mánudagur, 21. janúar 2008

Svekktur og þreyttur Alfreð.

Þá erum við komin í milliriðil á EM á handbolta. Fyrsta markmiðinu náð en samt eru óverðský yfir liðinu. Hin stóru markmið hópsins virðast svo fjarri. Þau eru það vissulega, ekki bara stærðfræðilega heldur líka handboltalega.

Þessi ferð virðist ekki veita neina gleði. Flestir einblína á það sem ekki er að virka og mikið talað um neikvæða þætti. Þar fer þjálfarinn fremstur og hann virðist alveg laus við bjartsýnina sem fékk hann til að stefna raunhæft á verðlaun.

Nú rennur skyndilega upp fyrir honum að lykilmenn liðsins eru ekki í leikformi. Menn eru staðir og spila ekki kerfin. Logi Geirsson kann þau ekki segir hann eða hreinlega vill ekki spila þau. Þá er að setja hann á bekkinn eða út í horn eins og vinnuveitendur hans gera því þar reynir fer minna fyrir þessum eðlisgöllum hans.

Mér finnst eins og Alfreð líði llla með þetta lið núna. Virðist fúll og laus við baráttu. Ég veit vel að ekki er á vísan að róa hjá þjálfurum. Hann getur lítið að því gert að stór hluti hópsins er ekki í nógu góðu ástandi. Þar er hann óheppinn. En uppgjafartónninn er samt of mikill.

Nú er um að gera að hann bretti upp ermar og berji sínum baráttu í brjóst. Tali kannski af og til um það sem er að virka. Við erum oft skratti seigir þegar á móti blæs. Ef við getum unnir Frakkland með 8 mörkum í fyrra þá er varla við öðru að búast en að þeir geti eitthvað svipað. Þetta er enginn heimsendir.

Grautfúllt reyndar. Og það er kannski að hluta til vegna þess að þjálfarinn sjálfur talaði upp miklar væntingar fyrir mót. Við lékum úrslitaleikinn í fyrst leik. Og svekkelsi hans er öllum augljóst.

það veldur mér vonbrigðum. Nú má ekki gefast upp enda hljóta keppnismenn að spyrna sér frá veggnum. Kannski dugar það ekki að þessu sinni en þá er það bara þannig. En við hljótum að reyna að þá gæti verið sniðugt að reyna að hafa pínu gleði í þessu og hætta að væla.

Vælið hefur aldrei skilað okkur neinu.

Röggi.

1 ummæli:

Óli S sagði...

sammála þér, það vantar gleði og ánægju í hópinn.Væntingarnar voru kannski of miklaren þegar leikmenn hafa ekki gaman af því sem þeir eru að gera er ekki von á góðu.