fimmtudagur, 31. janúar 2008

Landsliðsþjálfari í handbolta.

Nú þarf að finna landsliðsþjálfara í handbolta. Ég verð að hafa skoðun á því. Fjorir eru helst nefndir. Geir Sveinsson,Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og svo útlendingur.

Frambærilegt allt saman. Margir veðja á Geir. Hann hlýtur að vera augljós kostur. Frábær ferill og einn magnaðasti leiðtogi sem við höfum átt. Ég er samt ekki sannfærður. Hann var ekki sannfærandi þjálfari Vals og hefur verið frá þjálfun um tíma. Auk þess tel ég að það vinni gegn honum að hafa verið gagnrýninn á landsliðið undanfarin ár. Neikvæð ára í kringum hann.

Aron er spennandi. Virkar mjög heilsteyptur og einbeittur í sínum störfum. Eyðir ekki orkunni í óþarfa sem er landlægt vandamál í Íslenskum handbolta. Kemur úr danska boltanum og þar eru menn að vinna gott starf. Ferskur og líka augljós valkostur.

Dagur hlýtur þó að vera fyrsti kostur. Frábær leiðtogi sem nýtur virðingar. Þorir þegar aðrir þegja. Fæddur fyrirliði með gríðarleg keppnisskap. Hefur talsverða reynslu og náði góðum árangri. Vann landstitil oft í Austurríki og var með liðið í meistarkeppninni. Ég kannast aðeins við gripinn og get alls ekki fundið neinn ókost.

Nema að hann yrði þá að hætta störfum sínum hjá stórveldinu þar sem hann er framkvæmdastjóri og hugsanlega næsti þjálfari liðsins.

Hef enga trú á að HSÍ ráði útlending þó það væri vissulega spennandi og metnaðarfullt. Að því gefnu að um alvöru mann yrði að ræða.

Röggi.

Engin ummæli: