ævarandi bannfæringu ESB gerir sitt.
Ekki er langt síðan Samfylkingu tókst með ærinni fyrirhöfn að svínbeygja samstarfsflokkinn til hlýðni. Núna ætlar það að verða erfiðara og pirringurinn yfir því er öllum ljós enda er lýðræðið til leiðinda stundum.
Ríkisstjórnin getur ekki kennt neinum öðrum um en sjálfri sér núna. Og nú er ekki tíminn til að fara á taugum. Nú þarf að sýna styrk en ekki kvarta undan eigin verkum og því að löggjafinn sinni skyldum sínum.
Röggi
ritaði Röggi kl 09:21 2 comments
miðvikudagur, 29. júlí 2009
Hvenær springur VG?
Mikið held ég að sé gaman að vera vinstri grænn þessa dagana og ekki síst í dag. Flokkurinn er að fórna allri sinni arfleifð á altari Samfylkingar og formaðurinn vinnur baki brotnu. Dugnaður og harka Steingríms hlýtur að hrifa hvern mann á meðan veggspjaldið Jóhanna Sigurðardóttir mætir ekki til vinnu. En laun heimsins eru vanþakklæti.
VG tapar meira en Samfylking samkvæmt skoðanakönnun fréttablaðsins og ef að líkum lætur mun sú þróun halda áfram. það er auðvitað óskiljanlegt með öllu því ríkisstjórnin er undir forsæti Samfylkingar og á sjálfstýringu sem félagi Össur hefur hannað af mikilli íþrótt og kænsku.
Pirringurinn innan VG hlýtur að fara að nálgast suðumark. Á meðan félagi Össur flengist um allar koppagrundir í ESB æfingum situr Steingrímur uppi með glæpinn að handónýtum forsætisráðherra ásjándi. þetta getur ekki verið ásættanlegt fyrir VG.
Hvað á maður að gefa þessu sambandi langan tíma? Varla nema örfáa mánuði í besta falli....
Röggi
ritaði Röggi kl 11:29 2 comments
Jóni Bjarnasyni skortir alla staðfestu.
Verulega áhugavert að fylgjast með hvernig hlutum getur stundum verið snúið algerlega á haus. Núna er sú staða uppi að Jóni Bjarnasyni er víða hrósað fyrir að standa fastur á sinni meiningu í ríkisstjórninni varðandi afstöðuna til ESB. Ég sé þetta ekki þannig.
Í minum huga fellur Jón svo gersamlega á staðfestu prófinu að annað eins sést varla. Hann er ráðherra í ríkisstjórn sem hefur tekið ákveðinn kúrs sem hann er fullkomlega andvígur. Getur einhver sem þetta les útskýrt fyrir mér í hverju dygðin er fólgin?
Vissulega er talað um að þingmenn eigi að fylgja sannfæringu sinni og ég skil það en Jón Bjarnason er ekki þingmaður. Hann er ráðherra og þar með framkvæmdavald. Ríkisstjórnir eru myndaðar utan um verkefni og hugmyndir. Þeir sem ekki eru sammála um stefnuna sitja einfaldlega ekki í ríkisstjórninni. það heitir ef ég skil hugtakið rétt að vera staðfastur og trúr sinni sannfæringu.
Ekkert að þvi að berjast fyrir sinni sannfæringu á vetfangi ríkisstjórnar en ef menn hafa ekki sitt fram er bara um tvennt að ræða. Að fylgja stefnumarkandi ákvörðun eftir af fagmennsku eða að kveðja. Jón Bjarnason gerir hvorugt.
Hann situr sem fastast og þiggur sín ráðherralaun og fríðindi í ríkisstjórn sem vinnur þvert gegn öllum lifsgildum mannsins. Og fyrir þetta er honum hrósað víða! Ef hann væri staðfastur og einarður stuðningsmaður eigin skoðana og gilda...
..tæki hann hatt sinn og staf og færi frá borði.
Veit einhver af hveru hann gerir það ekki?
Röggi.
ritaði Röggi kl 10:40 3 comments
þriðjudagur, 28. júlí 2009
Látum þá neita því....
Er hugsi enn einu sinni yfir ábyrgð fréttamanna. Tilefnið er frétt stöðvar 2 um fjármagnsflutninga auðmanna úr landi og viðtal við fréttastjórann i kjölfarið. það er ekki bara að ég treysti ekki þessum tiltekna fréttastjóra heldur er ég líka að hugsa um hvað er lagt til grundvallar þegar vaðið er af stað með sögur í fjölmiðla.
Þeir sem hlusta á viðtalið skynja að fréttastjóranum líður ekki of vel með þetta. Staðan er þannig í okkar þjóðfélagi núna að jarðvegurinn fyrir svona sögur er frjór og kannski hefur hann álpast til að taka sénsinn. Fjölmiðlamenn eiag ekki að taka sénsinn jafnvel þó um sé að ræða menn sem liggja vel við höggi eins og hér. Alls engin ástæða er til að gefa neinn afslátt af fagmennskunni.
Fréttastjórinn lifir eftir gömlu reglunni um að þeir sem bornir eru sökum skuli sýna fram á sakleysi sitt. Hversu hættulegt er það hugarfar? Ég er alfarið á móti svona löguðu enda getum við öll sett okkur í þau spor að þurfa að reka af okkur slyðruorð sem misgáfulegir fjölmiðlamenn gætu fyrir algera óheppni misst á forsíður sínar.
Allra vegna er ljóst að sannleikurinn verður að koma í ljós hér því annars hangir þetta bara yfir mönnum vegna þess að fyrir marga skiptir í raun alls engu hvað skjöl og pappírar þeirra stofnana sem um er að ræða segja. Dómstóll götunnar notast ekki alltaf við staðreyndir heldur stýrist af tilfinningum og nú sem aldrei fyrr.
það er mergurinn málsins og menn eins og Óskar Hrafn eiga að geta bakkað upp sínar sögur ellegar láta kyrrt liggja.
Röggi
ritaði Röggi kl 14:23 4 comments
fimmtudagur, 23. júlí 2009
Er Jóhönnu sjálfrátt?
Ég verð að vona að eitthvað hafi skolast til í frásögninni frá umræðum í þinginu um Icesave klúðrið. þar á Jóhanna Sigurðardóttir að hafa sagt að það sé ekki kostur að samþykkja ekki þennan gjörning vegna þess að hann hafi verið gerður með fyrirvara um samþykki alþingis!
Ég las þetta alloft og trúi ekki enn því sem ég les. Er forsætisráðherra ekki sjálfrátt? Ef hún meinar það sem hún segir þá hefur hún ekki snefil af skilningi á hlutverki alþingis eða það hvað þrískipting valds merkir.
Hefur enginn annar en ég áhyggjur af því að fólk með svona hugsunarhátt skuli vera að véla með okkar mál alla daga?
Röggi.
ritaði Röggi kl 13:41 9 comments
miðvikudagur, 22. júlí 2009
Um tengingar og ekki tengingar.
Samfylkingin gæti varla verið óheppnari með tímasetningu og samstarfsflokk þegar draumurinn stóri um ESB virðist í sjónmáli. Hverjum einasta manni er augljóst að taugaveiklun flokksins er nú í hámarki og félagi Össur æðir um og reynir allt hvað af tekur á nýju hraðameti að koma málum þannig fyrir að umsókn okkar inn í draumalandið komist í einhvern þann farveg að ekki verði aftur snúið.
Ég hef margsagt það að andúð þjóðarinnar á ESB muni bara vaxa þegar fram líða stundir. Ekki endilega bara vegna þess að menn sannfærist málefnalega um að ESB sé ekki góður kostur heldur meira vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Hollendingar og Englendingar ætla sér að beita ekki bara sínum eigin aflsmunum í samskiptum sínum við okkur vegna Icesave heldur ætla þeir grímulaust að beita Samfylkinguna ESB þrýstingi. Fáir trúa eintóna málfutningi ráðherra sem þykjast hneykslaðir á tali um tengingu milli Icesave og inngöngu í ESB.
Enda hefur þetta blasað við lengi og verður augljósara með hverjum deginum. Og á meðan Samfylking er í ríkisstjórn með flokki þar sem andstaða við ESB er mest er staðan í besta falli flókin. Tíminn er að hlaupa frá ESB flokknum. Og enn eykst vandinn...
.. því VG mun líklega ekki ráða við Icesave samninginn. Kannski fer að renna upp fyrir Steingrími að ekki dugar að fórna flokknum til þess að gera Samfylkingu til geðs og sitja í ráðherrastólum. Ekki síst í því ljósi að hann er í grunninn algerlega á móti flestu því sem hann predikar af krafti daglega.
Hver sérfræðingurinn ofan í annan mælir eindregið gegn því að samþykkja Icesave dílinn frá Svavari Gestsyni og félögum og einu viðbrögðin sem boðið er upp á er hræðsluáróður um að við verðum sett út á gaddinn fyrir fullt og fast ef við kyngjum ekki hverju sem er.
Mér gengur illa að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að þjóðþing landa megi ekki hafa afstöðu til samnings eins og hér liggur fyrir. Með undirskriftinni erum við væntanlega búin að viðurkenna ábyrgð okkar en það er ekki þar með sagt að framkvæmdavaldið geti bara komið með hvaða samning sem er og heimtað sjálfkrafa stimplum löggjafans.
Samfylkingu tókst með þunga og hótunum að plata VG til að samþykkja aðildarviðræður við ESB. Nú er sami söngur hafinn aftur undir stjórn utanríkisráðherra og Bretar og Hollendingar sjá um undirspilið.
Mjög verður spennandi að sjá hvernig VG lætur að stjórn núna.
Röggi.
ritaði Röggi kl 11:54 0 comments
fimmtudagur, 16. júlí 2009
Ekki sopið kálið.
Þá er það frágengið að við sækjum um inngöngu í ESB. Það er enginn heimsendir fyrir mig enda vantar stórlega inn i umræðuna um ESB þegar við vitum ekki hvað þar stendur okkur til boða. En það er eitt og annað mjög áhugavert bæði í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í dag og ekki síst í því sem koma skal.
Engum manni dylst að VG kýs þvert gegn eigin stefnu og áhuga. VG hleypti þessu í gegn eingöngu til að halda samstarfinu gangandi. Það kann að vera einhverjum skiljanlegt en ekki mér og skaðinn sem unninn hefur verið á trúverðugleika þess flokks er varanlegur.
Þeir þingmenn stjórnarliðsins sem hingað til og ekki síst í búsáhaldabyltingunni gerðu sig gildandi í umræðum um aðskilnað framkvæmda og löggjafavalds hljóta að vera hugsi núna þegar framkvæmdavaldið tók þá bókstaflega kverkataki og svínbeygði menn til hlýðni. Ekkert orð annað en pólitískt ofbeldi kemur upp í hugann.
Fyrir þá sem hafa raunverulegan áhuga á að við náum skotheldum samningi við ESB er auðvitað mikilvægt að val á fólki í samninganefnd einkennist ekki af sama metnaðarleysinu og í síðustu samninganefnd sem rikisstjórnin sendi úr landi.
Fyrir utan afleita samningstöðu okkar almennt hlýtur að vera undarlegt fyrir Samfylkinguna að fara í þennan leiðangur í samstarfi við flokk sem hefur í reynd ekki nokkurn áhuga á að fara inn í ESB. Baklandið hreinlega ekki til enda þarf ekki sérlega glöggan aðila til að sjá að þessi þvingaða niðurstaða þingins í dag er varla vatnsþétt og höggþétt varla.
Hvernig fer fyrir málinu ef upp kemur ágreingur í ferlinu eins og mér sýnist einboðið að hljóti að gerast fyrr en seinna? Ég tel það nánast kraftaverk ef þessi stjórn lifir þetta af. VG eru lemstraðir eftir barsmíðarnar og skal engan undra. Það getur varla verið léttvægt dagsverk að svíkja ekki bæði kjósendur sína heldur og eigin samvisku á einu síðdegi til þess eins og halda ráðherraembættum innandyra. Þessi saga er ekki öll sögð...
Min spá er að þessi atkvæðagreiðsla sé upphafið að endi samstarfs þessara tveggja flokka vegna þess að særindi innaflokks hjá VG munu ekki gróa og Steingrímur mun ekki splæsa á sig klofningi til þess að halda Samfylkingu í góðu skapi.
Stórmerkilegur dagur er að baki en þeir verða ekki síður merkilegur sem í hönd fara. Stríðið sem Samfylkingin vann í dag var ekki við andstæðinga sína. Það var háð við samherjana. það veit ekki á gott.
Röggi.
ritaði Röggi kl 22:54 3 comments
miðvikudagur, 15. júlí 2009
Einkaréttur Samfylkingar á klækjum.
Ekki vantar neitt upp á að Samfylkingarmenn, bloggarar og aðrir, væla nú allt hvað af tekur vegna aðferðafræði Borgarhreyfingarinnar í þinginu. Hreyfingin er sökuð um að skipta um skoðanir og svik við kjósendur og ég veit ekki hvað. Talað er um tengja ólík mál og bla bla. Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir vinnubrögðin hjá Borgarahreyfingunni enda eru þau út í hött.
En Samfylkingin er á sama tíma að tengja ýmislegt við inngöngu í ESB. Icesave samninginn verður að kokgleypa hráan eins og hann er matreiddur af viðsemjendum okkar svo ekki styggist ESB. VG situr undir hótunum í samstarfinu góða en eins og aðrir þekkja er ekki heiglum hent að vera í því sem Samfylking kallar samstarf. það fær VG nú að prófa..
..og virðist vera að sligast undan en þumbast þó við og svíkur kjósendur sína svo myndarlega í grundvallaratriðum í leiðinni að annað eins hefur ekki sést hér fyrr. Allt til að þóknast Samfylkingu og halda í embættin.
þannig að víða virðist potturinn brotinn í þessu en Samfylkingin þolir ekki klækjastjórnmál eða pólitískar tengingar nema þau séu rétt ættuð.
Röggi.
ritaði Röggi kl 14:54 2 comments
mánudagur, 13. júlí 2009
Hvað kom fyrir VG?
það er snúið stundum að vera í ríkisstjórn og það sannast mest og best á VG þessa dagana. Þessi flokkur með staðfastan formanninn í broddi fylkingar hefur í óratíma staðið fyrir staðfestu og einurð en nú er þeirri arfleifð allri hent á haugana til að þóknast Samfylkingu og til að ríghalda í ráðherrastóla.
Hnarreystir menn eins og heilbrgðisráðherra eru nú kveðnir í kútinn og láta lítið fyrir sér fara á milli þess sem smíðaðir eru mergjaðir vafningar utan um algeran viðsnúning í grundvallaratriðum pólitískum. Ekki eru margir dagar síðan þessir aðilar gengu á fund kjósenda og hnykktu hraustlega á skoðunum sínum varðandi ESB. Og fengu brautargengi..
Nú eru þjóðaratkvæðagreiðslur nýjasta skammaryrðið í munni VG og óþarfar vegna þess að kjósendur skilja hvort eð er ekki flókin mál! það bókstaflega stórsér á VG þessa dagana og enginn vafi í mínum huga að Steingrímur teflir á tæpasta vað innandyra.
Auðvitað er eðlilegt að fólk og flokkar skipti um skoðanir en þá er mikilvægt að því fylgi sannfærandi röksemdir og það jafnvel þó skoðanirnar séu léttvægari en hér um ræðir og lengra sé frá kosningum en nú er. Einu alvöru röksemdir sem fram hafa verið bornar er óttinn við stjórnarslit.
þess vegna er eðlilegt að spurt sé hvað hefur komið fyrir forystumenn VG? Og sú spurning brennur ekki bara á stjórnarandstæðingum....
Röggi.
ritaði Röggi kl 11:15 4 comments
fimmtudagur, 2. júlí 2009
Meira tuð um þrískiptingu valds.
Núna tala margir um að við þurfum breytingar. Nýtt fólk með nýja sýn og ný viðhorf. Við þurfum gagnsæi og upplýsingar. Opna umræðu og heiðarleika. Við viljum ekki leynd og pukur lengur. Við viljum öðruvísi stjórnmál og öðruvísi fólk til að stjórna. Nýtt Ísland. Auðvitað...
Þetta er allt gott og blessað og við getum flest skrifað undir þetta. En hvernig viljum við ná þessu fram? Það hlýtur að vera spurningin. Viljum við kjósa upp á nýtt og skipta út persónum og leikendum? það er aðferð sem er alkunn og hefur ekki dugað algerlega til. Getur verið að við þurfum að breyta systeminu svo að hin nýja hugsun og hin nýju viðmið njóti sín?
Við erum enn einu sinni að horfa upp á framkvæmdvaldið traðka á löggjafanum í kringum Icesave málið. Við erum í raun hætt að taka eftir þessu. Í vetur varð þingmanni það á að vilja frekari upplýsingar um mál frá ríkisstjórn til að geta gert upp hug sinn og hann var úthrópaður fyrir vikið. Þvílík ósvinna. Hann þvældist fyrir framkvæmdavaldinu!
Löggjafinn á að vera framkvæmdavaldinu aðhald. Þingmenn eru kosnir til þess að setja lög. Þeir eiga ekki að sitja í ríkisstjórn á sama tíma. Af hverju er flókið að breyta þessu? Þingmenn þurfa að gerast hálfgerðir liðhlaupar til þess að geta fylgt sannfæringu sinni frá einum tíma til annars eins og staðan er í dag. Framkvæmdavaldið ræður þessu öllu.
Það ákveður hvernig reglurnar skulu vera og framfylgir þeim svo. Er báðu megin borðs. Er það heilbrigt? Svoleiðis þykir ekki fínt í viðskiptalífinu en eigum við að sætta okkur við það í stjórnmálunum? Nei segi ég. Og burt með framkvæmdavaldið úr þinginu. Ráðherrar setja ekki lög. Hvusrlags dónaskapur er það gagnvart löggjafanum að framkvæmdavaldið geti bara haldið mikilvægum upplýsingum frá þinginu eins og gerist ítrekað í Icesave farsanum? Lýðræðinu og þingræðinu er nauðgað aftur og aftur og við rífumst um dægurmál á meðan.
Breytum grundvallarreglunum því að þar liggur vandinn að stórum hluta. Notum tækifærið núna þegar jarðvegurinn er frjór og tökum til í rótinni. Þrískipting valds er ekki léttvægt atriði. Núna er hrópað á nýtt siðferði á torgum.
Frá mínum bæjardyrum séð er siðlaust að framkvæmdavaldið meðhöndli löggjafann eins og við sjáum endurtekið reglulega.
Röggi.
ritaði Röggi kl 09:51 0 comments