Ég fagna því alveg sérstaklega að danir séu komnir í úrslit EM í handbolta. Held alltaf með dönum hver sem ég kem því við. það er eitthvað í danska eðlinu sem gerir þá að skemmtilegum íþróttamönnum.
Hæfilegt kæruleysið er að gera mikið fyrir þá. Svo hjálpar þetta þeim í baráttunni við dönsku stelpurnar sem spila skemmtilegasta handbolta í heimi og fá alla athyglina.
Þá man ég eftir einu. Viggó lýsti því yfir fjálglega eftir riðlakeppnina minnir mig að danir væru ekki í formi! Ekki að spyrja að Íslensku sérþekkingunni.
Kannski höfum við bara ekkert vit á þjóðaríþróttinni.
Röggi.
sunnudagur, 27. janúar 2008
Danir eru mínir menn.
ritaði Röggi kl 00:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jamm, þeir eru góðir og ég held alltaf með þeim en þoli síst af öllu þegar við töpum fyrir þeim.
kv,P
Það er loksins að birta til hjá danska karlalandsliðinu, en þeir hafa verið lengi í skugga góðs gengis kvennalandsliðsins.
Skrifa ummæli