miðvikudagur, 23. janúar 2008

Þegar rykið sest.

Þá fer rykið að setjast. Mesti móðurinn af og raunveruleikinn fer að sýjast inn. Þetta fer misjafnlega í fólk.Ég er einungis ánægður með að vera kominn í meirihluta aftur. Aðferðin sem var notuð finnst mér jafn óforskömmuð og síðast, hvorki meira né minna. Þetta er sjálfsagt stöðluð aðferð. Villi er eftir sem áður afleitur kostur í borgarstjórann. Það hefur ekkert breyst. Ekki frekar en borgarstjórnarflokkurinn allur. Er ekki spenntur.Dagur eins og móðguð prímadonna út um allan bæ. Á því ekki að venjast að fólk ljúgi en var sjálfur einn aðalleikarinn í því þegar síðast var logið. Nú situr hann við samsæriskenningasmíðar. Fólk vorkennir honum, hann er góði drengurinn sem var svikinn. Fjölmiðlar spila með algerlega án þess að velta því fyrir sér hvort hann hafi á einhvern hátt átt þátt í því að Ólafur fór.Fílhraustur forseti borgarstjórnar er nú skyndilega heilsulaus ef ekki hreinlega geðbilaður verðandi borgarstjóri. Maðurinn er þó með vottorð öfugt við hina sem virðast þó á köflum þurfa vottun.Margrét er að mýkjast eins og ég spáði. Þeir sem héldu að hún myndi slíta í hvert skipti sem Ólafur skryppi frá eru nú að átta sig á það gerist auðvitað ekki. Hún mun líklegast ganga um borð því kuldinn og valdaleysið í minnihlutanum hentar ekki hennar pólitík. Auk þess sem ekki finnst nein góð ástæða fyrir hana að vera í fýlu. Ekki eru málefnin þar að þvælast fyrir frekar en fyrri daginn hjá henni.Svandís segir ekki orð. Sem er stílbrot. Hún hefur væntanlega mjög góða ástæðu til þess. Hver ætli hún sé?Björn Ingi má ekki vera að þessu. Hann hefur í nógu öðru að snúast. Hefur einfaldan smekk drengurinn. Óskaplega held ég að hann vildi að fyrri meirihluti hefði ekki sprungið. Hann réði því ekki einn.Þetta er einn stór brandari. Mínir menn verða nú að gera lúsaleit að almennilegum frambjóðendum fyrir næstu kosningar. Ekki er hægt að bjóða uppá svona æfingar.Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki von á öðru en að stjórnmálamenn telji hið best mál að beita óvönduðum meðulum, ljúga og svíkja og bera, undir rós, upp á samstarfsmenn sína lygar, þegar fylgjendurnir eru svona afskaplega ánægðir með að vera komnir í meirihluta. Þetta er svo viðhorfið: "Það er sko í lagi að stela af því að nágranninn er þjófur, allavega var mér sagt það."
Siðferðiskend og drengskapur eru því miður gildi sem ekki eru hávegum höfð í nútímastjórnmálum. gamli góði Villi og Ólafur F hafa séð til þess.