þriðjudagur, 8. janúar 2008

Rökefasemdir.

Auðvitað getur maður ekki alltaf verið sáttur við allt sem mínir menn gera, alltso sjálfstæðismenn. Og reyndar er það svo að ég er mest óánægður þegar mínir menn rugla.

Hvað getur sæmilega viti borinn maður sagt um rökstuðning Árna fjármála vegna ráðningarinnar frægu? Hvernig lenti hann í þeirri aðstöðu að taka þetta að sér? Hvað gerði hann af sér sem orsakaði svona grimmilega refsingu?

Ekki dettur mér í hug eitt einasta augnablik að hann hafi haft neitt um það að segja hver var ráðinn. Og litlu betur lítur sukkið út hjá félaga Össur þótt fjölmiðlar hafi eitthvað minni áhuga á því.

Vonandi eru fleiri samflokksmenn mínir hneykslaðir á þessu því annars breytist ekkert. Við kjósendur erum að vissu leyti samsek því við fáumst helst ekki til þess að gagnrýna okkar eigin.

það á líka við um steinþegjandi samfylkingarfólk sem þó hefur haft skoðanir á embættisfærslu Árna en ekki Össurar.

Röggi.

Engin ummæli: