mánudagur, 14. janúar 2008

Baugur ygglir sig.

Auðvitað hlýtur það að vera næst hjá Baugi að taka yfir lífeyrissjóðina. Fátt annað eftir þannig séð. Af hverju þarf Baugur að hafa skoðun á því í hvaða fyrirtækjum lífeyrissjóður verslunarmanna ákveður að fjárfesta til þess að ávaxta pundið?

Viðurkenni að ég skil ekki nákvæmlega hver aðkoma Baugs er að lífeyrissjóði verslunarmanna annar en að skila þangað iðgjöldum starfsmannna sinna. Gott væri ef einhver nákominn útskýrði fyrir mér af hverju þeir þurfa að hafa skoðun á starfseminni. Ég hélt að þetta væri lífeyrissjóður starfsfólks Baugs en ekki eigendanna.

Finnst eins og ég hafi áður fundið fyrir þessum einkennum Baugsveldisins. Þeir ætla sér í krafti stærðar sinnar að nauðga mönnum til hlýðni. Annað hvort fjárfestið þið í okkar fyrirtækjum eða við stofnum eigin lífeyrissjóð okkar starfsfólk.

Og sjá sjóður myndi að sjálfsögðu ekki klikka á því að fjárfesta í okkur. Með peningum stafrsfólksins okkar.

Heimurinn er ekki nógu stór fyrir þetta fyrirtæki.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef Baugur stofnar sinn eigin lífeyrissjóð, getur hann þá skikkað starfsfólk sitt til að greiða í hann?