miðvikudagur, 16. janúar 2008

Embættisfærslur.

Óhætt að segja að smjattað sé á embættisveitingu Árna Matt. Enda orkar gjörningurinn verulega tvímælis svo ekki sé meira sagt. Ekki hjálpar heldur til að Árni er ekki alveg öflugasti málafylgjumaður veraldar. Miklu líkari vélrænum opinberum embættismanni en heillandi stjórnmálamanni.



kannski ómótstæðilegir persónutöfrar Össurar valdi því að hans verk sleppa betur þó einungis virðist stigsmunur en ekki eðlis þar á.



Heilög vandlæting þeirra stjórnmálamanna sem ekki eru við kjötkatlana þessi misserin er nánast brosleg. Siv í kvöld og Björn Ingi daglega og hvað þeir heita nú allir, Lúðvik að sjálfsögðu.



Þetta fólk þekkir það býsna vel sjálft að vera í þeirri stöðu að hafa þurft að þola gangrýni á embættisveitingar sínar eða síns flokks. Eðli stjórnmálanna hefur ekkert breyst ekki frekar en eðli mannskepnunnar. Tilhneigingin til þess að troða sínu fólki hingað og þangað um stjórnkerfið er ekki fundin upp af Árna.



Enda eru þeir ekki til stjórnmálamennirnir sem eru að stinga uppá því að taka möguleikann af þessu fólki. Breyta kerfinu. Það er ekki tilgangurinn með látunum heldur miklu frekar að koma höggi á andstæðinginn svona rétt á meðan þeir eru ekki sjálfir að sukka.



Ráðherrar eru framkvæmdavald og eiga ekki að skipa dómara. Höfum kerfið eins og það á að vera. það yrði góð byrjun.



Er alls ekki að leggja blessun mína yfir það sem Össur og Árni eru að dunda sér við þessa dagana. Bendi bara á að þeir geta gert þetta og hafa til þess tækin. Því þarf að breyta því ekki efast ég eitt augnblik um það að næst þegar þeir sem gagnrýna mest núna komast að þá byrjar sama ballið á ný.



Bara með nýrri hlutverkaskipan.



Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

domaraskipan.net