þriðjudagur, 8. janúar 2008

Læknalausir neyðarbílar.

Ég veit vel að í mörg horn er að líta þegar kemur að útgjöldum í heilbrigðisgeiranum. Ekki er hægt að gera nóg og víst er að hægt er að nýta peninga betur en nú er gert. Stórar upphæðir venjulega til umræðu þegar fjallað er um heilbrigðiskerfið. Sparnaður heyrist oft.

Nýjasti sparnaðurinn sem ég tek eftir er að hætta að hafa lækna á neyðarbílnum. Auðvitað er erfitt að segja að einn þátturinn í þjónustu við sjúka og slasaða sé öðrum mikilvægari. Fólk kvartar undan því að fá ekki lyf vegna fjárskorts og aðrir liggja á göngum. Og margt fleira...

En hver ætli sé sparnaðurinn af þessu? Og hversu mikils virði er að hafa lækna í bílnum þegar mínútur og sekúndur skipta máli. Spurning hvort eitthvert tryggingarfyrirtækið er ekki tilbúið að splæsa þessu á okkur. Eða jafnvel að taka bara alveg að sér að reka neyðarbíla.

Hvaða menntun hafa þeir sem aka bílunum? Eru þeir með próf í hjálp í viðlögum eða kannski skyndihjálp? Geta þeir góðu menn bjargað mannslífum? Eru þeir færir um að svæfa stórslasað fólk á leið af slysstað? Hvert er þeirra starfssvið?

Margar spurningar en mig langar í svör.

Röggi.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Öll þessi svör og fleiri til ættiru að geta fundið í gagnasafni Morgunblaðsins.

Nafnlaus sagði...

jápp þetta er ógeðfellt mál og skömm að því að við séum að stíga skref aftur á bak árið 2008. Hrikalegt til þess að vita að þessir ágætu bráðatæknar og sjúkraflutningamenn mega undir engum kringum stæðum gefa lyf né heldur hafa þeir langskólamenntun.Bráðatæknar þurfa ekki nema 9 mánaða námskeið í háskólanum í Philadelhia til að teljast full menntaðir bráðatæknar.. það segir sig sjálft að það er ansi takmarkað það sem þú getur lært á 9 mánuðum. Auðvitað taka þeir svo einhver námskeið hér á landi en svona í alvöru talað erum við að bera saman nokkur námskeið og svo hins vegar að lágmarki 7 ára háskólamenntun fyrir utan framhaldsnám sem er á bilinu 5-7 ár (fer eftir því í hvaða landi læknirinn fer í bráðalækningar)?? Eins finnst mér nýjasta leiðin sem Jón Viðar slökkvuliðsstjóri leggur til bara ein sú alfyndnasta sem ég hef heyrt um... að hafa bíl sem SÆKIR lækni þegar þeir TELJA ÞÖRF Á!Halló sér enginn vitleysuna í þessu? Eigum við kannski bara að gefa lækninum strætókort eða semja við einhverja leigubílastöðina um að þeir skutli læknunum á slysstað?? Og að það að þurfa að fara auka ferð og sækja lækni tefji ekki viðbragðstíma finnst mér gjörsamlega út í hött að halda fram... úfff ég bara vona svooo heitt og innilega að þetta eigi ekki eftir að hafa einhverjar gríðarlegar afleyðingar í för með sér.Vona bara að það þurfi ekki að fórna mannslífum til þess að þessi hugsanavilla verði leiðrétt..

Nafnlaus sagði...

Sælir
Gaman að þú setjir þetta fram ,samhliða því að þú veltir fyrir þér sparnaði.
Þetta eru ju rökrétt framhald af þvi sem Slökkvilið höfðuborgarasvæðisins (SHS) er búið legggja til grrundvallar síðustu 10 árin eða svo.
Búið er að senda menn með töluverða reynslu út í sérnám í Pittsburg í USA, þar sem meðal annars læknar í USA þurfa að standast samskonar próf og okkar menn þurfa að standa, þannig að við þurfum ekki að hafa mikla áhyggjur af því að "læknisfræðileg geta" fari minnkandi á neyðarbílunm.
Þetta líka í rökrétt framhald af því sem menn eru ´búnir að nefna með fjarlækningum.
Eina sem breytist er að alvanir menn í neyðar/skyndiilækningum sjá nú einvörðungu um sjúklinga á slysstað og koma þeim áleiðis á spítala.
Áður fyrr var það það þannig að hver læknir var mjög stutt á bílnum í hvert sinn, þvi að um er að ræða part að þeirra námi og urðu því að skila þessum stundum í sitt nám
Vonandi svara þetta einhverju.

Nafnlaus sagði...

Hey , hægan hér.
Þó svo að læknar fari í 6 ára "grunnnám" áður er farið er sérnám, þá fer minnstur hluti þeirra náms fram í bráðalækningum.
Bráðatæknar mega víst gefa lyf og setja upp nálar.
Einnig er það staðreynd að í 60% tilfella þar sem að læknir er kallaður til, geta bráðtæknir leyst málin í samráði við lækni.

Nafnlaus sagði...

uhhh bráðatæknar og þá erum við ekki að tala um sjúkraflutningamenn, mega gefa magnyl og nitró án leyfis en allar aðrar lyfjagjafir eru á ábyrgð læknis og þurfa þeir leyfi frá lækni!
OG þá er spurningin þessi: hvaða læknir á að gefa þeim leyfi til þess þegar enginn læknir er á staðnum til að meta aðstæður???

Nafnlaus sagði...

Ok, hér er farið að lykta af fáfræði..........
Þetta vinnuumhverfi er búið að vera við lýði í USA, sem eiga að vera með þeim fremstu í heiminumum læknavísindum.
Þá er sérmenntaður (9 mánara sérhæft nám í Pittsburg, jafngildir 1 1/2 árs nám í háskóla) sem sér um að leggja fyrstu drög að sjúkdómsgreingingu, þá lyfjagjafar í nánu samráði við lækni (eru allir búnir að gleyma þróun á fjarskiptum ?)
Það eina sem breytist er að nú verða fleiri læknar til staðar á slysadeildum á sjúkrahúsnum.
Þetta mál snýst um starfsöryggi , ekki hvort að við séum að fá verri þjónustu á sjúkrabílum SHS

Nafnlaus sagði...

Veit ekki með lyktarskynið þitt..
held að þú ættir aðeins að stoppa áður en þú skrifar og hugsa til þess að það ÞARF lækna til þess að samþykkja að svara í símann og taka þátt í þessu með ykkur.
Er sá stuðningur og vilji fyrir hendi?
Hvernig hafi þið hugsað ykkur að leysa þetta mál, er það komið á hreint?
Snýst þetta ekki um verri þjónustu á slysstað? Þú getur sem sagt með fullri vissu og 100% öryggi sagt að þessi breyting, það að taka lækna af bílnum, breyti ENGU í þjónustu við mjög sjúka og slasaða einstaklinga?
Kannski að þú skynjir fáfræðina í því að ég hreinlega skil ekki hvernig þetta fyrirkomulag á að vera betra?
Hvað er betra við það að fá ekki strax rétta læknismeðferð þegar maður er alvarlega slasaður eða mjög veikur?

Nafnlaus sagði...

Þetta er hrikaleg afturför að mínu mati! Verð nú að segja að mér finnst ekki hljóma traustvekjandi að fólk sé bara búið að fara á 9 mánaða námskeið og breytir þar engu hvort það er metið sem eitthvað meira. Er nú sjálf búin að vera árum saman að læra á háskólastigi (á allt öðru sviði) og tel að það geti varla talist nægur tími til að mennta sig nægilega til að bjarga mannslífum! Jafnframt finnst mér það ekki traustvekjandi að það eigi að hafa þetta svona um tíma og meta svo stöðuna, eins og fram kemur í Morgunblaðinu. Ég vona bara að ég og mínir lendum ekki í alvarlegu slysi eða hjartastoppi á meðan á þessum reynslutíma stendur!

