fimmtudagur, 17. janúar 2008

Horft yfir Slóvaka.

Sá því miður ekki leikinn í kvöld. Var í öðru. Hef því ekki skoðun á honum þannig séð. Hitt finnst mér ekki ólíklegt að sú áætlun þjálfarans að spenna væntingar og kröfur upp og setja mikinn þrýsting á þennan leik hafi kannski komið honum í bobba.

Mér finnst stundum vafasamt í móti eins og þessu að gera úrslitaleik úr fyrsta leiknum. það er líf eftir hann en kannski líður öllum núna eins og allt sé fyrir bí. Fall getur vissulega orðið fararheill.

Svo er annað. Í síðasta stórmóti gerðum við þau mistök á horfa hreinlega yfir Úkraínu. Aldrei var talað um þá eins og alvöru andstæðing. Enda fór það svo að þeir tóku okkur en við redduðum svo lífinu með afreki gegn Frökkum.

Við förum nákvæmlega eins í þetta mót. Slóvakía hefur aldrei komist á dagskrá. Kannski hefði verið betra að setja sér það einfalda markmið í upphafi að vinna þá. Sá einhvern spá því að annað hvort ynnum við þrjá leiki eða töpuðum þremur.

Það held ég ekki eða vona allavega ekki en mér finnst upplegg þjálfarans bjóða uppá akkúrat þannig mót. Allt eða ekkert og það fellur frekar en allt á fyrsta leik.

Við erum oft bestir með bakið uppað veggnum og vonandi hristum við þetta af okkur. En er von sama hvað hver segir. Íþróttir eru sem betur fer ekki raunvísindi og því getur allt gerst.

Andlegur undirbúningur og spennustjórnun eru vanmetnir þættir. Mér finnst ekki gott að byggja upp hræðslu. Mig grunar að það hafi gerst.

Vona samt ekki og hef fulla trú á mínum mönnum.

Áfram Ísland.

Röggi.

Engin ummæli: