mánudagur, 28. janúar 2008

Þórunn umhverfis.

Ég hef verið að bíða eftir því að Þórunn umhverfisráðherra fari að láta að sér kveða. Hún og Geir virðast ekki sammála um neitt. Held reyndar að fáir menn kunni eins vel að meðhöndla svoleiðis í samstarfi en Geir.

Og það mun örugglega reyna á þessa hæfileika hans á kjörtímabilinu. Hún er nefnilega fyrsti alvöru umhverfisverndarsinninn sem sest í þetta embætti. það þýðir að hún er sjálfkrafa á móti flestu sem tengist stóryðju. Þannig er eðlið bara.

Álver og ólíuhreinsunarstöð hljóta að vera eitur í hennar beinum. En staðan er flókin því landsbyggðin vill endilega iðnaðinn til að bjargar. Og atkvæðin vega meira þar en annarsstaðar.

það geta ekki allir fengið að ráða. Spennandi að sjá hvernig henni tekst að koma sér fyrir í þessari ríkisstjórn. Ég er hálf meðvitundarlaus þegar kemur að umhverfisvernd í samanburði við marga en finnst samt á einhvern hátt gott að fá einarðan umhverfisverndarsinna í ríkisstjórn.

Þnnig gætu hlutirnir leitað jafnvægis.

Röggi.

Engin ummæli: