föstudagur, 4. janúar 2008

Kristján Möller samkvæmur sjálfum sér.

Nú er hamast á Kristjáni Möller. Af því að hann leyfir sér að reyna að hafa þá skoðun að að göng úti á landsbyggðinni skipti meira máli en sundabraut.Kemur þetta á óvart spyr ég. Hann er hér samkvæmur sjálfum sér og engin ástæða til þess að skammast yfir því. Hann hefur oft haldið því fram að þeir sem vilja setja vegaframkvæmdir á höfðuborgarsvæðinu í forgang hafi sérstaka andúð á landsbyggðinni.Landsbyggðahroki hans hefur ekki farið leynt. Veit reyndar ekkert hvort sá hroki er verri en höfðuborgarhrokinn sem landsbyggðin talar stundum um. Mér hefur Kristján alltaf hafa haft á sér gamaldags fyrirgreiðslu stimpil og það hefur ekki hrifið mig.Kannski þótti samfylkingunni sniðugt að stinga upp í kallinn með því að gera hann að samgönguráðherra. Það er þekkt aðferð og viðurkennd. En engin regla er án undantekninga og kannski sannast það hér.því Kristján stendur undir nafni og er samkvæmur sjálfum sér. það er lofsvert í sjálfu sér þó ég voni að góðir menn geti undið ofan af honum í þessu máli.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

lznpyhtMöllerinn getur fabúlerað, þegar hann er í heimabyggð sinni en það er of dýrt, að gefa undir fótinn með allar þessar framkvæmdir, sem hann hefur lofað við Eyjafjörð.

Nú eru menn hálfnaðir með Héðinsfjaðrargöng en ekkert fæst upp ú rþeim um hvað búið er að greiða fyrir þetta.

Möllerinn er búinn að lofa lengingu Akureyrarflugvallar, til þess, að þaðan megi stunda millilandaflug með öruggum hætti. Frm hefur komið, að til þess að það megi verða, þarf miklu meiri og dýrari framkvæmdir en þessa lengingu. Menn þegja þar um.

ÞEssi háls, sem norðanmenn kalla ,,heiði" er ekki farartálmi og því alldeilis ófært, að ríkið komi þarna að, nægar eru þarfir fyrir aðrar framkvæmdir í samgöngumálum og brýnni.

Ef menn vilja grafa þetta upp á sinn reikning, líkt og Hvalfjarðagöng, er ekkert við því að gera annað en óska þeim góðs gengis. Hinnsvegar eru þarfirnar mun brýnni á Vestfjörðum.