Nafnlaus sagði...

http://landlaeknir.is/Pages/1055/NewsID/1619

Þetta er linkur á vef landlæknis um vinnuferla sem sjúkraflutningamenn á íslandi vinna eftir, og er fróðlegt fyrir fólk að fletta í gegnum og sjá t.d. lyfin (sem koma aftarlega í vinnuferlunum) sem þeir geta gefið að fengnu samráði við lækni að sjálfsögðu sem er í góðu fjarskiptasambandi við þá. Þetta gerist mjög oft því læknirinn á neyðarbílnum er 1 og getur ekki verið í öllum alvarlegum útköllum hjá SHS því þau eru mörg og koma oft mjög mörg í einu. Nám bráðatækna á íslandi er með þeim hætti að þeir starfa á sviði bráðaþjónustu utanspítala, sem er þannig að fyrst taka þeir grunnnám (EMT-B)og starfa í 3 ár sem slíkir. Síðan eftir það geta þeir sótt um að fara í Neyðarflutninganám (EMT-I) og starfa þá á Neyðarbílnum hjá SHS með lækninum og sem vanari maðurinn á sjúkrabílum SHS. Það gera þeir flestir í a.m.k 2 ár áður en þeir sækja um að fara til Pittsburgh PA í USA og taka námið á hraðbraut á " 2 önnum " sem allstaðar er talið 1 skólaár, en ekki mámskeið. Þá þurfa þeir að standast ýmis innanstöðvarpróf til að teljast kandidatar í námið og hafa allir íslendingarnir skarað framúr öðrum nemum erlendis. Þeir sitja m.a. tíma með læknum og hjúkrunarfræðingum í lyfjafræði osfrv. Þessir strákar eru margir hverjir að kenna (ásamt öðrum læknum og hjúkkum) sérfræðilæknum, læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraflutningamönnum á íslandi sérhæfða endurlífgun og meðferð slasaðra utanspítala. Strákarnir hjá SHS eru einnig menntaðir atvinnuslökkviliðsmenn og starfa sem slíkir. Svo ekki sé talað um björgunarköfun, björgun utan alfaraleiða og margt fleira. Þessir strákar eru í innsta hring björgunar 24/7, 365 daga ársins og hafa gríðalega reynslu eins og þið sjáið á þessu og það tekur mörg ár að verða góður björgunaraðili og góður bráðatæknir.
Þeir eru ekki læknar, en læknisfræði er mjög breytt svið. Þessir strákar einblína eingöngu á þröngt svið læknisfræðinnar sem heitir bráðameðhöndlun veikra og slasaðra utanspítala, og vona ég að fólk sjái hér að þeir eru með örlítið meiri grunn en skyndihjálp.
Einnig getur verið fróðlegt fyrir fólk að kíkja á vef sjúkraflutningaskólans www.ems.is og sjá hvað er kennt þar, því þeir kenna hjá skólanum í aukavinnu.

Ég vona að þessi pistill upplýsi ykkur aðeins meira um þennan heim og ég veit að þeir sinna sjúklingum sínum fagmannlega og leggja sig alla fram og vona eins og allir heilbrigðisstarfsmenn að þeir sem njóta þeirra þjónustu fari heilir heim af sjúkrahúsinu, því þeir eru partur af þeirri sterku keðju sem sem heilbrigðisþjónustan á íslandi er

Kær kveðja...einn sem veit aðeins meira um þetta.

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr

Röggi sagði...

Óhætt að segja að umræðan hefur verið upplýsandi. En fyrir okkur leikmenn í þessum fræðum öllum stendur eftir sú staðreynd að dregið hefur verið úr þjónustu á slysstað og það er afleitt.

Aldrei stóð til að draga neitt úr hæfni eða góðum vilja sjúkraflutningamanna hér. Mér er ljóst eins og öllum landsmönnum að það fólk vinnur ótrúlegt starf.

En einhver ástæða er nú samt fyrir því að læknar hafa til þessa þótt nauðsyn í neyðarbílnum.

Hver er sparnaðurinn? Eina ástæðan hlýtur að vera sparnaður. Ég efast um að hann sé nógu mikill til að réttlæta þetta.

Nafnlaus sagði...

findið að sjá pípulagningarmenn og aðra iðnaðarmenn hér í þessari umræðu og telja að þeir séu betri en læknar.

hahaha!